Færsluflokkur: Bloggar

Ekki er þetta ljóð

Sorg er ferli
Tár sem rennur niður kinn, yfir létt kvöld þá sér maður minninguna
Engin orð, engar myndir, ekkert nema minningin...
Hvert fer ég nema aftur í tíma þegar þú varst á lífi
Allt eða ekkert, hlátur þinn í fjarska
Dagurinn þá farinn, ekkert eftir nema askan
Í rónni þá syng ég í bljúgri bæn og minnist þín
En ekkert kemur í þinn stað, minning þín læst
Ég hef ekkert að segja, kveðjur eru tilgangslausar
Halló og bless, kveldið, daginn, morgunninn eða nóttin
Allt farið, hvers virði er tungan ef ég fæ henni ekki beitt
Verðlaus og alls virði. Allt eða ekkert, ég minnist þín
Kristján Haukur Magnússon

Fartalva týndist í HR

IceMUN er búið...endaði það vel fyrir utan einn hlut
Á meðan að IceMUN var þá tók einhver fartölvu vinar míns. Gerðist þessi leiði atburður 29 okt í HR og varð frakkinn mjög leiður það sem eftir var ferðarinnar. Ég varð sjálfur í hálfgerðu uppnámi og er enn. Mér finnst ég hálfábyrgur fyrir þessu, bæði sem einn af skipuleggjendum IceMUN og vegna þess að ég bauð honum hingað. Vill ég með öllum ráðum finna fartölvuna svo ég geti komið henni í hendur hans Florians.
Mér finnst ég svo valdalaus til að hjálpa en vona að persónan finnist, vona ég innilega að þetta sé tómur misskilningur.

Sigur fyrir jafnréttisbaráttuna

Ég get ekki annað en fagnað því en að menn séu einhvers staðar látnir bera ábyrgð á orðum sínum. Sérstaklega þar sem einhver er að reyna að eyðileggja starf jafnréttindasamtaka um allan heim, með því að tala um konur á slíkan hátt. Óska ég manninum samt allt til faraheilla en vona innilega að svona orð verði ekki látin falla í framtíðinni.

mbl.is Æðsti múslímaklerkur Ástralíu sagður hafa „skemmt samfélagið“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alþjóðamál

Í dag þá lenti ég í því sem mér finnst algjör martröð. Ég átti að fylgjast með umræðum um mjög mikilvægt mál í heimspólítíkinni án þess að segja mína skoðun eða bæta almennilega í samræðurnar. Verð ég að viðurkenna að ég er mjög svo vanur því að geta sagt mína skoðun en í þessu tilfelli þá varð ég að halda hljóði því hér á það við að þögnin sé gulls ígildi.
MUN er alltaf skemmtilegt, þar er IceMUN engin undantekning, eini munurinn er að fólk reynir að toga mig á staðina sem ég fer ekki venjulega á,. En það á víst að vera ein af þessum MUN-reynslum, jafnvel í þínu eigin landi að "kynnast" reynslu sem þú ert ekki vanur. Hvort sem það er eitthvað sem þú villt ekki gera eður ei er náttúrlega alltaf upp á þig komið, því það neyðir enginn neitt af þessu upp á þig.
Með kveðju
Kristján
Einn af mínum uppáhaldstilvitnunum er blönduð tilvitnun
Þögnin getur verið gulls ígildi en stundum er hún fyrir

Fituát, kappát ólympíugrein!?

Þetta er eitt af því sem mér finnst sérstakt við Úkraníu, eiga þeir að sögn að vera meðal þeirra þjóða sem vilja hafa kappát sem ólympíugrein.
Eins og ég skilgreini ólympíuleikanna og hver sem er er velkominn að leiðrétta mig, þá eiga ólympíuleikarnir að upphefja heilbrigt líferni, þ.e heilbrigðan líkama og sál. Þá má vel vera að þeir sem séu heimsmeistarar í kappáti séu með mjög heilbrigða sál en ég er nokkuð ef ekki algjörlega öruggur að kappát sé ekki heilbrigt fyrir líkamann.

mbl.is Át heilt kíló af svínafitu á 20 mínútum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jafnir undir alþjóðaaugum?

Ef múslimar ætlast til þess að þeir geti tekið eitthvað úr samhengi og látið páfa biðjast afsökunnar fyrir það þá getum við gert gert það sama. Spurning um að feminístahreyfingar um gjörvalla veröld fari í mótmæli, til þess eins að sýna þeim hversu annt okkur, vestræna heiminum er um  kvenréttindi. Það þyki ekki í lagi að tala um konur sem "kjötstykki".

mbl.is Ástralskur múslímaklerkur krafinn um afsökunarbeiðni vegna umdeildra ummæla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er framundan og hvað er búið

Svo mikið alltaf að gera í háskólanum þessa stundina. Þegar ég er búinn að lesa nokkra kafla í hinum og þessum fræðum, þá meina ég skammtafræði, þéttefnisfræði, safneðlisfræði o.s.frv þá fer ég að reikna dæmi. Síðan þegar ég er búin að því þá forrita ég í fortran og laga síðuna hjá IceMUN.
Síðan á þriðju- og fimmtudögum fer ég í kórinn. Ég hef samt í raun ekkert að kvarta yfir, þetta er allt eitthvað sem mér finnst gaman að gera. Ég get ekki beðið eftir IceMUN á fimmtudaginn. Svo spenntur. Florian Vidal, vinur minn frá Frakklandi kemur á morgun og ég ætla að sýna honum hitt og þetta af okkar yndislega land. Ég var að hugsa um að sýna honum fyrst eitt lítið gil sem er í raun fer eftir sömu línu og Almannagil á Þingvöllum. Á einni hliðinni þá er ég í Evrópu en á hinni er ég í Ameríku. Þótt að sé í raun ekki alveg svona einfalt þá er þetta voðalega táknrænt. Blá Lónið, Geysir, Gullfoss, Perlan, Hallgrímskirkja o.s.frv. Ef þið hafið einhverjar tillögur um hvað ég ætti að sýna honum þá er ykkur velkomið að koma með þær.
Eins og gefst þá er ég jafnstoltur af mínu landi og hann er af sínu. Var að hugsa um hvort ég ætti að fara í eina af þessum sýnisferðum með honum. Hef í raun aldrei farið í svona sýnisferðir. Ekki það, ég hef farið í ótal skólaferðir og ferðir með ættingjum og vinum um allt land. En ég hef aldrei ferðast um landið mitt eins og sé túristi.

Ljóð dagsins

Lífið
Þegar mann vantar þann
Sem segir aldrei eða alltaf
Þegar sálin öskrar meira
En dagurinn heimtar minna
Hvert fer ég nema milliveginn
Þrátt fyrir öskur sálarmegin
Lífið fer áfram hvert sem ég fer
Ég stoppa, ég skoða en lífið gengur
Ég sé, ég athuga, líf þarf engar tengur
Hvert á ég að fara, skoðanir mínar engar
Þegar allir mig toga, ég segi stopp
Því hvert á ég að fara nema þar sem vilji minn gengur
Alltaf jafn hörmuleg kvæðin eftir mig
Með kveðju Kristján H

Jafnræði

Hver er munurinn á feminísta, kvenrembu, karlrembu og jafnræðissinna. Því stundum finnst mér eins og þessir hlutir véfengist fyrir fólki og því þá ekki mér. Að tala sí og æ niðrandi um hitt kynið frekar en þitt er ekki jafnræðissinni. Jafnræðissinni og alvöru feminísti ætti í raun að vera nákvæmlega sami hluturinn.

Fyrir suma þá er jafnræðisbaráttan búin. Einhversstaðar heyrði ég þessa setningu. "Stríðið er búið en baráttan heldur áfram". Ætli það sé ekki svipað hér. T.d í fjölmiðlum, þá er ég að tala um kvikmyndir, blöð o.s.frv. þá virðist sem sumar konur leyfi sér sumar að tala rosalega niðrandi um karlkynið eins og við séum einhvers konar sjúkdómur. Ef karl gerði slíkt hið sama þá er eins og einhver hafi kveikt eld. Jafnræðisreglan merkir að annaðhvort mega allir eða öllum er bannað. Það er enginn millivegur eða undantekningar.


Ísland

Ég hef verið að reyna að vinna að kynningastarfi fyrir IceMUN og mér finnst voðalega leiðinlegt að það skuli vera svona dýrt að koma og að vera á Íslandi. Flugfélögin, hótelin og þegar er búið að borga þetta þá er flest allt annað dýrt líka.
Ég veit bara ekki hvernig sumt fólk hefur yfirleitt efni á að lifa hérna á höfuðborgarsvæðinu. Leiga er alveg viðbjóðslega há og fasteignaverð gerir fólki ekkert auðveldara að kaupa. Fyrir allt landið þá er matvöruverð það hátt að ég veit ekki hvernig sumir öryrkjar hafa efni á yfirleitt að lifa.
Samkeppnin við önnur lönd er rosalega erfið þegar ég get ekki boðið betra en þetta. Veit nú samt ekki hvort hægt sé að eiga við hótelin eða flugfélögin nema þá á heimsskala þar sem það er alveg rosalega dýrt að ferðast. Alls staðar er verið að reyna að arðræna fólk. Ná sem mestum peningum af ferðamönnum. Leiðinlegt...en hvað getur maður gert. Kapítalisminn gengur út á þetta og það, þangað til við finnumm eitthvað annað betra er það sem kerfið okkar gengur út á.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Checking the world out, my way

Höfundur

Kristján Haukur Magnússon
Kristján Haukur Magnússon
Eðistræðinemandi við Háskóla Íslands. Tenór við kór sama skóla. Virkur og í stjórn MUN(Model United Nations) Eng:Physics student at the University of Iceland. Tenor at the university chorus. Active in the Model United Nations sociaty.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Handel
  • Sendiráð Kóreu
  • Listarborgin Osló
  • Ein á flakki
  • Ég í Helsinki

Spurt er

Hvenær ætlar kjaradómur að hækka laun ríkisstarfsmanna?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband