Kosningar

Alltaf finnst mér sérstakt að þegar kosningar eru í nánd, í stað þess að ræða málefnin þá byrja flokkarnir að benda á hvorn annan og kenna hvor öðrum um vandamálin í þjóðfélaginu.

Samfylkingin og sjálfstæðisflokkurinn, risarnir tveir í Íslenskum stjórnmálum. Samfylkingin kennir sjálfstæðisflokknum sem er í stjórn landsins um hitt og þetta rétt fyrir bæjastjórnakosningar og sjálfstæðisflokkurinn kennir R-listanum sem er í borgarstjórn um hitt og þetta.

Hvað varð um málefnislegar umræður. Mér er alveg sama um hverjum er að kenna. Ég vill bara fá lausn á vandamálunum. Ég sakna gömlu auglýsinganna þar sem var alltaf verið að tala um hversu slæm fíknefni eru. Afhverju er engar auglýsingar í sjónvarpinu sem sýna gosdrykki og ruslfæði sem slæman hlut og grænmeti, ávexti, vatn og hreyfingu sem góðan hlut. Í stað þess að tala um heilbrigði þá er verið að tala um útlitsdýrkun og mismunun á feitu og mjóu fólki. Þegar stjórnmálamenn eru að tala um launajöfnuð eru þeir að tala um sjálfa sig miðað við stjórnmálamenn annars staðar, því "kjaradómur" virðist alltaf vera að hækka þennan sársvelta hóp sem hefur varla efni á að lifa.

Öryrkjar og gamalt fólk. Ég man þegar amma mín varð ellilífeyrisþegi eftir að hafa verið öryrki í þónokkur ár með mjög slæman astma. Hún talaði um það að hún var að fá launalækkun þ.e vegna þess að sem öryrki þá fékk hún hærri lífeyri en  eftir að hún fór á eftirlaun. Gaman að sjá þetta mál rétt fyrir kosningar. Hvað gera flokkarnir tveir. Þeir benda á hvorn annan og kenna hvor öðrum um vandamálið. Amma mín sótti um vist á hjúkrunarheimili fyrir nokkrum árum, veit ekki hvort það hefði breytt einhverju ef hún hefði komist inn og efa það en hún dó núna um jólin úr lungnakrabba.

Ég efa ekki að vera stjórnmálamaður fylgi ábyrgð og það sé tímafrekt og geti verið erfitt starf. En ég hef bara aldrei séð Íslenska stjórnmálamenn taka ábyrgð gjörða sinna(kannski bakvið tjöldin), þetta er svona eins og með prestanna, ekki rekinn, bara fluttur í starfi. Síðast þegar ég athugaði þá var nóg um guðfræðinga og þetta land er fullt af hæfu fólki. Jafnvel fyrir stjórnmálalífið. Það sem mér finnst vanta inn á Íslenskt stjórnmálalíf er meiri endurnýjun. Endurnýjun er ekki endilega það hugtak að þurfi meira ungt fólk heldur líka reynt fólk frá öðrum starfsstéttum. Bændur, gjaldkerar, hjúkrunarfræðingar, guðfræðingar, byggingaverkamenn o.fl. Ekki þarf endilega stjórnmálafræðing til að vera góður stjórnmálamaður, sem við erum ábyggilega með sönnunargögn fyrir bæði hér og annarsstaðar í heiminum.

Gjörið svo vel, skammið mig fyrir skoðanir mínar og segjið mér að þær séu heimskulegar. Ekkert er heilagt. Engin skoðun er það hörð að henni megi ekki breyta ef nógu góð rök koma fyrir annarri.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Checking the world out, my way

Höfundur

Kristján Haukur Magnússon
Kristján Haukur Magnússon
Eðistræðinemandi við Háskóla Íslands. Tenór við kór sama skóla. Virkur og í stjórn MUN(Model United Nations) Eng:Physics student at the University of Iceland. Tenor at the university chorus. Active in the Model United Nations sociaty.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Handel
  • Sendiráð Kóreu
  • Listarborgin Osló
  • Ein á flakki
  • Ég í Helsinki

Spurt er

Hvenær ætlar kjaradómur að hækka laun ríkisstarfsmanna?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 2310

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband