Hulduorka og svartefni

Hulduorka er í kringum 70%, svartefni í kringum 25% og venjulegt efni er í kringum 5% af efninu í alheiminum, með venjulegu efni þá meina ég hið sýnilega efni. Ég vona virkilega að hægt verði að sjá hinar ýmsu bóseindir í hraðalinum. Er efins um að þetta muni valda heimsendi. Ég er nokkuð viss um að þessar eindir séu þarna og hafi sína árekstra.

Hvaða rök andstæðingar tilrauninnar hafa er ég ekki viss um. Held það þurfi nú eitthvað aðeins meira en eindahraðall til að skapa svarthol. Hljómar fyrir mér eins og vísindaskáldskapur...

Ef þið viljist fræðast um þetta þá getið þið t.d litið á vísindavef háskóla Íslands(visindavefur.hi.is), vef NASA(www.Nasa.gov) eða vef CERN(www.cern.ch)


mbl.is Ekki hætta á ragnarökum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Viðar Freyr Guðmundsson

Þetta er bara Y2K brjálæði í fólki enn einusinni..

'Þó að úflurinn hafi aldrei sést, þýðir það ekki að hann sé ekki til. úlfur! úlfur! '

Viðar Freyr Guðmundsson, 29.6.2008 kl. 20:29

2 identicon

Öll "svarthol" sem munu/myndu myndast eru of lítil til að viðhalda sjálfum sér. Þannig fólk þarf ekki að hafa neinar rosalega áhyggjur, í versta falli þá myndi hraðalinn hverfa :D

Steinar (IP-tala skráð) 29.6.2008 kl. 22:51

3 identicon

Það er nú vonandi að hann geti búið til svarthol, þessi hraðall, annars er hann vel hugsanlega ein mesta tíma- og peningasóun sögunnar. ;)

En já, óttinn við svarthol er byggður á misskilningi á því hvernig svarthol virki. Í fyrsta lagi eyðast þau upp vegna Hawking-geislunar, svokallaðrar (sem ég er reyndar ekki 100% viss um að sé búið að sanna ennþá, hehe) þannig að þau þurfa að vera ansi massamikil til að vera ógn. Í öðru lagi vappa þau ekki um og éta upp heiminn frekar en aðrir massar. Munurinn er sá að það sem fer inn í svartholið verður ekki barið af með árekstri við annan hlut.

Gott er að ímynda sér þetta svona. Ef jörðin yrði skyndilega að svartholi, þá myndi ekkert breytast í sólkerfinu. Tunglið héldi sporbaug sínum, og jörðin (sem mér skilst að væri þá á stærð við meðalstórt sófasett) myndi halda áfram á sömu braut í kringum sólina.

Þetta er vegna þess að massi jarðarinnar myndi ekki breytast, eingöngu rúmið sem þyrfti til að halda henni inni í, m.ö.o. er þyngdaraflið alveg jafn sterkt, það hefur bara þennan skemmtilega eiginleika að nær því sofast jafnvel ljósið sjálft inn í þyngdarsviðið. Tungilð, til dæmis, myndi engu frekar sogast inn í jörðina vegna þess að það myndi halda áfram að hitta ekki, detta framhjá, detta aftur í átt að henni, ekki hitt, og detta aftur framhjá... þ.e.a.s. vera á sporbaug.

Þannig að þessi ótti við svarthol er pínkupons ýktur. Það er sjálfsagt að fara að öllu með gát, en að svartholsmyndun í þessum hraðli einhvern veginn stækki og byrji að éta upp allt í kringum sig er ekki raunverulegur möguleiki. Til þess er einfaldlega ekki verið að búa til nógu stór svarthol, enda þyrftum við að fá massa utan af jörðinni, eða nota jörðina sjálfa, til að búa til svartholið úr, og þar er takmörkun á efni.

Allavega. Ekki láta svartholin hræða þig, vertu spenntur! :) Þessi tilraun verður ein af þeim sem munu skilgreina mannkynið eftir nokkra áratugi. 

Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 30.6.2008 kl. 09:43

Bæta við athugasemd

Hver er summan af átta og fimmtán?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Checking the world out, my way

Höfundur

Kristján Haukur Magnússon
Kristján Haukur Magnússon
Eðistræðinemandi við Háskóla Íslands. Tenór við kór sama skóla. Virkur og í stjórn MUN(Model United Nations) Eng:Physics student at the University of Iceland. Tenor at the university chorus. Active in the Model United Nations sociaty.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Handel
  • Sendiráð Kóreu
  • Listarborgin Osló
  • Ein á flakki
  • Ég í Helsinki

Spurt er

Hvenær ætlar kjaradómur að hækka laun ríkisstarfsmanna?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 2310

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband