Ferðalög ársins

Ég segi við sjálfan mig að ég hafi ferðast nóg á árinu en samt vill ég ferðast meira.

Í febrúar fór ég í tíu daga til Finnlands á FinMUN sem var algjört æði, 8 dagar í Noregi á IscoMUn sem var alveg rosalega gaman, tvær vikur í Ástralíu og nokkrir dagar í Singapore. Helgi í Englandi, smástopp á Shetlandseyjum, tvær vikur í Tékklandi og rúm vika á Spáni og önnur slík í Frakklandi. 3 dagar á Færeyjum. Síðan má ég ekki gleyma hinni Finnlandsferðinni þar sem við stoppuðum við í Stokkhólmi, Svíþjóð  í nokkrar klst áður en við tókum ferjuna til Helsinki. Var algjört æði að vera þar þegar og eftir að Finnar unnu Eurovision. Þá var það HARD ROCK halleluja. Veit ekki hvort ég ætti að telja með Danmörk þar sem ég stoppaði þar eingöngu á flugvellinum.

Leggjum þetta saman: 10+8+14+3+2+1+14+9+9+3+1+8=82 dagar eða u.þ.b 3 mánuðir af þessu ári sem ég hef ekki verið á Íslandi.

Á næsta ári þá var ég að hugsa um að fara aftur til Finnlands og fara í u.þ.b viku til Toronto, Ontorio, Kanada. Aftur til Frakklands,færeyja og skreppa svona eina helgi til Aarhus, Danmörku. Möguleiki á Kína og Japan. Rússland er líka stór möguleiki. Eistland+Litháen kannski. Líkur á Austurríki, Sviss og Belgíu. Fara til Ítalíu á Ítölskunámskeið í 2-3 vikur hljómar nice. Síðan ætti ég að fara í heimsókn til Ingu Láru frænku, helst þá vera á hóteli þar sem ég þoli ekki eiginmanninn hennar, bölvaðan ruddan.

Ég gleymi stundum að nefna roadtrip ársins sem ég, Einar Steinn og Doddi fórum. Hringurinn á einni helgi. Þetta var eins konar pílagrímsferð að Gunnarshúsi við Skriðuklaustur. Sváfum fyrstu nóttina í húsi á suðurlandi sem fjölskylda hans Dodda á. Síðan ókum við og sváfum í skógi sem ég man aldrei hvað heitir en var víst svona verslunarmannahelgisstaður fyrir nokkrum áratugum síðan. Fórum að Skriðuklaustri, skoðuðum okkur um, keypti bækur eins og Fjallkirkjuna. Fórum síðan í sund á Egilsstöðum, fengum okkur eftir á að borða í Hamborgarabúllunni. Ókum til Akureyrar þar sem ég stoppaði í mat hjá Gurru frænku og fjölskyldu í u.þ.b 2-3 klst. Brunuðum við síðan til Reykjavíkur þar sem ég átti flug næst dag til Englands.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Let the good times roll.

Við gistum í Atlavík á öðru kvöldi Road-tripsins. Húsið sem fjölskylda Dodda á hetir Holt og er á Síðu.  

Einar Steinn (IP-tala skráð) 4.12.2006 kl. 00:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Checking the world out, my way

Höfundur

Kristján Haukur Magnússon
Kristján Haukur Magnússon
Eðistræðinemandi við Háskóla Íslands. Tenór við kór sama skóla. Virkur og í stjórn MUN(Model United Nations) Eng:Physics student at the University of Iceland. Tenor at the university chorus. Active in the Model United Nations sociaty.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Handel
  • Sendiráð Kóreu
  • Listarborgin Osló
  • Ein á flakki
  • Ég í Helsinki

Spurt er

Hvenær ætlar kjaradómur að hækka laun ríkisstarfsmanna?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 2310

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband