13.11.2008 | 02:24
Jamm...27 ára afmæli mitt
Vá 3 ár í 30, meh...life goes on og allt það, hef gott líf, þekki skemmtilegt fólk og á heima í æðislegu landi...áður en ég spring úr nostalgíu þá ætla ég að setja linka á nokkur góð lög sem minna mig á hvaða skilaboð sjónvarpið sendi frá sér þegar maður var barn.
Þegar ég var 5 ára þá horfði ég mikið á He-man, varð ekki jafnhrifinn af She-Ra þótt að ég hafi kunnað ágætlega við þann þátt sökum einhverra ástæðna. Lagið við þetta myndband upphefur líka fjölskyldugildi og oft á endanum á þáttunum þá voru einhver skilaboð til krakka...
Þegar ég var 6-8 ára þá horfði ég mikið á thundercats, man að ég hélt fast við thundercats-sverðið mitt þegar ég var 6 ára að sofa og trúði því fast að þá gæti ég varið mig gegn svarta kettinum hennar Grýlu sem beið mín undir rúminu. Þessi þáttur upphefur heiðarleika, tryggð og kænsku
Captain Planet, horfði reyndar aldrei sérstaklega mikið á hann en hann upphefur heimsfrið og náttúruvernd. Verð að játa að þessir þættir virðast oft ganga út á það að heimurinn sé svartur og hvítur, góður og vondur...voðalega lítill hluti af honum virðist kenna fólki það að bera ábyrgð, frekar leita sökudólga að vandamálum okkar Kunni ágætlega við lýsingu eins grínista á honum: "The silver surfer's gay brother"
Strumparnir, horfði á þá þegar ég var 7 ára og yngri síðan töpuðu þeir sjarma sínum eins og stundin okkar. Það er heil haugur af bláum litlum strumpum en bara einn kvenstrumpur, síðan er foringji þeirra gamall gaur í rauðu. Þessi þáttur upphefur sósíalisma, samstarf og að vera ekki hrædd við þá sem eru stærri en við.
Þetta er Unicef video um strumpanna, ég sé bæði húmórinn og skilaboðin sem þetta á að koma með, má vel minna sjálfan mig á það að í einni smásögu minni í 'Creative Writing' þá gerðist einmitt þetta við strumpanna...
Superman, var alltaf hrifinn af honum. Upprunalega kanadísk hugmynd en keypt af DC comics af kanadabúum. Superman upphefur hin ameríska draum*, þ.e þau gildi sem Bandaríkjamenn segjast standa fyrir. Ákveðinn bandarískur þingmaður notaði þau rök gegn Íslendingum að við ættum ekki að vera í öryggisráðinu sökum þess að við værum ekki með neinn her. Á sama hátt ætti ríki sem framleiðir ótrúlega mikið magn af vopnum og bæði gefur og selur þau hægri og vinstri ekki að fá að ákveða heraðgerðir. Þeir eru þar bara alls ekki hlutlausir.
Superman(súpermann) og Captain Marvel(Kafteinn Frábær), þegar ég var lítill sá ég þennan bardaga oft í gömlum cartoon network þáttum. Þeir upphefja samt sömu gildi.
Um bloggið
Checking the world out, my way
Tenglar
Hversdagslistinn
Síðurnar sem ég fer á hverjum degi
- Ríkissjónvarpið Þar sem ég næ fréttunum, er oft í skólanum meðan fréttir eru
- Morgunblaðið Þar sem ég les ekki sorprit eins og DV
- Geimur Geimur, 69 whatever
- Batman Eitt sinn var tilvera.is líka, en nú bara b2
Model UN
Model United Nations
- Student-symposium Happens in Prague
- SweMUN happens in Uppsala
- FinMUN Happens mainly in Helsinki
- IscoMUN Happens in Oslo
Skólinn
Ýmislegt skólatengt
- Bókasala stúdenta We sell books
- Stigull Félag eðlisfræði- og stærðfræðistúdenta
Kórinn
Heimasíður fólk í háskólakórnum
- Einar Einar tenór, ættaður úr Súðavíkinni
- Erna María Sálfræðinemi
- Harpa
- Hlín
- Linda
- Steinunn
- René Giftur og ánægður
- Sigurást Alltaf hress
- Sara Píanó og partý
- Hafdís Partýstelpa
- Gauji Alltaf Hress
- Gísli Tölvusení, kórsení, akidosení, algjör sení
- Þórir Hrafn Harðrokksgaur
- Telma Idolstjarna og tilvonandi móðir
- Jón Ólafur Rútustjóri, hagfræðinemi og...
- Jaako og Elina Finnarnir
- Anna Ósk Anna Ósk
- Bidda Bidda
- Helgi Helgi píanósnillingur
- Ásdís guðfræðinemi
- Einar Steinn Einar Steinn, félagi
- Háskólakórinn Heimasíða kórsins
Myndaalbúm
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Thundercats voru awesome! Það vantar algjörlega svona barnaefni í dag. Ekkert He-Man, G.I. Joe, Transformers og hvaðeina. Mér finnst að við ættum að skora á sjónvarpsstöðvarnar að endursýna allt þetta dót...
Einar Þorgeirs (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 22:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning