Sameinuð stöndum vér

Ég er hæstánægður með það að sjá að það er samstaða meðal allra flokka að leggjast í þetta málaferli gegn breskum yfirvöldum. Vona að það sé hægt að draga Breta til ábyrgðar fyrir að ráðast á mína þjóð.  Þó þetta leysi ekki 'kreppu'-vandamálið, þá getur þetta endurbyggt a.m.k hluta af trausti almennings á stjórnvöldum. Ef við trúum ekki á okkar stjórnvöld þá er ekki hægt að ætlast til þess af öðrum.

 


mbl.is Mál verði höfðað gegn Bretum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hjálpum þeim/Let´s help them

Söfnunarsími 907-2002


Þegar góð ráð eru dýr...

Þessi maður ásakar okkur, þ.e.a.s vestrænt fólk um rasisma þegar við hrópum að honum fyrir ólýðræðisleg vinnubrögð, mannréttindabrot og ofbeldi gegn sínum eigin þegnum

Hann vildi losna við fátækt og atvinnuleysi, hvað gerir hann, úthýsir fátæka fólkinu úr borgunum. Hálfdæmir það til dauða. Ef einhver er ósammála honum, þá hverfur sú persóna á einhvern dularfullan hátt. Fólk sem vitað er að ætlar að kjósa stjórnarandstöðuna er jafnvel hindrað frá því að komast á kosningastað. Þetta eru ekki ásakanir, við vitum að hann gerði þetta, það að segja mér að aðrar aðferðir séu notaðar í Afríku en í Evrópu og Ameríku er bara ekki nóg. 

Ef það er eitthvað sem þessi maður þarf þá er það þolinmæði, hann tekur hlutina aldrei hægt, hann grípur alltaf til ofbeldis. Hans tími ætti að vera liðinn, það þarf að byggja Zimbabwe upp á nýtt. Því miður get ég ekki séð að hann geti gert það því hann notar ómögulegar aðferðir sem gera bara illt verra.



mbl.is ESB eykur refsiaðgerðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kreppan

Enn einu sinni þá hefur eitthvað slæmt gerst á Íslandi. Því miður í stað þess að leita lausna þá virðist fólk vera í því að leita sökudólga. Ég hef persónulega aldrei tekið lán og vonast til þess a.m.k að ég muni aldrei þurfa þess.(kannski námslán í framtíðinni fyrir doktorinn)

Ef ég skamma fólk fyrir að taka lán þá fæ ég alltaf sama svarið: þú verður að eyða peningum til að skapa peninga. Hmm...skil þá hugsun en skil líka þá hugsun að ég get ekki borið meira vatn úr brunninum en kemur úr fötunni. Lán er ekki eitthvað sem ég á eða eins og bók sem ég fæ á bókasafni, ekki aðeins þarf ég að skila peningunum heldur þarf ég að greiða vexti, mögulega verðbætur og í þessu landi okkar uppgreiðslukostnað o.fl.

Fólk talar mikið um ábyrgð, finnst mér persónulega að ég eigi að bera ábyrgð á einhverju sem aðrir gera bara vegna þess að þeir eru eða voru með sama þjóðerni og ég. Ég kenni ekki nútímaþjóðverjum um það sem gerðist í seinni heimsstyrjöldinni. Mér finnst grátbroslegt að sjá þá hegðun af vinum okkar og bandamönnum að reyna að hirða af okkur eignir og vilja fá þær á 5% raunvirði. Eh...þið kallið mig hryðjuverkamann og reynið að gera vont ástand verra í mínu landi. Nú veit ég a.m.k afhverju Ísland á enga óvini, því hver þarf óvini þegar þú átt vini sem koma fram þig svona. Nei takk...

Sökum þess að ég get ekki boðið upp á neinar lausnir, einhliða upptöku Evru, ESB+evra, taka gígantískt lán fyrir einhverju sem kemur Íslenskum almenningi ekki við nema að því leyti að bankarnir voru Íslenskir. Ég er ekki hagfræðingur en ég á mjög auðvelt með að reikna og ég veit að jafnvel lágir vextir af milljörðum eru háar upphæðir. 600 milljarðar = 600 þúsund milljónir eða 2 milljónir á hvern einstakling í landinu. Ég vona bara að þetta fari fljótt af áður en verðbólgan étur upp allt sem almenningur á.

Ætli Íslendingar muni hætta að mótmæla um leið og hægt um gerist...því miður þá held ég það, ekki það ég er ekki mikill mótmælandi í mér en ef Íslenska þjóðin getur ekki gert betur en þetta að upphefja lýðræði sitt og fjárhagslegt sjálfstæði þá get ég ekki gert neitt annað en að mæla með ESB. Veit að Bretar og hinu stóru þjóðirnar myndu valta yfir okkur að vissu leyti en þá geta þeir a.m.k ekki  neitað okkur um gerðardóm eða farið samningsleiðina.


Jamm...27 ára afmæli mitt

Vá 3 ár í 30, meh...life goes on og allt það, hef gott líf, þekki skemmtilegt fólk og á heima í æðislegu landi...áður en ég spring úr nostalgíu þá ætla ég að setja linka á nokkur góð lög sem minna mig á hvaða skilaboð sjónvarpið sendi frá sér þegar maður var barn.

 


Þegar ég var 5 ára þá horfði ég mikið á He-man, varð ekki jafnhrifinn af She-Ra þótt að ég hafi kunnað ágætlega við þann þátt sökum einhverra ástæðna. Lagið við þetta myndband upphefur líka fjölskyldugildi og oft á endanum á þáttunum þá voru einhver skilaboð til krakka...

 



Þegar ég var 6-8 ára þá horfði ég mikið á thundercats, man að ég hélt fast við thundercats-sverðið mitt þegar ég var 6 ára að sofa og trúði því fast að þá gæti ég varið mig gegn svarta kettinum hennar Grýlu sem beið mín undir rúminu. Þessi þáttur upphefur heiðarleika, tryggð og kænsku

 


Captain Planet, horfði reyndar aldrei sérstaklega mikið á hann en hann upphefur heimsfrið og náttúruvernd. Verð að játa að þessir þættir virðast oft ganga út á það að heimurinn sé svartur og hvítur, góður og vondur...voðalega lítill hluti af honum virðist kenna fólki það að bera ábyrgð, frekar leita sökudólga að vandamálum okkar  Kunni ágætlega við lýsingu eins grínista á honum: "The silver surfer's gay brother"


Strumparnir, horfði á þá þegar ég var 7 ára og yngri síðan töpuðu þeir sjarma sínum eins og stundin okkar. Það er heil haugur af bláum litlum strumpum en bara einn kvenstrumpur, síðan er foringji þeirra gamall gaur í rauðu. Þessi þáttur upphefur sósíalisma, samstarf og að vera ekki hrædd við þá sem eru stærri en við.


Þetta er Unicef video um strumpanna, ég sé bæði húmórinn og skilaboðin sem þetta á að koma með, má vel minna sjálfan mig á það að í einni smásögu minni í 'Creative Writing' þá gerðist einmitt þetta við strumpanna...

Superman, var alltaf hrifinn af honum. Upprunalega kanadísk hugmynd en keypt af DC comics af kanadabúum. Superman upphefur hin ameríska draum*, þ.e þau gildi sem Bandaríkjamenn segjast standa fyrir. Ákveðinn bandarískur þingmaður notaði þau rök gegn Íslendingum að við ættum ekki að vera í öryggisráðinu sökum þess að við værum ekki með neinn her. Á sama hátt ætti ríki sem framleiðir ótrúlega mikið magn af vopnum og bæði gefur og selur þau hægri og vinstri ekki að fá að ákveða heraðgerðir. Þeir eru þar bara alls ekki hlutlausir.

Superman(súpermann) og Captain Marvel(Kafteinn Frábær), þegar ég var lítill sá ég þennan bardaga oft í gömlum cartoon network þáttum. Þeir upphefja samt sömu gildi.

Hulduorka og svartefni

Hulduorka er í kringum 70%, svartefni í kringum 25% og venjulegt efni er í kringum 5% af efninu í alheiminum, með venjulegu efni þá meina ég hið sýnilega efni. Ég vona virkilega að hægt verði að sjá hinar ýmsu bóseindir í hraðalinum. Er efins um að þetta muni valda heimsendi. Ég er nokkuð viss um að þessar eindir séu þarna og hafi sína árekstra.

Hvaða rök andstæðingar tilrauninnar hafa er ég ekki viss um. Held það þurfi nú eitthvað aðeins meira en eindahraðall til að skapa svarthol. Hljómar fyrir mér eins og vísindaskáldskapur...

Ef þið viljist fræðast um þetta þá getið þið t.d litið á vísindavef háskóla Íslands(visindavefur.hi.is), vef NASA(www.Nasa.gov) eða vef CERN(www.cern.ch)


mbl.is Ekki hætta á ragnarökum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað á maður að segja...

Ég sé ekkert nema fyrirgefningu, hinsvegar dó enginn af mínum. Væri ekki best að leggja manninn inn á sérstaka deild fyrir þessa ákveðnu tegund af sjálfsmorðstilraunarsjúklingum, því miður þá eru þau mál mjög svo mörg í hinu stóra BNA(hinu stóra EES líka) að það væri vel hægt að skipta þessu niður með réttri skipulagningu og ákveðnu fjármagni þótt ég gæti því miður ekki ekki lofað að fólkið yrði nokkurn tímann algjörlega "heilbrigt", sem er mjög illa skilgreint og skrýtið fyrirbæri...

Ég veit ekki, hver eru ykkar skoðanir á kviðdómum...hvað mér liði illa að dæma nokkurn mann til dauða, nær sama hvað hvað sú persóna hefði gert


mbl.is Fundinn sekur um 11 morð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábær grínisti fallinn í valinn...

Til minningar um frábæran grínista þá er hérna nokkur af hans atriðum:

Voting

 Religon

Seven words

Fat people

Airport security

 


mbl.is Grínistinn George Carlin er látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvítt og svart

Hvað er hægt að segja um mann sem heldur að hægt sé að losna við fátækt með því að drepa fátæka fólkið. Hvað er hægt að segja um mann sem færir eina af ríkustu þjóðum Afríku að hungurmörkum. Þetta er einn spilltasti einræðisherra sem ég veit um. Spurning hvenær ICJ(Alþjóðaglæpadómstóllinn) tekur manninn fyrir.
mbl.is Mugabe fordæmir lygar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hróp og köll ólöglegt fyrirbæri?

Seinnast þegar ég vissi þá á að vera málfrelsi hérna á klakanum. Man ekki heldur að það sé bannað að hlaupa um með fána. Fyrir hvað er verið að handtaka fólkið, beita málfrelsi hlaupa um með fána eða er lögreglan farin að skilgreina óspektir sem þegar málfrelsi er beitt og stjórnvöld vilja ekki hlusta?
mbl.is Mótmæli á álverslóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Checking the world out, my way

Höfundur

Kristján Haukur Magnússon
Kristján Haukur Magnússon
Eðistræðinemandi við Háskóla Íslands. Tenór við kór sama skóla. Virkur og í stjórn MUN(Model United Nations) Eng:Physics student at the University of Iceland. Tenor at the university chorus. Active in the Model United Nations sociaty.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Handel
  • Sendiráð Kóreu
  • Listarborgin Osló
  • Ein á flakki
  • Ég í Helsinki

Spurt er

Hvenær ætlar kjaradómur að hækka laun ríkisstarfsmanna?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband