27.10.2009 | 12:58
Mun seint gerast
Þetta er mjög gömul hugmynd og oft hefur verið stuðningur meðal lítilla hópa í norðurlöndunum. Hugmyndin út af fyrir sig er alveg ágæt en virkar ekki alveg. Við yrðum að vera áfram ríki innan ríkjasambands til að forðast ofmiðstýrðan kapítalisma. Ákveðinn hópur af svíum virðist oft koma með þessa hugmynd með þeirri trú á að norðurlöndin séu eitt menningarsvæði. Ég hef hitt nokkra sem trúa því að þetta væri gott og reyna þeir alltaf að fá mig til þess að tala við þá á "skandinavísku". Þ.e að ég noti dönskuna mína með sænsku ívafi til að tala við þá. Ef þeir tala hægt og ég tala hægt. Þá virkar það alveg.
Ég er samt ekki alveg á því að gefa upp sjálfstæðið. Við reyndum þetta í 800 ár, einokun, kúgun og að Íslendingar væru einhverskonar annars flokks persónur við Dani. Þótt að ég segi ekki að þetta sé að einhverju leyti enn við lýði(þ.e einokun og kúgun) en þó ekki jafn slæmt. Ég viðurkenni þó að vera partur af svona ríkjasambandi hefði sína kosti, norðurlöndin hefðu meiri áhrif og ítök sameinuð en skipt. En að hugsa um þetta er tilgangslaust, mun aldrei gerast eða betur sagt mjög seint.
Vill stofna norrænt ríki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
22.10.2009 | 21:27
Hugsanlega? hugsanlega þá getur það verið verðlagið, kreppan, tíska eða eitthvað annað
Já, verðlagið hefur hækkað a.m.k hvað okkur íslendinga varðar. Þetta á sérstaklega við um diska eftir erlenda tónlistamenn, tölvuleiki o.fl o.fl. Einn geisladiskur kostar nú 3000+ með erlendum tónlistamönnum.
Ég ætla mér hér að gagnrýna fréttastofu útvarps sem greinlega er á vegum STEF því þeir tóku þessa frétt og styttu algjörlega allan vafa úr fréttinni um hvort eða ekki þetta væri niðurhleðslu af netinu að kenna. Spurning um að neytendastofa fái einn þátt þar sem RÚV virðist stundum bara ekki getað talað fyrir fólkið. Bara fyrirtæki, samsteypur, stofnanir, banka og ríkið. Það má vera að þetta heiti ríkisútvarpið en það er borgað með nefskatti á almenning. Ef svona heldur áfram þá verður bara að taka RÚV2 í burtu og byrja nýja stöð stöð almenningsins.
Niðurhal af netinu hefur áhrif | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.8.2009 | 15:41
Bandaríkin hafa ekki val sem höfuðstöðvar SÞ, verða að taka á móti Líbýu
Í New York er höfuðstöðvar Sameinuðu Þjóðanna. Þar safnast saman allar þjóðir Sameinuðu Þjóðanna, þ.á.m. er Líbýa. Ef Bandaríkin ætla að fara að neita einstaka þjóðarleiðtogum að taka þátt í ráðstefnum SÞ vegna þess að þeir(BNA) eru í fýlu út af einhverju ákveðnu máli þá er bara kominn tími til þess að færa höfuðstöðvarnar til lands sem er meira hlutlaust. Ekki það, miðað við það sem ég hef séð, þá virðist áhrif Kína, BNA, Rússlands o.fl. ná ansi langt. Ég veit að Frakkland og Bretland eru ennþá tæknilega séð P5(permanent members) en held nú að það sé nú bara sökum sögulegs samhengis og muni ábyggilega breytast með tímanum.*
Í sambandi við tjaldið, hvar í ósköpunum ætti hann að tjalda, New York er risaborg en það er mun erfiðara að vernda tjald en hús. Held að blessaður maðurinn verði bara að gjöra svo vel að bregða út frá venju. Enda er að hausta í New York og að kólna smá.
*veit einhver um dæmi að Bandaríkjamenn hafi neitað þjóðarleiðtogum að taka þátt í ráðstefnum SÞ. Þá er ég ekki að tala um að hóta að handtaka þá sökum meintra stríðsglæpa eða slíks.
Vilja ekki tjaldbúann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.6.2009 | 01:45
Frábær tónlistmaður fallinn
Nokkur lög/dansar eftir Michael Jackson/a few songs/dances by Michael Jackson
Smooth Criminal
Thriller
Beat it
Earth song
Heal the world
Black and white-live (MTV version: http://www.youtube.com/watch?v=YVoJ6OO6lR4 )
Bad
ABC með the Jackson five
Blame it on the boogie
Will you be there
Vertu sæll, Michael.
Lát Jacksons staðfest | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 02:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.3.2009 | 02:16
Til að nota tímann í eitthvað!?
...til að eyða tíma. Ég veit að þetta er fangelsi en fá þessir menn ekki bækur, sjónvarp, líkamsræktarsal o.fl. Ég eyði a.m.k 60% af mínum frítíma í að lesa bækur, líkamsrækt og sjónvarpið. Ég er reyndar nörd af hárri gráðu*. Hvernig eru lífsskilyrðin í þessu fangelsi, ef þeir hafa ekkert að gera þá gerist ekkert nema pirringur og læti. Ég veit að ég yrði brjálaður ef ég hefði ekkert nýtt að lesa eða horfa á. Ég get ekki eytt mínum tíma í að horfa á fótboltaleiki(geri undantekningar fyrir vini). Ég trúi satt að segja hvorki á þeirra refsingarkerfi(allt of harkalegt) né okkar(allt of vægt). Hlýtur að vera til góður meðalvegur. En ég ætti kannski ekki að segja mikið, geri aldrei neitt af mér, aldrei farið í fangelsi.
*Fer reglulega í leikhús, horfi á margar heimildamyndir, les sögubækur o.fl mér til gamans, fer oft í bíó, les líka myndasögubækur, uppáhaldsspilið mitt er Trivial Pursuit, dansa Salsa og nokkra aðra samkvæmisdansa, er enn í eðlisfræðinámi og hef sungið a.m.k 11-13 ár í kór. Ég elska lífið mitt, það er æðislegt.Stunda líka bandý o.fl. þegar ég hef tíma.
Grófu sig út í frelsið með naglaklippum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.3.2009 | 08:45
Held að enginn hafi heyrt af þessu
Hvernig og hvar auglýsti markaðsfræðingurinn þetta? Ég heyrði nákvæmlega ekkert af þessu, lágmark að setja þetta sem atburð í facebook eða eitthvað. Legg til að markaðsfræðingurinn noti menntun sína næst og auglýsi þetta með aðeins meiri fyrirvara ef hann ætlast til þess að fólk mæti. Ef enginn heyrir af þessu, þá kemur enginn. Jóhanna er með stuðning margra í samfylkingunni a.m.k að því sem maður les af í blöðum, facebook og sér í sjónvarpi.
Enginn mætti í blysförina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.2.2009 | 23:14
Erfið spurning
Var spurður að flókinni spurningu: sem meðlimur í MUN samtökum, hvaða stjórnmála - lífs-, og trúarskoðanir aðhyllist fólkið sem þú umkringist í þeim samtökum.
Í fyrsta lagi, spurningin segir mér það að spyrjandinn veit ekki hvað MUN er, Model United Nations eru samtök þar sem IceMUN halda ráðstefnur á Íslandi. Þetta eru að vissu leyti ungliðahreyfing fyrir sameinuðu þjóðirnar þar sem við reynum að fá fólk til að setja sig í spor annarra menningarheima.
Fólkið sem ég hef umkringst í þessum samtökum hafa komið allsstaðar að, frá öllum 6 byggilegu heimsálfunum, það er sem dæmi fólk frá Súdan, Kína, S- og N- Kóreu, Víetnam(S- og N), Þýskalandi, Frakklandi, Búlgaríu, Kyrgistan, Kasakstan, Japan, Zimbawe, S-Afríku, Englandi, Skotlandi, Írlandi, Ástralíu o.fl.
Trúarbrögðin sem þetta fólk hefur aðhyllst eru mjög margar, sem dæmi: búddismi, kristni, hindúismi, Íslam(múslimar) og mörg önnur trúarbrögð sem eg er ekki viss um hvernig á að stafa(shikh? baháí?).
Orðið lífsskoðun, ég hef ekki hugmynd um hvernig ég á að geta náð yfir þessa spurningu. Fólkið sem ég hef hitt hefur verið fanatískt á marga vegu og rólegt á marga vegu. Lífsskoðanir þeirra voru jafnmargar og persónuleikarnir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.2.2009 | 06:40
Bjartsýn lögregla
Handteknir fyrir stripl í flugstöð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.1.2009 | 12:02
Hvet fólk til að vera með endurskinsmerki
Ekið á barn við Hólabrekkuskóla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.12.2008 | 06:41
Svartur dagur í nafni friðar
Óverjandi aðgerðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Checking the world out, my way
Tenglar
Hversdagslistinn
Síðurnar sem ég fer á hverjum degi
- Ríkissjónvarpið Þar sem ég næ fréttunum, er oft í skólanum meðan fréttir eru
- Morgunblaðið Þar sem ég les ekki sorprit eins og DV
- Geimur Geimur, 69 whatever
- Batman Eitt sinn var tilvera.is líka, en nú bara b2
Model UN
Model United Nations
- Student-symposium Happens in Prague
- SweMUN happens in Uppsala
- FinMUN Happens mainly in Helsinki
- IscoMUN Happens in Oslo
Skólinn
Ýmislegt skólatengt
- Bókasala stúdenta We sell books
- Stigull Félag eðlisfræði- og stærðfræðistúdenta
Kórinn
Heimasíður fólk í háskólakórnum
- Einar Einar tenór, ættaður úr Súðavíkinni
- Erna María Sálfræðinemi
- Harpa
- Hlín
- Linda
- Steinunn
- René Giftur og ánægður
- Sigurást Alltaf hress
- Sara Píanó og partý
- Hafdís Partýstelpa
- Gauji Alltaf Hress
- Gísli Tölvusení, kórsení, akidosení, algjör sení
- Þórir Hrafn Harðrokksgaur
- Telma Idolstjarna og tilvonandi móðir
- Jón Ólafur Rútustjóri, hagfræðinemi og...
- Jaako og Elina Finnarnir
- Anna Ósk Anna Ósk
- Bidda Bidda
- Helgi Helgi píanósnillingur
- Ásdís guðfræðinemi
- Einar Steinn Einar Steinn, félagi
- Háskólakórinn Heimasíða kórsins
Myndaalbúm
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar