Kórinn, salsa og borgarmenningin

Jæja, kórinn er byrjaður. Við erum byrjuð að æfa eitt verk eftir Mozart sem hljómar alveg ágætlega. Erum komin með nýjan kórstjórnanda, hann Gunnstein sem er með örlítið öðruvísi stíl en Hákon en er samt fínn. Ég mun halda nýliðadjammið á Laugardaginn, Einar Steinn hélt ágætt partý fyrir pólska kórinn um daginnm, reyndist þetta ágætis fólk og hlakka ég til að hitta það seinna í Póllandi í vor.

SalsaIceland heldur workshop/námskeið næstu helgi og ég bíð spenntur eftir að fá að teygja fæturnar smá. Búinn að vera svolítið latur að æfa og mun hafa virkilega hollt af upprifjuninni. Hægt er að tékka á dagskránni hjá þeim á www.salsaiceland.com

Það er búið að vera mikil umræða um miðbæjardjammið um helgar, ég held þó að það geri voða lítið að færa djammið eitthvert annað. Það að tala um að færa bara staðina sem eru opnir lengur en til 2 um helgar er að tala um að færa næstum því alla. Ég á heima í miðbænum, djammið fer lítið í taugarnar á mér nema þegar fólki dettur í hug að hanga á bílflautunum kl 4:30.

Samt það sem fer mest í taugarnar í mér við höfuðborgarsvæðið er öll þessi bílaumferð. Það er svo fátt um göngu/hjólabrýr í Reykjavík, þó þetta hafi farið smátt og smátt batnandi, þó ekki mikið sem má þakka fyrirverandi og núverandi borgarstjórn. Ég skil samt ekki afhverju það eru nær engar miðnætursýningar í bíóunum á sumrin, sérstaklega um helgar. Skil það í miðbænum en hvað með Kringlubíó, Háskólabíó, Smárann o.fl. Skil það betur með leikhús þar sem ekki er hægt að ætlast til allt af þessu fínu starfstéttum. Því það tekur á að standa endalaust fyrir framan fólk. Þótt það líti kannski ekki alltaf þannig út. Held ég fari á 1-2 leikrit bráðlega og mun örruglega hafa gaman af.

Já og ég er enn stúdent, þótt ég sé ekki alltaf kvartandi yfir náminu, enda getur það verið fínt ;)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fjórum og ellefu?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Checking the world out, my way

Höfundur

Kristján Haukur Magnússon
Kristján Haukur Magnússon
Eðistræðinemandi við Háskóla Íslands. Tenór við kór sama skóla. Virkur og í stjórn MUN(Model United Nations) Eng:Physics student at the University of Iceland. Tenor at the university chorus. Active in the Model United Nations sociaty.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Handel
  • Sendiráð Kóreu
  • Listarborgin Osló
  • Ein á flakki
  • Ég í Helsinki

Spurt er

Hvenær ætlar kjaradómur að hækka laun ríkisstarfsmanna?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband