30.11.2006 | 07:48
nær engin vikmörk, dónaskapur, smámunasemi og rautt nef
Ég hef ekkert á móti því að hækka sektirnar ef það virkar en vikmörkin voru fín eins og þau voru. Svo virðist sem undanfarið að lögreglan þurfi ekki annað en að koma með tillögu að lögum, næsta dag þá byrji umræðan og eftir mánuð þá er tillagan orðin að lögum. 5 km vikmörk er of lítið og rosalega auðvelt fyrir lögregluna að misnota aðstöðu sína með því að sekta fólk sem fer 6 km yfir hámarkshraða t.d á mörgum götum borgarinnar þar sem stendur 60, 70 eða 80.
Venjulegir lögreglumenn er bara að gera starf sitt og auka þarf umferðaröryggi, sérstaklega á landsvegum. Ég nenni ekki að þurfa alltaf að vera að stara á hraðamælirinn hvort hann sé á 56 eða 66. Það á ekki að breyta miklu, augljóslega þá er samgönguráðherra ósammála mér.
Ef það er eitthvað sem fer í taugarnar á mér er þegar lögreglumönnum, flugvallarstarfsfólki o.fl leyfist að vera með stæla, ruddaskap eða yfirleitt dónaskap þegar ég hef ekki gefið neitt tilefni til. Það má vel vera að vinnudagurinn sé langur hjá þessu fólki en hann er líka langur hjá mér og ekki sé ég mikla þörf til að vera með stæla. Þannig að: gott fólk, verið kurteis hvort við annað, það kostar ekki neitt.
Jæja, á meðan lögreglan fær ekki að ganga með byssur. Ef það er einhverjum sem ég treysti ekki til að ganga með byssu þá eru það ALLIR.
Ekki til að vera smámunasamur en ég var nokkuð viss um að gjaldmælarnir í miðbænum væru gjaldfrjálsir eftir kl 18:30. Því ég tek nokkuð oft eftir fólki að sekta t.d í kringum regnbogann rétt eftir 8 á kvöldin. Má fólk endilega leiðrétta mig ef þetta er rangt hjá mér.
Í lokin þá vill ég minna fólk á að kaupa rautt nef því dagur rauða nefsins á morgunn og fer hagnaðurinn í gott málefni.
Athugið: Eftirfarandi eru bara mínar skoðanir en ekki skoðanir félagshópa sem ég er í.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál | Breytt s.d. kl. 08:59 | Facebook
Um bloggið
Checking the world out, my way
Tenglar
Hversdagslistinn
Síðurnar sem ég fer á hverjum degi
- Ríkissjónvarpið Þar sem ég næ fréttunum, er oft í skólanum meðan fréttir eru
- Morgunblaðið Þar sem ég les ekki sorprit eins og DV
- Geimur Geimur, 69 whatever
- Batman Eitt sinn var tilvera.is líka, en nú bara b2
Model UN
Model United Nations
- Student-symposium Happens in Prague
- SweMUN happens in Uppsala
- FinMUN Happens mainly in Helsinki
- IscoMUN Happens in Oslo
Skólinn
Ýmislegt skólatengt
- Bókasala stúdenta We sell books
- Stigull Félag eðlisfræði- og stærðfræðistúdenta
Kórinn
Heimasíður fólk í háskólakórnum
- Einar Einar tenór, ættaður úr Súðavíkinni
- Erna María Sálfræðinemi
- Harpa
- Hlín
- Linda
- Steinunn
- René Giftur og ánægður
- Sigurást Alltaf hress
- Sara Píanó og partý
- Hafdís Partýstelpa
- Gauji Alltaf Hress
- Gísli Tölvusení, kórsení, akidosení, algjör sení
- Þórir Hrafn Harðrokksgaur
- Telma Idolstjarna og tilvonandi móðir
- Jón Ólafur Rútustjóri, hagfræðinemi og...
- Jaako og Elina Finnarnir
- Anna Ósk Anna Ósk
- Bidda Bidda
- Helgi Helgi píanósnillingur
- Ásdís guðfræðinemi
- Einar Steinn Einar Steinn, félagi
- Háskólakórinn Heimasíða kórsins
Myndaalbúm
Spurt er
Hvenær ætlar kjaradómur að hækka laun ríkisstarfsmanna?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég gleymdi alveg að kaupa rautt nef, en er meira en til í að styðja gott málefni.
Ég er hins vegar oft með rautt nef um helgar, svo það vegur kannski eitthvað...
Einar Steinn (IP-tala skráð) 4.12.2006 kl. 20:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.