Minning...

Alla frænka(til hægri), hvíldu í friði. Með henni er Sigrún frænka(til vinstri)

Alla frænka, ömmusystir mín dó í gær 4 september 2006 vegna veikinda, þ.e.a.s vegna þess að lungun hennar voru orðin of veik vegna reykinga og var hún búin að vera reykjandi alveg síðan hún var unglingur. Það er ekki ár liðið síðan að amma mín, Hrefna dó. En hún dó vegna þess að hún fékk illkynja æxli í lungum og ekki var hægt að skera upp vegna þess að hún var með slæman astma. Minning amma í búð dragandi kútinn með öndunargrímuna á eftir sér. Pípandi. Samt man ég eftir henni nokkrum dögum áður en hún dó í rúminu á fjórðungssjúkrahúsinu. Hún reykti líka alveg síðan hún var unglingur. En hún gat ekki gengið seinnustu daga lífs síns og var hálffúl yfir að geta ekki farið út og fengið sér sígarettu.

Veit ég ekki hvað margir af ættingjum mínum virðast falla sökum krabbameina, slæmra lungna o.s.frv. En fyrir mitt leyti þá vildi ég óska þess að þetta væri orðið jafnólöglegt og fíknefni. Jafnvel þótt að sumir vilji eflaust segja að þetta valdi svokölluðum svörtum markaði og betra sé að halda öllu fyrir opnum dyrum. Ég spyr bara hvað þarf mikið af mínu fólki og annarra að falla fyrir þessu áður en eitthvað er gert.

Veit að þetta er líklegast ofttuggið tyggjó en mér líður betur við að fá smá að skammast...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Checking the world out, my way

Höfundur

Kristján Haukur Magnússon
Kristján Haukur Magnússon
Eðistræðinemandi við Háskóla Íslands. Tenór við kór sama skóla. Virkur og í stjórn MUN(Model United Nations) Eng:Physics student at the University of Iceland. Tenor at the university chorus. Active in the Model United Nations sociaty.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Handel
  • Sendiráð Kóreu
  • Listarborgin Osló
  • Ein á flakki
  • Ég í Helsinki

Spurt er

Hvenær ætlar kjaradómur að hækka laun ríkisstarfsmanna?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband