8.5.2006 | 02:42
Háskólakórinn
Hmm...veit varla hvar á að byrja. Þetta er fólkið sem ég eyði miklum hluta af mínum tíma með, þ.e þegar ég er ekki að læra. Við syngjum(duh..við erum í kór), en við gerum svo miklu meira en það saman. Við spilum bandý 2svar í viku, förum í bíó, keilu&pool, útileigur og ýmsar aðrar ferðir saman.
Það eru 2 æfingarbúðir á ári, ein í Skálholti á vorin og hinar í Hlíðardalsskóla.
Þetta byrjar náttúrlega allt með því að leggja í hann á föstudegi, stoppa í Selfossi og fá okkur að borða, fara í Hlíðardalsskóla, syngja í 2-3 tíma, djamma í nokkrar klukkustundir(getur orðið alveg til 6). Vöknum og byrjum æfingar eitthvað í kringum 10. Æfum til 18. Við förum við alltaf í sund einhversstaðar í millitíðinni, á eftir mat o.s.frv og förum í sundrúgbý o.fl. þar sem fáar reglur gilda, aðrar en þær að hafa gaman af og helst ekki meiða neinn. Maturinn byrjar yfirleitt í kringum 7-8. Þar sem við fáum einhverja máltíð sem við eigum ekki von á, þ.e.a.s tacos, fajitas, hamborgarar eða eitthvað svoleiðis. Síðan er sungið og talað saman, haldið busun, skemmtiatriði raddanna o.fl. Síðan er djammað til morguns. Síðan er farið að sofa. Vöknum, morgunmatur, hreinsað til og haldið heim á leið til lærdómsins.
Skálholt er svipað nema þar er reynt að troða sem flestum í heitan pott. Við finnum alltaf einhverja leið til að skemmta okkur. Í kórnum þá reynum við alltaf að syngja sem best og fylgja leiðbeiningum okkar frábæra kórstjóra, Hákons Tuma, ehemm, þá meina ég dr. Hákons Tuma sem er fyrrum leikari. Maður hefur heyrt misgóðar sögur af honum en í heildina á hann litið þá er hann ágætur kallinn. Í kórnum þá er ég tenór. Við tenórarnir erum náttúrlega BESTA röddin og höldum uppá okkar tenórasamband.
Ég veit ekki hvar ég væri ef ég væri ekki í kórnum en eitt er ég öruggur með að ég sé ekki eftir að hafa farið í kórinn því þetta er eitt skemmtilegasta lið sem ég hef hitt.
Um bloggið
Checking the world out, my way
Tenglar
Hversdagslistinn
Síðurnar sem ég fer á hverjum degi
- Ríkissjónvarpið Þar sem ég næ fréttunum, er oft í skólanum meðan fréttir eru
- Morgunblaðið Þar sem ég les ekki sorprit eins og DV
- Geimur Geimur, 69 whatever
- Batman Eitt sinn var tilvera.is líka, en nú bara b2
Model UN
Model United Nations
- Student-symposium Happens in Prague
- SweMUN happens in Uppsala
- FinMUN Happens mainly in Helsinki
- IscoMUN Happens in Oslo
Skólinn
Ýmislegt skólatengt
- Bókasala stúdenta We sell books
- Stigull Félag eðlisfræði- og stærðfræðistúdenta
Kórinn
Heimasíður fólk í háskólakórnum
- Einar Einar tenór, ættaður úr Súðavíkinni
- Erna María Sálfræðinemi
- Harpa
- Hlín
- Linda
- Steinunn
- René Giftur og ánægður
- Sigurást Alltaf hress
- Sara Píanó og partý
- Hafdís Partýstelpa
- Gauji Alltaf Hress
- Gísli Tölvusení, kórsení, akidosení, algjör sení
- Þórir Hrafn Harðrokksgaur
- Telma Idolstjarna og tilvonandi móðir
- Jón Ólafur Rútustjóri, hagfræðinemi og...
- Jaako og Elina Finnarnir
- Anna Ósk Anna Ósk
- Bidda Bidda
- Helgi Helgi píanósnillingur
- Ásdís guðfræðinemi
- Einar Steinn Einar Steinn, félagi
- Háskólakórinn Heimasíða kórsins
Myndaalbúm
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 2310
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.