14.10.2006 | 00:59
Veikur
Ég er búinn að vera svolítið veikur þessa viku. Hálsbólga, kvef og síþreyta. Þetta hefur ekkert hjálpað mér með það að vera í háskóla. Ég hef í raun engan tíma til að vera að þessu. Ég svaf alveg rosalega mikið þessa viku en náði samt að mæta í kórinn og gera flest fyrir skólann. Ekki það ég reyndi samt að gera allt sem ég geri venjulega. Ég fór einu sinni í bíó í þessari viku en fann greinilega fyrir því að ég er orðinn hálfleiður á bíóum eftir þessar tvær kvikmyndahátíðir sem voru í september og í byrjun október. Ég veit ekki hvað ég sá margar myndir en a.m.k hef ég núna tíma til að gera aðra hluti. Eins og ég segi alltaf þetta jafnast út og ég finn mér eitthvað annað að gera.
Ég ákvað það að straumfræðin þyrfti að bíða næsta hausts, næsta ár er í svona limbó hjá mér. Hugsanlega tek ég einn skyldukúrs þá og myndi þá útskrifast í janúar en gæti tekið sumarpróf. Í raun veit ég ekkert hvað ég á að gera í framtíðinni. Nema það að ég ætla í meistarann og doktorinn og ætla mér ekki að gefast upp. En eins og er þá er lífið yndislegt og mér langar næstum því ekki að útskrifast þar sem ég hef eiginlega bara aldrei skemmt mér svona vel.
Skrýtið, ég hugsa alveg rosalega lítið um fortíðina. Fellaskóli, FB o.s.frv. var allt gott á meðan það var en núna er ég að öðru. Ég heyrði samt alveg hrikalegar fréttir um kórinn í FB sem ég var í. Því miður þá heyrði ég það að búið er að leggja kórinn niður:( . Finnst mér þetta alveg agalegar fréttir því FB á að vera einn stærsti ef ekki sá stærsti, menntaskólinn á Íslandi. Langaði mig næstum að hringja í gömlu kórfélaganna, safnast saman fyrir framan FB og mótmæla. En held að aðallega hafi þetta verið nemendunum í FB að kenna. Enda er svo margt kennt þarna að það er í raun voðallega lítill samtilfinning í skólanum. Man líka eftir þegar ég var í MNN, þekkti ekki meirihlutann af þessu fólki enda var ég í náttúrufræðibraut en það var í félagsbraut, smiðnum, sjúkraliðanum o.s.frv.
Ekki það að þetta sé betra í Háskólanum en kórinn þar er alveg æðislega skemmtilegur, bæði að vera í og til að syngja. Háskólalífið er alveg rosalega sundrungslegt, enda er svo margt kennt þarna og flestir haldast bara saman í sínum hópum. Stiglarnir, nördarnir, pólitíkusarnir, Maníurnar o.s.frv. Enda mættu vera fleiri atburðir eins og októberfest þar sem fólk úr öllum háskólanum kemur saman.
Jæja, hvað með það. Ég er að lesa þéttefnisfræðibókina eftir Kittel sem er skrifuð á sinn undarlega hátt og er ég aldrei viss um að ég sé að læra neitt með því að lesa hana. En samt finnst mér hún ekki jafn hræðileg og henni var lýst fyrir mér. Auk þess neita ég að láta segja mér að þetta sé leiðinlegt. Leiðinlegt/skemmtilegt er spurning um hugarfar og á meðan ég er með góða kennara, skemmtilegt fólk mér við hlið og er ekki stórskaddaður eða veikur þá sé ég enga ástæðu til þess að kvarta.
Lífið er bara svo gott. Að ég sé enga ástæðu til þess að kvarta. Ég á góða vini og ættingja, er næstum aldrei blankur, skemmti mér oft og læri og læri og læri. Ef ég myndi deyja núna þá hefði ég í raun voða fátt yfir að kvarta. Jæja, þá er að fara að læra meira, bandý á morgunn + meiri lærdómur. Ætli ég segi þetta blogg ekki fínt með einu klassískasta kvæði um skólann. Fann ekki textann á netinu og bið ég vinsamlegast einhverna að "commenta" textanum við gamla góða lagið "Í skólanum". Ég bý þá bara til mitt eigið á meðan.
Í skólanum, Í há-há-skólanum
Ég djamma á fullu, alveg á fullu
Lærandi daga og nótt
Mér verður aldrei rótt
Syngjandi með kórnum
Ég ræði mitt æði
Því á morgun ég tek mitt skólaþrek
Þekkingin ég sæði´
Í, Í háskólanum ég djamma
Það var hún amma
og hún mamma
Pabbi minn og afi
Frændur mínir og frænkur
Vinir og ættingjar allir
Minn stuðning ég fæ og gef
Því skólinn er mitt æði
Þekkingin ég sæði
Ljóðið mitt ég ræði
Háskólinn eftir mig
Um bloggið
Checking the world out, my way
Tenglar
Hversdagslistinn
Síðurnar sem ég fer á hverjum degi
- Ríkissjónvarpið Þar sem ég næ fréttunum, er oft í skólanum meðan fréttir eru
- Morgunblaðið Þar sem ég les ekki sorprit eins og DV
- Geimur Geimur, 69 whatever
- Batman Eitt sinn var tilvera.is líka, en nú bara b2
Model UN
Model United Nations
- Student-symposium Happens in Prague
- SweMUN happens in Uppsala
- FinMUN Happens mainly in Helsinki
- IscoMUN Happens in Oslo
Skólinn
Ýmislegt skólatengt
- Bókasala stúdenta We sell books
- Stigull Félag eðlisfræði- og stærðfræðistúdenta
Kórinn
Heimasíður fólk í háskólakórnum
- Einar Einar tenór, ættaður úr Súðavíkinni
- Erna María Sálfræðinemi
- Harpa
- Hlín
- Linda
- Steinunn
- René Giftur og ánægður
- Sigurást Alltaf hress
- Sara Píanó og partý
- Hafdís Partýstelpa
- Gauji Alltaf Hress
- Gísli Tölvusení, kórsení, akidosení, algjör sení
- Þórir Hrafn Harðrokksgaur
- Telma Idolstjarna og tilvonandi móðir
- Jón Ólafur Rútustjóri, hagfræðinemi og...
- Jaako og Elina Finnarnir
- Anna Ósk Anna Ósk
- Bidda Bidda
- Helgi Helgi píanósnillingur
- Ásdís guðfræðinemi
- Einar Steinn Einar Steinn, félagi
- Háskólakórinn Heimasíða kórsins
Myndaalbúm
Spurt er
Hvenær ætlar kjaradómur að hækka laun ríkisstarfsmanna?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 2310
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.