Kreppan

Enn einu sinni þá hefur eitthvað slæmt gerst á Íslandi. Því miður í stað þess að leita lausna þá virðist fólk vera í því að leita sökudólga. Ég hef persónulega aldrei tekið lán og vonast til þess a.m.k að ég muni aldrei þurfa þess.(kannski námslán í framtíðinni fyrir doktorinn)

Ef ég skamma fólk fyrir að taka lán þá fæ ég alltaf sama svarið: þú verður að eyða peningum til að skapa peninga. Hmm...skil þá hugsun en skil líka þá hugsun að ég get ekki borið meira vatn úr brunninum en kemur úr fötunni. Lán er ekki eitthvað sem ég á eða eins og bók sem ég fæ á bókasafni, ekki aðeins þarf ég að skila peningunum heldur þarf ég að greiða vexti, mögulega verðbætur og í þessu landi okkar uppgreiðslukostnað o.fl.

Fólk talar mikið um ábyrgð, finnst mér persónulega að ég eigi að bera ábyrgð á einhverju sem aðrir gera bara vegna þess að þeir eru eða voru með sama þjóðerni og ég. Ég kenni ekki nútímaþjóðverjum um það sem gerðist í seinni heimsstyrjöldinni. Mér finnst grátbroslegt að sjá þá hegðun af vinum okkar og bandamönnum að reyna að hirða af okkur eignir og vilja fá þær á 5% raunvirði. Eh...þið kallið mig hryðjuverkamann og reynið að gera vont ástand verra í mínu landi. Nú veit ég a.m.k afhverju Ísland á enga óvini, því hver þarf óvini þegar þú átt vini sem koma fram þig svona. Nei takk...

Sökum þess að ég get ekki boðið upp á neinar lausnir, einhliða upptöku Evru, ESB+evra, taka gígantískt lán fyrir einhverju sem kemur Íslenskum almenningi ekki við nema að því leyti að bankarnir voru Íslenskir. Ég er ekki hagfræðingur en ég á mjög auðvelt með að reikna og ég veit að jafnvel lágir vextir af milljörðum eru háar upphæðir. 600 milljarðar = 600 þúsund milljónir eða 2 milljónir á hvern einstakling í landinu. Ég vona bara að þetta fari fljótt af áður en verðbólgan étur upp allt sem almenningur á.

Ætli Íslendingar muni hætta að mótmæla um leið og hægt um gerist...því miður þá held ég það, ekki það ég er ekki mikill mótmælandi í mér en ef Íslenska þjóðin getur ekki gert betur en þetta að upphefja lýðræði sitt og fjárhagslegt sjálfstæði þá get ég ekki gert neitt annað en að mæla með ESB. Veit að Bretar og hinu stóru þjóðirnar myndu valta yfir okkur að vissu leyti en þá geta þeir a.m.k ekki  neitað okkur um gerðardóm eða farið samningsleiðina.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við lánlausa fólkið komum vel út úr þessu í samanburði við hina.  Allt í einu er lánleysi einstaklings orðið gott mál :)

Einar Þorgeirs (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 22:07

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tíu og sjö?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Checking the world out, my way

Höfundur

Kristján Haukur Magnússon
Kristján Haukur Magnússon
Eðistræðinemandi við Háskóla Íslands. Tenór við kór sama skóla. Virkur og í stjórn MUN(Model United Nations) Eng:Physics student at the University of Iceland. Tenor at the university chorus. Active in the Model United Nations sociaty.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Handel
  • Sendiráð Kóreu
  • Listarborgin Osló
  • Ein á flakki
  • Ég í Helsinki

Spurt er

Hvenær ætlar kjaradómur að hækka laun ríkisstarfsmanna?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband