8.11.2006 | 02:38
Í tíðindum
Þessa daganna er ég að reyna að skilja almennilega þessa Fortran-forritun, skammtafræði, þéttefnisfræði, safneðlisfræði(auðveldasta fagið mitt) ásamt að bursta af stærðfræðigreiningunni minni. Í HÍ-kórnum þá erum við að syngja ýmis verk þó flest á latínu. Framtíðin virðist frekar óákveðin þessa stundina. Ætla í framhaldsnám en hvert. Eru Bandaríkin eini góði möguleikinn...hef ferðast víða en aldrei farið til BNA og er ekkert sérstakt upplaginn í að fara þangað. Trúarofstæki, fordómar á alla vegu, ofstæki, réttur til að bera byssu, ofbeldi, ofbeldi og ofbeldi. Sé ekki venjulega fólkið fyrir öskrandi ofstækisfólki í sjónvarpinu.
Ég keypti nokkrar bækur í dag handa kórvinum mínum. William Shakespeare-complete works handa Einari Steini, síðan einhverjar bækur handa Sólrúnu og Hafdísi. A.m.k 1 listræn, ein tilfinningabók og eitthvað þar á milli.
Úff, ég læri og læri samt finnst mér ég ekki læra neitt. Ég sé veginn og hvað er framundan en það sem er búið finnst mér vera í móðu og nánast ekki neitt. Hvað segi ég við sjálfan mig í svona skapi: Þolinmæði er dyggð, múr byggist á mörgum múrsteinum, mennt er máttur og aldrei gefast upp.
Skrýtið, en allt í einu þegar ég hugsaði um lítið kvæði þá hugsaði ég um Sigurborgu, litlu systur mína. Gæti mögulega verið vegna þess að kvæðið hljómar svona.
Sigga litla systir mín
Situr úti á götu
Er að dugga ánna sín
í ofurlitla fötu
Megiru hvíla í friði, Sigga litla systir mín
Tárin mín, systir mín
Öll í þína fötu
Hér sast þú eitt sinn
á þessari ofurlitlu götu
Um bloggið
Checking the world out, my way
Tenglar
Hversdagslistinn
Síðurnar sem ég fer á hverjum degi
- Ríkissjónvarpið Þar sem ég næ fréttunum, er oft í skólanum meðan fréttir eru
- Morgunblaðið Þar sem ég les ekki sorprit eins og DV
- Geimur Geimur, 69 whatever
- Batman Eitt sinn var tilvera.is líka, en nú bara b2
Model UN
Model United Nations
- Student-symposium Happens in Prague
- SweMUN happens in Uppsala
- FinMUN Happens mainly in Helsinki
- IscoMUN Happens in Oslo
Skólinn
Ýmislegt skólatengt
- Bókasala stúdenta We sell books
- Stigull Félag eðlisfræði- og stærðfræðistúdenta
Kórinn
Heimasíður fólk í háskólakórnum
- Einar Einar tenór, ættaður úr Súðavíkinni
- Erna María Sálfræðinemi
- Harpa
- Hlín
- Linda
- Steinunn
- René Giftur og ánægður
- Sigurást Alltaf hress
- Sara Píanó og partý
- Hafdís Partýstelpa
- Gauji Alltaf Hress
- Gísli Tölvusení, kórsení, akidosení, algjör sení
- Þórir Hrafn Harðrokksgaur
- Telma Idolstjarna og tilvonandi móðir
- Jón Ólafur Rútustjóri, hagfræðinemi og...
- Jaako og Elina Finnarnir
- Anna Ósk Anna Ósk
- Bidda Bidda
- Helgi Helgi píanósnillingur
- Ásdís guðfræðinemi
- Einar Steinn Einar Steinn, félagi
- Háskólakórinn Heimasíða kórsins
Myndaalbúm
Spurt er
Hvenær ætlar kjaradómur að hækka laun ríkisstarfsmanna?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 2310
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.