17.3.2008 | 02:29
Fox news er ekki alvöru fréttastöð
Fox news kallar sjálfa sig hlutlausa fréttastöð. Þetta er öfgahægrisinnuð fréttastöð. Þeir leyfa engum að tala sem kemur með rök á móti þeim boðskap sem þeir trúa á. Þeir reyna ekki einu sinni að þykjast vera hlutlausir fyrir utan slagorð stöðvarinnar. Þeir ráðast yfirleitt á allt sem þeir skilgreina sem vinstri sinnað.
Þannig að stóra spurningin er ekki afhverju Obama er ekki búin að koma í þáttinn hjá þeim. Fremur ætti maður að spyrja sig, afhverju ætti hann að gera það.
Fox reynir að svæla Obama út úr greninu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.3.2008 | 18:36
Leikin verkföll
Ekki er ég hissa ef um er verið að ræða aukaleikaranna. Það er oft verið að gefa þeim lítið. Samt ef um er að ræða stóru nöfnin þá mætti alveg ræða það með því að árangurstengja launin þeirra sem væri þá aftur áhættusamt fyrir leikarann sjálfan.
Persónulega var ég orðinn svolítið þreyttur á verkfalli handritshöfunda og varla haft fyrir því að kveikja á bandarískum sjónvarpsþáttum, finnst mér þetta svolítið samræmd tímasetning. Spurning um hvort að þetta hafi verið að vilja gert til að skapa aukaþrýsting á kvikmyndaverin sem eru að moka oft inn milljörðum á meðan þeir gefa leikurunum+tæknimönnum+handritshöfundum milljónir. En þó má alltaf minnast á að kvikmyndaverin taki "áhættuna".
4.3.2008 | 01:18
Tónleikahald á Íslandi
Er það bara ég eða er verð á tónleikum farið upp úr öllu valdi. Ég skammaði sjálfan mig ef ég keypti miða á tónleika á 5000. Nú er verð á tónleikum komið upp í 7000, 8000, 9000. Hver ber ábyrgð á þessari bábilju. Verðbólgan eða græðgi? Veðja reyndar á bæði. Set hérna myndband af Eric Clapton en tónleikar með honum eru c.a á 7900/8900.
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.3.2008 | 01:01
Karlremba
Fór á góða mynd og hafði gaman af þegar einn málsháttur var sagður og allir göptu af hneykslan:
"There´s an egyptian saying, beat up your wife twice everyday, if you don´t know the reason, she knows it".
Horfði á góðan grínista segja þetta í gamalli mynd.
"You notice how many comedians often start their lines with: "my wife is so fat..." or "my wife is so ugly...". Have you ever wondered and asked yourself: "why do they marry these people?". "Oh, baby...oh...I can´t breath, literally, get off me you ugly pig".
23.2.2008 | 17:51
Pólítík - að vera diplómatískur
Eitt er það að vera með skoðanir, það má tjá þær á ýmsan máta. Mugabe er rasisti og er meinilla við allt hvítt fólk. Sérstaklega er hann hrifinn að kalla aðra rasista ef þeir sjá eitthvað að hvernig hann stýrir landi sínu. Hann er algjör ídealisti, hann vildi losna við allt fátækt fólk úr landi sínu. Hvað gerir hann, eyðileggur heimili þeirra og rekur það úr borgunum. Hann nær bannar frjálsa fjölmiðlun og er því meinilla við flestalla erlenda fjölmiðla. Það ætti líka einhver að kenna honum reglu um hófsemi og að taka hlutum hægt. Ef hann ákveður eitthvað þá á það að gerast núna. Sem oftast nær hefur ekki góð áhrif á samfélagið í heild sinni. Enginn aðlögunartími.
Ég get fátt annað sagt en að ég voni innilega fyrir hönd Zimbabwe að hann hrekjist frá völdum. Ég er mest hissa á þessum ofstækissinna að hafa ekki sett herlög eða gert sjálfan sig að kóng.
Mugabe sækist eftir endurkjöri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.2.2008 | 05:37
Give me liberty or give me death
Serbar eru með stuðning ríkja eins og Kína og Rússland. Hinsvegar er Kosovo-héraðið/landið með stuðning Bandaríkjanna. ESB er náttúrlega klofið, ég skil t.d alveg afhverju Spánn getur ekki bara leyft einhverju landi að koma með einhliða sjálfstæðisyfirlýsingu*.
Ég býst við því að ríkisstjórnin sé að bíða eftir hinum Norðurlöndunum. Allt of oft virðist ríkisstjórnin vera hrædd að styggja hinar þjóðirnar ef við tökum afstöðu.
Hinsvegar er ég aldrei hrifinn af einhliða yfirlýsingum en ég stórefa að Serbía sé að fara að leyfa Kosovo að vera alveg sjálfstætt. Hvora leiðina sem þetta endar þá er þetta hættulegt ferli. Borgarstyrjöld núna eða sá möguleiki að Kosovo verði aldrei almennilega sjálfstætt. Hverjir eiga að koma í veg fyrir stríð ef öryggisráðið, ESB og NATO eru föst í deilu.**
*T.d Katalónía
**Tilvitnun: "Give me liberty or give me death", svo virðist sem Kosovo hafi valið þessa leið
Serbar ógilda" sjálfstæðisyfirlýsingu Kósóvó | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.2.2008 | 00:59
Skálholtsferð kórsins
Spenntur sótti ég Colin og Einar Stein, keypti nýja hátalara, mat og fór af stað. Þetta var á föstudaginn. Áætlunin var sú að fara Þrengslin. Keypti mat í staldrinu, Einar og Colin borðuðu hann í bílnum á leiðinni, ég stoppaði hjá litlu kaffistofunni og borðaði hann snögglega. Síðan hélt ég áfram. Auðvitað var rosaþoka. Ég ek þarna ekki oft og sá ekkert hvar ég var en missi af beygjunni sök þess að ég sá hvorki skilti né beygjuna sjálfa. Ek áfram og held að beygjan sé alveg að fara að koma en ekkert gerist. Ekki vildi betur til en ég keyrði heiðina. Vegurinn var mjög erfiður og heimtaði alla mína athygli. Því vindurinn var oft nálægt því að ýta bílnum af. Ekki hjálpaði þessi rosahálka heldur en þrisvar sveigðist bíllinn í aðra átt, má ég þakka ökureynslu minni og heppni að hafa komist þetta af. Síðan sá ég Hveragerði og vissi þá fyrst að ég hafði keyrt heiðina.
Félagar mínir margþökkuðu mér fyrir að keyra. Eins og ég sagði við þá, eina sem ég gerði var að keyra. Er bara feginn að þetta er búið. Vona ég innilega að lenda ekki í þessu aftur. Hafði ég heyrt að Heiðin væri lokuð og hélt að það væri eitthvað þá fyrir veginum, lögreglubílar eða eitthvað. Jæja, við komumst lífs af og alla leið til Skálholts.
Síðan komum við í Skálholt, æfðum ýmis lög og höfðum gaman af. Ekki vildi þó betur til en þreyta frá liðinni viku tók sinn toll og ég lagði mig um kvöldið. Vaknaði nokkru síðar, hafði misst af nýliðavígslunni en gat tekið þátt í hópatriðunum, tenóraatriðinu og farið í heita pottinn. Alltaf þegar ég fer á landsbyggðina þá verð ég alltaf ánægður að geta litið upp í himinninn og séð allar stjörnurnar glitra svo skýrt og fallega.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.1.2008 | 05:15
Nýtt ár
Það sem er á dagskránni fyrir árið í ár
Útskrifast úr eðlisfræðinni, klára diplóma í alþjóðlegum samskiptum, byrja á meistaranum í alþjóðlegum samskiptum. Með því að leiðarljósi að klára meistarann í því á næsta ári.
Fyrir meistarann í eðlisfræði þá var ég að pæla í Evrópu eða Ástralíu frekar en N-Ameríku. Annars kemur náttúrulega allt til greina. Byrja á því haustönn 2009.
Ég er að reyna að gera ritgerð um Ísrael-Palestínu málið, þá í sérstaku tilliti til viðmið Íslands í málinu. Það er ótrúlega mikil gagnkvæm óvirðing, hatur og vantraust sem virðist algjörlega vera að koma í veg fyrir frið. Ekki má gleyma græðgi en þar sem mér finnst græðgi vera vanvirðing við náungann þá fer það þar inn.
Ég er alveg á taugum um hversu mikið er að gera á þessari önn, ég veit ekki hvort ég ráði við það að vera í kórnum líka. Gæti svo sem tekið mér smáfrí í honum. Annars virðast stjórnarmálin þar vera í einhverjum titringi.
Hélt nýárspartý, var ágæt mæting, þá má sérstaklega þakka Christian Rebhan fyrir að toga með sér vini sína. Síðan hélt ég út með Einari S, Þóri og Sigrúnu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.12.2007 | 16:48
Jólafrí
Núna er ég kominn í frí...
Í dagskrá hjá mér núna er að kaupa jólagjafir. Mig vantar að vita hvað flestum langar í, annars þá hef ég nokkuð góða tilfinningu fyrir því hvað hver vill. Það næsta er að lesa, lesa og lesa fyrir næstu önn. Ég vill ná einhveru forskoti því ég er leiður á stressi. Ýmislegt spennandi bíður í raun eftir mér, jólamatur hjá Gunnu frænku. Annar jólamatur hjá Ingu frænku. Ég sakna þess frá því þegar Hrefna amma var lifandi að þá var alltaf fjölskyldumatur heima hjá henni. Hef það að sið að syngja "Með bljúgri bæn" í nær hvert sinn sem ég minnist hennar. Heimsótti gröf hennar, afa og systur minnar Sigurborgu 10.des. Því þá voru 2 ár síðan að ég talaði við ömmu mína seinnast. Megi þau öll hvíla í friði og vona ég innilega fyrir hönd allra Íslendinga að engum unglingnum detti það í hug að skemma einhverja grafsteinna. Ég neita allri ábyrgð á gjörðum mínum ef ég gríp einn ungling að gera þetta við grafstein ættingja minna eða annarra. Blessuð sé minningar þeirra liðnu.
Ég verð mjög upptekinn næstu önn. Ég veit ekki hvort ég geti haldið áfram í kórnum. Mun líta yfir áætluninna og reyna að setja hann inn. Sjáum til.
Gleðileg jól
Lag dagsins, enska útgáfan af heims um ból, Silent night
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.11.2007 | 08:42
Hvað er hægt að ætlast...
Vildi komast aftur í fangelsið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Checking the world out, my way
Tenglar
Hversdagslistinn
Síðurnar sem ég fer á hverjum degi
- Ríkissjónvarpið Þar sem ég næ fréttunum, er oft í skólanum meðan fréttir eru
- Morgunblaðið Þar sem ég les ekki sorprit eins og DV
- Geimur Geimur, 69 whatever
- Batman Eitt sinn var tilvera.is líka, en nú bara b2
Model UN
Model United Nations
- Student-symposium Happens in Prague
- SweMUN happens in Uppsala
- FinMUN Happens mainly in Helsinki
- IscoMUN Happens in Oslo
Skólinn
Ýmislegt skólatengt
- Bókasala stúdenta We sell books
- Stigull Félag eðlisfræði- og stærðfræðistúdenta
Kórinn
Heimasíður fólk í háskólakórnum
- Einar Einar tenór, ættaður úr Súðavíkinni
- Erna María Sálfræðinemi
- Harpa
- Hlín
- Linda
- Steinunn
- René Giftur og ánægður
- Sigurást Alltaf hress
- Sara Píanó og partý
- Hafdís Partýstelpa
- Gauji Alltaf Hress
- Gísli Tölvusení, kórsení, akidosení, algjör sení
- Þórir Hrafn Harðrokksgaur
- Telma Idolstjarna og tilvonandi móðir
- Jón Ólafur Rútustjóri, hagfræðinemi og...
- Jaako og Elina Finnarnir
- Anna Ósk Anna Ósk
- Bidda Bidda
- Helgi Helgi píanósnillingur
- Ásdís guðfræðinemi
- Einar Steinn Einar Steinn, félagi
- Háskólakórinn Heimasíða kórsins
Myndaalbúm
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar