Til gamans og gleði

Vegna þrýstings frá háskólafólki, þá skal ég semja ljóð

Dagur minn 

Dagur minn gengur
Lærdómur er minn fengur
En svefninn minn gengur
Sem hjálpar mér ,eðlisstrengur
að viska okkar, minn fengur

Minn dag ég teikna
Minn  dag ég reikna
Söngur á daginn er tímaóð
Stress og hress og skemmtilegt

Kvöldið mitt

Kvöldið er mín ró
Þar sem hún ló
Kvöldið er minn söngur
Kvöldið er mín löngur

Þetta var alveg hræðilegt en læt þó við liggja...

Ætli ég segji ekki gott með því að setja Öbbu hérna niður sem ljóð/söng dagsins

 

Abba Labba Lá

Hún hét Abba-labba-lá.
Hún var svört og brún á brá
og átti kofa í skóginum
á milli grænna greina
og trúði á stokka og steina.

En enginn vissi, hvaðan
hún kom í þennan skóg;
enginn vissi, hvers vegna
hún ærslaðist og hló,
og enginn vissi, hvers vegna
hún bæði beit og sló.-

Hún hét Abba-labba-lá.
Hún var svört og brún á brá
og gerði alla vitlausa,
sem vildu í hana ná.
Á villidýrablóði,
á villidýrablóði,
lifði Abba-labba-lá.

...Einu sinni sá ég
Abba-labba-lá.
Hún dansaði í skóginum,
svört og brún á brá.
Mér hlýnaði um hjartað
og hrópaði hana á:
Abba-labba,
Abba-labba,
Abba-labba-lá!

Þá kom hún til mín hlaupandi
og kyssti mig og hló,
beit mig og saug úr mér
blóðið, -svo ég dó.

-Og afturgenginn hrópa ég
út yfir land og sjá:
Varið ykkur, veslingar,
varið ykkur, veslingar,
á Abba-labba-lá.



Davíð Stefánsson frá Fagraskógi
1895-1964

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Checking the world out, my way

Höfundur

Kristján Haukur Magnússon
Kristján Haukur Magnússon
Eðistræðinemandi við Háskóla Íslands. Tenór við kór sama skóla. Virkur og í stjórn MUN(Model United Nations) Eng:Physics student at the University of Iceland. Tenor at the university chorus. Active in the Model United Nations sociaty.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Handel
  • Sendiráð Kóreu
  • Listarborgin Osló
  • Ein á flakki
  • Ég í Helsinki

Spurt er

Hvenær ætlar kjaradómur að hækka laun ríkisstarfsmanna?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband