Lost & found, jólin og MUN

Rosalega varð ég ánægður í gærkveldi þegar Gísli Tenór fann aftur bakpokann sinn. Við vorum á Cultura seinnastliðið fimmtudagskvöld og hafði ég verið seinnasti gaurinn að fara. Ég leit í kringum borðið og og sá bara dótið hans Gunna Þorgils en ekki bakpokann hans Gísla Leifs. Var ég þá nokkuð öruggur að hann hefði tekið hann en annað kom upp á bátinn næsta dag. Vorum við hræddir um að einhver hafi stolið bakpokanum hans en ég er hæstánægður að það hafi ekki verið tilfellið í þessu máli.
Ég er byrjaður að pæla og kaupa jólagjafir, læra undir próf og er orðinn eitthvað ruglaður í öllu stressinu. Nú er bara að pæla og hugsa, var að pæla að búa til svona tenórboli og gefa hinum tenórunum í kórnum mínum. Æðislegir náungar að syngja og vera með.
Partar úr ferðasögum mínum: Ég, Anna Pála, Lilja, Anna Þordís, Varði og Garðar úti í Bergen, Steinhissa á að Friday´s sé djammstaður út í Noregi.
Hvert er ég að vonast til þess að fara á næsta vormisseri: Finnland, Kanada, jafnvel Sviss ef enginn af hinum í MUN-stjórnunarliðinu nennir þá lít ég á þetta sem skyldu mína að standa fyrir eldinn, ísinn og hafið í kring. Ísland er landið og allt það, en að öllum líkindum þá er verið að senda norrænan þáttakendahóp til Geneva. Jæja, best að fara að læra en fyrst taka þetta ógeðslega panodil sem pabbi keypti fyrir slíminu í hálsinum. Ef ég hef ekkert annað þá hef ég fjölskylduna...

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Checking the world out, my way

Höfundur

Kristján Haukur Magnússon
Kristján Haukur Magnússon
Eðistræðinemandi við Háskóla Íslands. Tenór við kór sama skóla. Virkur og í stjórn MUN(Model United Nations) Eng:Physics student at the University of Iceland. Tenor at the university chorus. Active in the Model United Nations sociaty.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Handel
  • Sendiráð Kóreu
  • Listarborgin Osló
  • Ein á flakki
  • Ég í Helsinki

Spurt er

Hvenær ætlar kjaradómur að hækka laun ríkisstarfsmanna?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 2310

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband