Færsluflokkur: Bloggar

Mun seint gerast

Þetta er mjög gömul hugmynd og oft hefur verið stuðningur meðal lítilla hópa í norðurlöndunum. Hugmyndin út af fyrir sig er alveg ágæt en virkar ekki alveg. Við yrðum að vera áfram ríki innan ríkjasambands til að forðast ofmiðstýrðan kapítalisma. Ákveðinn hópur af svíum virðist oft koma með þessa hugmynd með þeirri trú á að norðurlöndin séu eitt menningarsvæði. Ég hef hitt nokkra sem trúa því að þetta væri gott og reyna þeir alltaf að fá mig til þess að tala við þá á "skandinavísku". Þ.e að ég noti dönskuna mína með sænsku ívafi til að tala við þá. Ef þeir tala hægt og ég tala hægt. Þá virkar það alveg.

Ég er samt ekki alveg á því að gefa upp sjálfstæðið. Við reyndum þetta í 800 ár, einokun, kúgun og að Íslendingar væru einhverskonar annars flokks persónur við Dani. Þótt að ég segi ekki að þetta sé að einhverju leyti enn við lýði(þ.e einokun og kúgun) en þó ekki jafn slæmt. Ég viðurkenni þó að vera partur af svona ríkjasambandi hefði sína kosti, norðurlöndin hefðu meiri áhrif og ítök sameinuð en skipt. En að hugsa um þetta er tilgangslaust, mun aldrei gerast eða betur sagt mjög seint.


mbl.is Vill stofna norrænt ríki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hugsanlega? hugsanlega þá getur það verið verðlagið, kreppan, tíska eða eitthvað annað

Já, verðlagið hefur hækkað a.m.k hvað okkur íslendinga varðar. Þetta á sérstaklega við um diska eftir erlenda tónlistamenn, tölvuleiki o.fl o.fl. Einn geisladiskur kostar nú 3000+ með erlendum tónlistamönnum.

Ég ætla mér hér að gagnrýna fréttastofu útvarps sem greinlega er á vegum STEF því þeir tóku þessa frétt og styttu algjörlega allan vafa úr fréttinni um hvort eða ekki þetta væri niðurhleðslu af netinu að kenna. Spurning um að neytendastofa fái einn þátt þar sem RÚV virðist stundum bara ekki getað talað fyrir fólkið. Bara fyrirtæki, samsteypur, stofnanir, banka og ríkið. Það má vera að þetta heiti ríkisútvarpið en það er borgað með nefskatti á almenning. Ef svona heldur áfram þá verður bara að taka RÚV2 í burtu og byrja nýja stöð stöð almenningsins.

 

 

 

 


mbl.is Niðurhal af netinu hefur áhrif
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábær tónlistmaður fallinn

Nokkur lög/dansar eftir Michael Jackson/a few songs/dances by Michael Jackson

Smooth Criminal



Thriller



Beat it



Earth song



Heal the world



Black and white-live (MTV version: http://www.youtube.com/watch?v=YVoJ6OO6lR4 )

Bad



ABC með the Jackson five



Blame it on the boogie



Will you be there

Vertu sæll, Michael.


mbl.is Lát Jacksons staðfest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Erfið spurning

Var spurður að flókinni spurningu: sem meðlimur í MUN samtökum, hvaða stjórnmála - lífs-, og trúarskoðanir aðhyllist fólkið sem þú umkringist í þeim samtökum.

Í fyrsta lagi, spurningin segir mér það að spyrjandinn veit ekki hvað MUN er, Model United Nations eru samtök þar sem IceMUN halda ráðstefnur á Íslandi. Þetta eru að vissu leyti ungliðahreyfing fyrir sameinuðu þjóðirnar þar sem við reynum að fá fólk til að setja sig í spor annarra menningarheima.

Fólkið sem ég hef umkringst í þessum samtökum hafa komið allsstaðar að, frá öllum 6 byggilegu heimsálfunum, það er sem dæmi fólk frá Súdan, Kína, S- og N- Kóreu, Víetnam(S- og N), Þýskalandi, Frakklandi, Búlgaríu, Kyrgistan, Kasakstan, Japan, Zimbawe,  S-Afríku, Englandi, Skotlandi, Írlandi, Ástralíu o.fl.

Trúarbrögðin sem þetta fólk hefur aðhyllst eru mjög margar, sem dæmi: búddismi, kristni, hindúismi, Íslam(múslimar) og mörg önnur trúarbrögð sem eg er ekki viss um hvernig á að stafa(shikh? baháí?).

Orðið lífsskoðun, ég hef ekki hugmynd um hvernig ég á að geta náð yfir þessa spurningu. Fólkið sem ég hef hitt hefur verið fanatískt á marga vegu og rólegt á marga vegu. Lífsskoðanir þeirra voru jafnmargar og persónuleikarnir


Bjartsýn lögregla

Ég stórefa að þýsk yfirvöld framselji þegna sína til Brasilíu, bæði eru mörg mál þar sem lögreglan og dómsyfirvöld eru þekkt fyrir stórspillingu og síðan er fangelsiskerfið í Brasilíu alls ekki til fyrirmyndar. Ég veit ekki hvað á mönnunum gekk og spyr bara afhverju þeir fóru ekki inn í baðherbergi til að skipta um föt.
mbl.is Handteknir fyrir stripl í flugstöð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvet fólk til að vera með endurskinsmerki

Miðað við marga staði í borginni þá eru mjög margar gangbrautir við Hólabrekkuskóla og það eru alltaf gangbrautaverðir á ákveðnum tímum, a.m.k í mínu minni. Hraðahindranir þarna eru a.m.k jafnmargar og gangbrautirnar. Ég vona innilega að þetta hafi ekki orðið sökum þess að fólk ber ekki endurskinsmerki. Það á jafnt við fullorðið fólk sem börn. Man ekki hámarkshraðann þarna í kring en miðað við að þarna er 1 framhaldsskóli(FB) og 2 grunnskólar með stuttu milibilli þá er hann líklegast að mesta kosti í 50 km markinu.
mbl.is Ekið á barn við Hólabrekkuskóla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hjálpum þeim/Let´s help them

Söfnunarsími 907-2002


Þegar góð ráð eru dýr...

Þessi maður ásakar okkur, þ.e.a.s vestrænt fólk um rasisma þegar við hrópum að honum fyrir ólýðræðisleg vinnubrögð, mannréttindabrot og ofbeldi gegn sínum eigin þegnum

Hann vildi losna við fátækt og atvinnuleysi, hvað gerir hann, úthýsir fátæka fólkinu úr borgunum. Hálfdæmir það til dauða. Ef einhver er ósammála honum, þá hverfur sú persóna á einhvern dularfullan hátt. Fólk sem vitað er að ætlar að kjósa stjórnarandstöðuna er jafnvel hindrað frá því að komast á kosningastað. Þetta eru ekki ásakanir, við vitum að hann gerði þetta, það að segja mér að aðrar aðferðir séu notaðar í Afríku en í Evrópu og Ameríku er bara ekki nóg. 

Ef það er eitthvað sem þessi maður þarf þá er það þolinmæði, hann tekur hlutina aldrei hægt, hann grípur alltaf til ofbeldis. Hans tími ætti að vera liðinn, það þarf að byggja Zimbabwe upp á nýtt. Því miður get ég ekki séð að hann geti gert það því hann notar ómögulegar aðferðir sem gera bara illt verra.



mbl.is ESB eykur refsiaðgerðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kreppan

Enn einu sinni þá hefur eitthvað slæmt gerst á Íslandi. Því miður í stað þess að leita lausna þá virðist fólk vera í því að leita sökudólga. Ég hef persónulega aldrei tekið lán og vonast til þess a.m.k að ég muni aldrei þurfa þess.(kannski námslán í framtíðinni fyrir doktorinn)

Ef ég skamma fólk fyrir að taka lán þá fæ ég alltaf sama svarið: þú verður að eyða peningum til að skapa peninga. Hmm...skil þá hugsun en skil líka þá hugsun að ég get ekki borið meira vatn úr brunninum en kemur úr fötunni. Lán er ekki eitthvað sem ég á eða eins og bók sem ég fæ á bókasafni, ekki aðeins þarf ég að skila peningunum heldur þarf ég að greiða vexti, mögulega verðbætur og í þessu landi okkar uppgreiðslukostnað o.fl.

Fólk talar mikið um ábyrgð, finnst mér persónulega að ég eigi að bera ábyrgð á einhverju sem aðrir gera bara vegna þess að þeir eru eða voru með sama þjóðerni og ég. Ég kenni ekki nútímaþjóðverjum um það sem gerðist í seinni heimsstyrjöldinni. Mér finnst grátbroslegt að sjá þá hegðun af vinum okkar og bandamönnum að reyna að hirða af okkur eignir og vilja fá þær á 5% raunvirði. Eh...þið kallið mig hryðjuverkamann og reynið að gera vont ástand verra í mínu landi. Nú veit ég a.m.k afhverju Ísland á enga óvini, því hver þarf óvini þegar þú átt vini sem koma fram þig svona. Nei takk...

Sökum þess að ég get ekki boðið upp á neinar lausnir, einhliða upptöku Evru, ESB+evra, taka gígantískt lán fyrir einhverju sem kemur Íslenskum almenningi ekki við nema að því leyti að bankarnir voru Íslenskir. Ég er ekki hagfræðingur en ég á mjög auðvelt með að reikna og ég veit að jafnvel lágir vextir af milljörðum eru háar upphæðir. 600 milljarðar = 600 þúsund milljónir eða 2 milljónir á hvern einstakling í landinu. Ég vona bara að þetta fari fljótt af áður en verðbólgan étur upp allt sem almenningur á.

Ætli Íslendingar muni hætta að mótmæla um leið og hægt um gerist...því miður þá held ég það, ekki það ég er ekki mikill mótmælandi í mér en ef Íslenska þjóðin getur ekki gert betur en þetta að upphefja lýðræði sitt og fjárhagslegt sjálfstæði þá get ég ekki gert neitt annað en að mæla með ESB. Veit að Bretar og hinu stóru þjóðirnar myndu valta yfir okkur að vissu leyti en þá geta þeir a.m.k ekki  neitað okkur um gerðardóm eða farið samningsleiðina.


Jamm...27 ára afmæli mitt

Vá 3 ár í 30, meh...life goes on og allt það, hef gott líf, þekki skemmtilegt fólk og á heima í æðislegu landi...áður en ég spring úr nostalgíu þá ætla ég að setja linka á nokkur góð lög sem minna mig á hvaða skilaboð sjónvarpið sendi frá sér þegar maður var barn.

 


Þegar ég var 5 ára þá horfði ég mikið á He-man, varð ekki jafnhrifinn af She-Ra þótt að ég hafi kunnað ágætlega við þann þátt sökum einhverra ástæðna. Lagið við þetta myndband upphefur líka fjölskyldugildi og oft á endanum á þáttunum þá voru einhver skilaboð til krakka...

 



Þegar ég var 6-8 ára þá horfði ég mikið á thundercats, man að ég hélt fast við thundercats-sverðið mitt þegar ég var 6 ára að sofa og trúði því fast að þá gæti ég varið mig gegn svarta kettinum hennar Grýlu sem beið mín undir rúminu. Þessi þáttur upphefur heiðarleika, tryggð og kænsku

 


Captain Planet, horfði reyndar aldrei sérstaklega mikið á hann en hann upphefur heimsfrið og náttúruvernd. Verð að játa að þessir þættir virðast oft ganga út á það að heimurinn sé svartur og hvítur, góður og vondur...voðalega lítill hluti af honum virðist kenna fólki það að bera ábyrgð, frekar leita sökudólga að vandamálum okkar  Kunni ágætlega við lýsingu eins grínista á honum: "The silver surfer's gay brother"


Strumparnir, horfði á þá þegar ég var 7 ára og yngri síðan töpuðu þeir sjarma sínum eins og stundin okkar. Það er heil haugur af bláum litlum strumpum en bara einn kvenstrumpur, síðan er foringji þeirra gamall gaur í rauðu. Þessi þáttur upphefur sósíalisma, samstarf og að vera ekki hrædd við þá sem eru stærri en við.


Þetta er Unicef video um strumpanna, ég sé bæði húmórinn og skilaboðin sem þetta á að koma með, má vel minna sjálfan mig á það að í einni smásögu minni í 'Creative Writing' þá gerðist einmitt þetta við strumpanna...

Superman, var alltaf hrifinn af honum. Upprunalega kanadísk hugmynd en keypt af DC comics af kanadabúum. Superman upphefur hin ameríska draum*, þ.e þau gildi sem Bandaríkjamenn segjast standa fyrir. Ákveðinn bandarískur þingmaður notaði þau rök gegn Íslendingum að við ættum ekki að vera í öryggisráðinu sökum þess að við værum ekki með neinn her. Á sama hátt ætti ríki sem framleiðir ótrúlega mikið magn af vopnum og bæði gefur og selur þau hægri og vinstri ekki að fá að ákveða heraðgerðir. Þeir eru þar bara alls ekki hlutlausir.

Superman(súpermann) og Captain Marvel(Kafteinn Frábær), þegar ég var lítill sá ég þennan bardaga oft í gömlum cartoon network þáttum. Þeir upphefja samt sömu gildi.

Næsta síða »

Um bloggið

Checking the world out, my way

Höfundur

Kristján Haukur Magnússon
Kristján Haukur Magnússon
Eðistræðinemandi við Háskóla Íslands. Tenór við kór sama skóla. Virkur og í stjórn MUN(Model United Nations) Eng:Physics student at the University of Iceland. Tenor at the university chorus. Active in the Model United Nations sociaty.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Handel
  • Sendiráð Kóreu
  • Listarborgin Osló
  • Ein á flakki
  • Ég í Helsinki

Spurt er

Hvenær ætlar kjaradómur að hækka laun ríkisstarfsmanna?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 2310

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband