Háskólakórinn

grima79.jpg

Hmm...veit varla hvar á að byrja. Þetta er fólkið sem ég eyði miklum hluta af mínum tíma með, þ.e þegar ég er ekki að læra. Við syngjum(duh..við erum í kór), en við gerum svo miklu meira en það saman. Við spilum bandý 2svar í viku, förum í bíó, keilu&pool, útileigur og ýmsar aðrar ferðir saman.

Það eru 2 æfingarbúðir á ári, ein í Skálholti á vorin og hinar í Hlíðardalsskóla.

Þetta byrjar náttúrlega allt með því að leggja í hann á föstudegi, stoppa í Selfossi og fá okkur að borða, fara í Hlíðardalsskóla, syngja í 2-3 tíma, djamma í nokkrar klukkustundir(getur orðið alveg til 6). Vöknum og byrjum æfingar eitthvað í kringum 10. Æfum til 18. Við förum við alltaf í sund einhversstaðar í millitíðinni, á eftir mat o.s.frv og förum í sundrúgbý o.fl. þar sem fáar reglur gilda, aðrar en þær að hafa gaman af og helst ekki meiða neinn. Maturinn byrjar yfirleitt í kringum 7-8. Þar sem við fáum einhverja máltíð sem við eigum ekki von á, þ.e.a.s tacos, fajitas, hamborgarar eða eitthvað svoleiðis. Síðan er sungið og talað saman, haldið busun, skemmtiatriði raddanna o.fl. Síðan er djammað til morguns. Síðan er farið að sofa. Vöknum, morgunmatur, hreinsað til og haldið heim á leið til lærdómsins.

Skálholt er svipað nema þar er reynt að troða sem flestum í heitan pott. Við finnum alltaf einhverja leið til að skemmta okkur. Í kórnum þá reynum við alltaf að syngja sem best og fylgja leiðbeiningum okkar frábæra kórstjóra, Hákons Tuma, ehemm, þá meina ég dr. Hákons Tuma sem er fyrrum leikari. Maður hefur heyrt misgóðar sögur af honum en í heildina á hann litið þá er hann ágætur kallinn. Í kórnum þá er ég tenór. Við tenórarnir erum náttúrlega BESTA röddin og höldum uppá okkar tenórasamband. 

Ég veit ekki hvar ég væri ef ég væri ekki í kórnum en eitt er ég öruggur með að ég sé ekki eftir að hafa farið í kórinn því þetta er eitt skemmtilegasta lið sem ég hef hitt.


skal44.jpg
skal354.jpg
vorferd35.jpg
vorferd43.jpg

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Checking the world out, my way

Höfundur

Kristján Haukur Magnússon
Kristján Haukur Magnússon
Eðistræðinemandi við Háskóla Íslands. Tenór við kór sama skóla. Virkur og í stjórn MUN(Model United Nations) Eng:Physics student at the University of Iceland. Tenor at the university chorus. Active in the Model United Nations sociaty.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Handel
  • Sendiráð Kóreu
  • Listarborgin Osló
  • Ein á flakki
  • Ég í Helsinki

Spurt er

Hvenær ætlar kjaradómur að hækka laun ríkisstarfsmanna?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 2310

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband