Ferðalag til Rauðasands

Ég fór ásamt vini mínum, honum Einar Steinn til Rauðasands. Ekki að það sé mikið yfir að kvarta þar enda var ferðalagið mjög skemmtilegt en mjög góð áminning um hversu slæmir eða betur orðað HRÆÐILEGIR. Margar beygjurnar voru nálægt því að vera 180°, vegurinn hallaði oft og varð frekar brattur og nálgaðist oft 30-50°, ekki að það sé hægt að kvarta yfir 30° en 50°. Síðan vantaði vegrið eiginlega allsstaðar.

Tilgangur ferðarinnar fyrir utan það auðvitað að skemmta okkur var að fara á Svartfuglsfyrirlestur. Komum reyndar frekar seint á hann en létum það ekki á okkur fá. Svartifugl er góð bók eftir Gunnar Gunnarsson og fjallar um dómsmál þegar tvennt fólk var ásakað um að myrða maka sína. Minni ég alla á að það er nýbúið að endurútgefa bókina. En hún var illfáanleg hérna áður nema einstöku sinnum í fornbókabúð.

Við skelltum okkur síðan til Patreksfjarðar en þar var ekkert djamm, keyrðum til Bíldudals, þar var ekkert þannig að við lögðum okkur bara og fórum aftur að Rauðasand í morgunsárið eftir smá morgunmat í Patreksfirði. Fengum okkur kaffi í kaffihúsinu við Rauðasand og keyrðum síðan að Melanesi til að ganga að Sjöundá.  Það var reyndar grenjandi rigning en við létum það ekki stoppa okkur.

Læt eftir myndband þegar við vorum loksins komnir að Sjöundá.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af þremur og tuttugu?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Checking the world out, my way

Höfundur

Kristján Haukur Magnússon
Kristján Haukur Magnússon
Eðistræðinemandi við Háskóla Íslands. Tenór við kór sama skóla. Virkur og í stjórn MUN(Model United Nations) Eng:Physics student at the University of Iceland. Tenor at the university chorus. Active in the Model United Nations sociaty.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Handel
  • Sendiráð Kóreu
  • Listarborgin Osló
  • Ein á flakki
  • Ég í Helsinki

Spurt er

Hvenær ætlar kjaradómur að hækka laun ríkisstarfsmanna?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband