Mun seint gerast

Þetta er mjög gömul hugmynd og oft hefur verið stuðningur meðal lítilla hópa í norðurlöndunum. Hugmyndin út af fyrir sig er alveg ágæt en virkar ekki alveg. Við yrðum að vera áfram ríki innan ríkjasambands til að forðast ofmiðstýrðan kapítalisma. Ákveðinn hópur af svíum virðist oft koma með þessa hugmynd með þeirri trú á að norðurlöndin séu eitt menningarsvæði. Ég hef hitt nokkra sem trúa því að þetta væri gott og reyna þeir alltaf að fá mig til þess að tala við þá á "skandinavísku". Þ.e að ég noti dönskuna mína með sænsku ívafi til að tala við þá. Ef þeir tala hægt og ég tala hægt. Þá virkar það alveg.

Ég er samt ekki alveg á því að gefa upp sjálfstæðið. Við reyndum þetta í 800 ár, einokun, kúgun og að Íslendingar væru einhverskonar annars flokks persónur við Dani. Þótt að ég segi ekki að þetta sé að einhverju leyti enn við lýði(þ.e einokun og kúgun) en þó ekki jafn slæmt. Ég viðurkenni þó að vera partur af svona ríkjasambandi hefði sína kosti, norðurlöndin hefðu meiri áhrif og ítök sameinuð en skipt. En að hugsa um þetta er tilgangslaust, mun aldrei gerast eða betur sagt mjög seint.


mbl.is Vill stofna norrænt ríki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Jón Hreinsson

Talandi um einokun og kúgun.  Íslendingar búa einmitt við slíkann ófögnuð af sínu eigin fólki, þessi misserin.  Er þá ekki gráupplagt að stokka upp ríkjafyrirkomulaginu til að losna við þær blóðsugur?

Sigurður Jón Hreinsson, 27.10.2009 kl. 13:08

2 identicon

fólk er fólk.  sé ekki hvort það breyti miklu hvort okkur sé stýrt af sænskri blóðsugu eða íslenskri. heldur vil ég djöful sem ég þekki.  kæri mig lítið um norrænt ríki.

skari (IP-tala skráð) 27.10.2009 kl. 13:38

3 identicon

Sigurður: Ég er ekki viss um hvort þú sért að tala um verslanir, ríkisstjórnirnar sem hér er nú og hafa verið, heildsalanna eða bara allt saman

Skari: Þetta snýst um traust hjá mér, ég treysti ekki norðmönnum fyrir að deila fisk með okkur, treysti Svíum alls ekki fyrir félagskerfinu og Danir eru svo bitrir út í innflytjendur sína að ég veit ekki hvort ég eigi að treysta þeim fyrir slíkum lögum. Ég a.m.k vill ekki heyra um neina þjóðernisflokka sem ganga um, benda á einhvern sem er öðruvísi og segja út. Nei takk, það er ekki mitt Ísland. Ég á ekki heima í Texas. Menn eru menn og þar á ég við alla. Allt í lagi, takmarka innflytjendafjölda en það þarf að fara rosalega varlega í allt þannig orðalag. 

Kristján Haukur Magnússon (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 07:27

4 identicon

Gunnar Gunnarson hélt til að mynda uppi þessari hugmynd á sínum tíma og fékk lítinn hljómgrunn.

Einar Steinn Valgarðsson (IP-tala skráð) 1.12.2009 kl. 19:36

5 identicon

Minni svo á opna bænaskjalið sem ég tileinkaði Haraldi V Glücksburg árið 2004: http://einarsteinn.blogspot.com/2004/06/me-essa-vafasmu-stu-sem-virist-komin.html

Einar Steinn Valgarðsson (IP-tala skráð) 1.12.2009 kl. 19:39

Bæta við athugasemd

Hver er summan af átta og nítján?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Checking the world out, my way

Höfundur

Kristján Haukur Magnússon
Kristján Haukur Magnússon
Eðistræðinemandi við Háskóla Íslands. Tenór við kór sama skóla. Virkur og í stjórn MUN(Model United Nations) Eng:Physics student at the University of Iceland. Tenor at the university chorus. Active in the Model United Nations sociaty.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Handel
  • Sendiráð Kóreu
  • Listarborgin Osló
  • Ein á flakki
  • Ég í Helsinki

Spurt er

Hvenær ætlar kjaradómur að hækka laun ríkisstarfsmanna?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband