Helgarvinnan

Jamm...
Nú væri ég til í stuð, næstum eina sem ég er búin að gera þessa helgi er að sofa, læra & horfa á sjónvarpið. Svo þreyttur samt finnst mér ég ekki hafa gert nokkurn skapaðan hlut í dag.
Þeir sem áttu afmæli í síðustu viku voru kórsystur mínar Sólrún sem varð 26 ára 30 október, Hafdís sem varð 22 ára 31 október og bekkjarbróðir minn gamli hann Maggi Guðmundsson sem varð 25 ára. Óska ég þeim öllum innilega til hamingju með afmælið.
Núna er u.þ.b vika þangað til að ég verð aldarfjórðungsgamall. Úff, bara 50 ár til elliáranna, þ.e ég reikna með að Íslenska ríkið verði búið að hækka eftirlaunaaldurinn um a.m.k 5 ár í millitíðinni. Ég vona að ég þurfi ekki að lenda á elliheimilum nútímans. Í mínum augum líta þau út eins og geymslustofnanir þar sem við geymum gamalt fólk.
Ég sé varla eftir neinu sem ég hef gert mín 24 ár  og 359 daga.
Æskuminning: Sitjandi með Jón Þór frænda mínum þegar ég var 5 ára og borðandi ormamat(spagetti).
Æskuminning: Fara til Súðavíkur rétt eftir snjóflóðið og sjá rústirnar.
Æskuminning: Fara í fyrsta sinn út, þá til Svíþjóðar til að heimsækja Ingu Láru frænku með ömmu
Æskuminning: Steini kastað í mig, nálægt auganu á mér af pólska stráknum sem átti heima beint á móti, ekki er þó við hann að sakast, hann var bara smákrakki
Æskuminning: Fyrsti dagurinn í skólanum, man eftir gamalsdags bjölluni sem kennarinn kom út með og hringdi. Man sérstaklega eftir að ég var með 3 kennara og allar hétu þær Guðrún, a.m.k í minningunni minni
Æskuminning: Veiða í Súðavík með Danna og Adda...
Æskuminning: Fara út að Úlfljótsvatni með Hraunkoti

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Checking the world out, my way

Höfundur

Kristján Haukur Magnússon
Kristján Haukur Magnússon
Eðistræðinemandi við Háskóla Íslands. Tenór við kór sama skóla. Virkur og í stjórn MUN(Model United Nations) Eng:Physics student at the University of Iceland. Tenor at the university chorus. Active in the Model United Nations sociaty.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Handel
  • Sendiráð Kóreu
  • Listarborgin Osló
  • Ein á flakki
  • Ég í Helsinki

Spurt er

Hvenær ætlar kjaradómur að hækka laun ríkisstarfsmanna?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 2310

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband