Í tíðindum

Þessa daganna er ég að reyna að skilja almennilega þessa Fortran-forritun, skammtafræði, þéttefnisfræði, safneðlisfræði(auðveldasta fagið mitt) ásamt að bursta af stærðfræðigreiningunni minni. Í HÍ-kórnum þá erum við að syngja ýmis verk þó flest á latínu. Framtíðin virðist frekar óákveðin þessa stundina. Ætla í framhaldsnám en hvert. Eru Bandaríkin eini góði möguleikinn...hef ferðast víða en aldrei farið til BNA og er ekkert sérstakt upplaginn í að fara þangað. Trúarofstæki, fordómar á alla vegu, ofstæki, réttur til að bera byssu, ofbeldi, ofbeldi og ofbeldi. Sé ekki venjulega fólkið fyrir öskrandi ofstækisfólki í sjónvarpinu.
Ég keypti nokkrar bækur í dag handa kórvinum mínum. William Shakespeare-complete works handa Einari Steini, síðan einhverjar bækur handa Sólrúnu og Hafdísi. A.m.k 1 listræn, ein tilfinningabók og eitthvað þar á milli.
Úff, ég læri og læri samt finnst mér ég ekki læra neitt. Ég sé veginn og hvað er framundan en það sem er búið finnst mér vera í móðu og nánast ekki neitt. Hvað segi ég við sjálfan mig í svona skapi: Þolinmæði er dyggð, múr byggist á mörgum múrsteinum, mennt er máttur og aldrei gefast upp.
Skrýtið, en allt í einu þegar ég hugsaði um lítið kvæði þá hugsaði ég um Sigurborgu, litlu systur mína. Gæti mögulega verið vegna þess að kvæðið hljómar svona.

Sigga litla systir mín
Situr úti á götu
Er að dugga ánna sín
í ofurlitla fötu
Megiru hvíla í friði, Sigga litla systir mín
Tárin mín, systir mín
Öll í þína fötu
Hér sast þú eitt sinn
á þessari ofurlitlu götu

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Checking the world out, my way

Höfundur

Kristján Haukur Magnússon
Kristján Haukur Magnússon
Eðistræðinemandi við Háskóla Íslands. Tenór við kór sama skóla. Virkur og í stjórn MUN(Model United Nations) Eng:Physics student at the University of Iceland. Tenor at the university chorus. Active in the Model United Nations sociaty.
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Handel
  • Sendiráð Kóreu
  • Listarborgin Osló
  • Ein á flakki
  • Ég í Helsinki

Spurt er

Hvenær ætlar kjaradómur að hækka laun ríkisstarfsmanna?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband