Færsluflokkur: Bloggar

Ferðalög ársins

Ég segi við sjálfan mig að ég hafi ferðast nóg á árinu en samt vill ég ferðast meira.

Í febrúar fór ég í tíu daga til Finnlands á FinMUN sem var algjört æði, 8 dagar í Noregi á IscoMUn sem var alveg rosalega gaman, tvær vikur í Ástralíu og nokkrir dagar í Singapore. Helgi í Englandi, smástopp á Shetlandseyjum, tvær vikur í Tékklandi og rúm vika á Spáni og önnur slík í Frakklandi. 3 dagar á Færeyjum. Síðan má ég ekki gleyma hinni Finnlandsferðinni þar sem við stoppuðum við í Stokkhólmi, Svíþjóð  í nokkrar klst áður en við tókum ferjuna til Helsinki. Var algjört æði að vera þar þegar og eftir að Finnar unnu Eurovision. Þá var það HARD ROCK halleluja. Veit ekki hvort ég ætti að telja með Danmörk þar sem ég stoppaði þar eingöngu á flugvellinum.

Leggjum þetta saman: 10+8+14+3+2+1+14+9+9+3+1+8=82 dagar eða u.þ.b 3 mánuðir af þessu ári sem ég hef ekki verið á Íslandi.

Á næsta ári þá var ég að hugsa um að fara aftur til Finnlands og fara í u.þ.b viku til Toronto, Ontorio, Kanada. Aftur til Frakklands,færeyja og skreppa svona eina helgi til Aarhus, Danmörku. Möguleiki á Kína og Japan. Rússland er líka stór möguleiki. Eistland+Litháen kannski. Líkur á Austurríki, Sviss og Belgíu. Fara til Ítalíu á Ítölskunámskeið í 2-3 vikur hljómar nice. Síðan ætti ég að fara í heimsókn til Ingu Láru frænku, helst þá vera á hóteli þar sem ég þoli ekki eiginmanninn hennar, bölvaðan ruddan.

Ég gleymi stundum að nefna roadtrip ársins sem ég, Einar Steinn og Doddi fórum. Hringurinn á einni helgi. Þetta var eins konar pílagrímsferð að Gunnarshúsi við Skriðuklaustur. Sváfum fyrstu nóttina í húsi á suðurlandi sem fjölskylda hans Dodda á. Síðan ókum við og sváfum í skógi sem ég man aldrei hvað heitir en var víst svona verslunarmannahelgisstaður fyrir nokkrum áratugum síðan. Fórum að Skriðuklaustri, skoðuðum okkur um, keypti bækur eins og Fjallkirkjuna. Fórum síðan í sund á Egilsstöðum, fengum okkur eftir á að borða í Hamborgarabúllunni. Ókum til Akureyrar þar sem ég stoppaði í mat hjá Gurru frænku og fjölskyldu í u.þ.b 2-3 klst. Brunuðum við síðan til Reykjavíkur þar sem ég átti flug næst dag til Englands.

 


Fáranleg auglýsing sem sendir röng skilaboð

Sá eina auglýsingu sem mér þótti einstaklega fyndin og fáranleg. Auglýsingin hjá American Style. Í byrjun þá koma ýmsar íþróttir, sumar hættulegar en saman eiga þær að hvetja til heilbrigðs og/eða spennandi lífsstíls. Síðan kemur mynd af tvöföldum hamborgara og frönskum hjá American Style sem ég neita ekki að sé ljúfengt en þegar ég sá þessa auglýsingu þá sagði ég: Engir nema Ameríkanar getur dottið í hug að setja saman ofát og heilbrigðan lífsstíl.

Biðst ég afsökunnar á rasismanum en ég er á móti því að setja ruslfæði saman við heilbrigðan lífsstíl. Allt er gott í hófi, hvorki of mikið né of lítið. Einu sinni, jafnvel tvisvar í viku er nóg. Fyrir mér þá þótti mér þessi auglýsing út í hött og ætti að taka hana út. Ég tek fram, ég hef ekkert á móti því að þeir sýni hamborgara, franskar, kjúklingabita, pizzur í sjónvarpi/bíói eða öðrum fjölmiðlum. Brosandi fjölskyldur, einstaklingar borðandi girnilegt ruslfæði. En setja þetta saman við heilbrigðan lífsstíl, nei takk.

Stjórnmál eru yndisleg

Hvergi í heiminum hef ég farið og ekki fengið stjórnmál framan í mig.
"No spitting, littering etc. $500 fine" stóð í Singapore, hreinnustu borg sem ég hef farið í og ein sú fjölmennasta. Í London hitti ég mann sem heimtaði að tala við mig til þess eins að reyna hreinsa mig af þeim óþverra að vera annaðhvort trúaður annarri trú en hans eða vera trúleysingji sem greinilega var nokkurn veginn sami hluturinn í hans augum.
Vestfirðingur einn talaði við mig eftir að hann vissi að ég væri að læra eðlisfræði og reyndi að sannfæra mig að það væri enginn möguleiki á því að stærðfræðingar gætu reiknað út hversu mikill fiskur er í sjónum. Í Noregi þá lögðu Danir fram eina grínályktun sem hámótmælti norsku áfengisverði. Fólk hringir í mig annan hvorn dag til að selja mér tryggingar, biðja um peninga fyrir einu eða öðru, margir góðir málstaðir. Ég er samt að alvarlega að hugsa um að láta setja stopp á þetta því ég er orðinn hálfleiður á þessu. Blátt áfram hringdi 3 sinnum sömu vikuna, ég hef gefið þeim áður en ég vill ekki verða fyrir of miklu áreiti, jafnvel fyrir góðan málstað. Gallup hringdi um daginn og var greinilega að gera könnun fyrir Ikea. Hún gleymdi að spyrja mig hvort mér hefði þótt spurningaflóðið of langt/hæfilega langt/of stutt. Þetta tók 35 mínútur. Ef þeir hringja aftur þá er ég að hugsa um að spyrja hvað þeir haldi að þetta taki langan tíma. 5 mínútur, jafnvel kortér er gott en hálftími er svolítið mikið.
Í Frakklandi þá stoppaði betlari mig og frönsku vini mína og var augljóslega að halda ræðu um það hversu báglega hann væri staddur og hve lítið hann ætti og þess vegna ættum við að gefa honum peninga. Ég er nokkuð viss á því, þótt ég tali ekki frönsku þá tók hann úr vasanum sent-pening og hnapp.
Stjórnmál eru yndisleg og ég hvet alla til að ræða um þau. Mætti alveg hnippa stundum í fólk og minna það að það er eitt að tala við fólk um stjórnmál og annað að halda einræðu.

Slæmar myndir, stress og tónleikar

Jæja, tók eftir því að ég var ekki búinn að blogga í 2 vikur. Veit ekki, tíminn virðist bókstaflega fljúga framhjá einmitt núna. Prófin í náinni framtíð. Mikið af fólkinu sem ég þekki rosalega upptekið. Síðan rétt eftir allt prófstressið þá kemur jólastressið. Vill ég hér með þakka öllum stórverslunum landsins og þótt víðar væri leitað fyrir að minna mig á prófin í byrjun októbers. Jólaundirbúningur er alltaf of snemma gerður, er greinilega þeirra skoðun.
Tónleikar hjá kórnum mínum næstu helgi. Síðan var líka eitthvað annað mánudaginn í næstu viku. Þeir voru víst að laga háskólakapelluna. Þótti mörgum tími til. Ég stórefa að þeir hafi stækkað hana. Það er alltaf gaman að syngja í kapellunni, hljómurinn þar er eins og englar séu að syngja þegar einhver syngur vel en hljómar samt ágætlega þótt ekki samhljómurinn sé ekki uppá 100%.
Í gær þá voru 60 ár síðan við gengum í sameinuðu þjóðirnar. Hefði eiginlega átt að vera þarna en vaknaði í kringum 1 og var með rauðu málninguna í kringum augun á mér frá kvöldinu áður. Ekki möguleiki að ég fari allur rauðeygur. Ekki nóg með að rosalegan tíma tók að þurrka þetta af mér heldur var ég allur rauður í framan og rauður í augunum eftir að nudda hana af mér. Ef ég get ekki gert eitthvað almennilega vel þá vill ég frekar sleppa því. Hér er ekkert 'æfingin skapar meistarann' sem gildir, heldur 'hvernig hlutirnir líta út er fyrir öllu', svolítið grunnhugsað en sannleikurinn er sá að fólk spyr ekki heldur lítur á og dæmir. A.m.k lít ég þannig á pólítík.
Það er orðinn heil eilífð síðan ég fór í bíó, seinnast þegar ég fór í bíó þá fór ég á "The last kiss". Ég hef farið á margar væmnar myndir og skemmt mér vel en hjá þessari ákveðnu mynd fannst mér vanta eitthvað. Það mætti a.m.k bæta húmórinn og þessa ofsögðu, lélegu sögulínu.

Mótmælum ótímabærum jólaundirbúningi

Ég hvet alla til þess að sameinast um að mótmæla ótímabærum jólaundirbúningi með því að setja þennan borða hérna fyrir neðan á síðuna sína. Eina sem fólk þarf í rauninni að gera er að nota HTML-ham og setja eftirfarandi kóða inn.
<a href="http://atli.askja.org/jol"
target="_blank"><img border="0"
src="http://atli.askja.org/jol/banner.gif"></a>


Í tíðindum

Þessa daganna er ég að reyna að skilja almennilega þessa Fortran-forritun, skammtafræði, þéttefnisfræði, safneðlisfræði(auðveldasta fagið mitt) ásamt að bursta af stærðfræðigreiningunni minni. Í HÍ-kórnum þá erum við að syngja ýmis verk þó flest á latínu. Framtíðin virðist frekar óákveðin þessa stundina. Ætla í framhaldsnám en hvert. Eru Bandaríkin eini góði möguleikinn...hef ferðast víða en aldrei farið til BNA og er ekkert sérstakt upplaginn í að fara þangað. Trúarofstæki, fordómar á alla vegu, ofstæki, réttur til að bera byssu, ofbeldi, ofbeldi og ofbeldi. Sé ekki venjulega fólkið fyrir öskrandi ofstækisfólki í sjónvarpinu.
Ég keypti nokkrar bækur í dag handa kórvinum mínum. William Shakespeare-complete works handa Einari Steini, síðan einhverjar bækur handa Sólrúnu og Hafdísi. A.m.k 1 listræn, ein tilfinningabók og eitthvað þar á milli.
Úff, ég læri og læri samt finnst mér ég ekki læra neitt. Ég sé veginn og hvað er framundan en það sem er búið finnst mér vera í móðu og nánast ekki neitt. Hvað segi ég við sjálfan mig í svona skapi: Þolinmæði er dyggð, múr byggist á mörgum múrsteinum, mennt er máttur og aldrei gefast upp.
Skrýtið, en allt í einu þegar ég hugsaði um lítið kvæði þá hugsaði ég um Sigurborgu, litlu systur mína. Gæti mögulega verið vegna þess að kvæðið hljómar svona.

Sigga litla systir mín
Situr úti á götu
Er að dugga ánna sín
í ofurlitla fötu
Megiru hvíla í friði, Sigga litla systir mín
Tárin mín, systir mín
Öll í þína fötu
Hér sast þú eitt sinn
á þessari ofurlitlu götu

Þingkosningar BNA

Ekki er ég viss um hverjir eru að vinna þessa stundina en vona innilega að það verði demókratar. Get samt ekki beðið eftir forsetakosningunum því George Bush er hræðilegur fyrir alþjóðasamskipti Bandaríkjanna. Sjáum til, kannski verðum við heppinn.
Ég fór á kosningavöku í stúdentakjallaranum og hlustaði á Michael Corgan, Brad og aðra konu sem ég þekki ekki. Horfðum við síðan á CNN og leit út fyrir að demókratar myndu vinna einhverja menn, þó tel ég litlar líkur á að þeir nái öllum 15 en aldrei að segja aldrei.
Spilling, Írak, Efnahagurinn og ... eiga að vera stærstu málin(gerið það fyrir mig, fyllið í eyðuna). Mér þótti ótrúlegt að sjá í hversu mörgum umdæmum það voru bara repúblikanar að bjóða sig fram. Kannski skiljanlegt, þar sem líkir hópa sig oft saman.
Man að við vorum að tala um Obama sem er að hugsa um að bjóða sig fram sem forseta BNA. Þótti fólki stærsta ástæða fyrir því að hann yrði ekki kosinn væri það að nafnið bókstaflega rímar við Osama. Hmm...veit ekki. Finnst það svolítið grunnt. En oft þá byggir fólk álit sitt á öðru fólki frá fyrstum kynnum og þá getur það ekki hjálpað að fólk hugsi um Osama bin Laden í sömu andrá.

Helgarvinnan

Jamm...
Nú væri ég til í stuð, næstum eina sem ég er búin að gera þessa helgi er að sofa, læra & horfa á sjónvarpið. Svo þreyttur samt finnst mér ég ekki hafa gert nokkurn skapaðan hlut í dag.
Þeir sem áttu afmæli í síðustu viku voru kórsystur mínar Sólrún sem varð 26 ára 30 október, Hafdís sem varð 22 ára 31 október og bekkjarbróðir minn gamli hann Maggi Guðmundsson sem varð 25 ára. Óska ég þeim öllum innilega til hamingju með afmælið.
Núna er u.þ.b vika þangað til að ég verð aldarfjórðungsgamall. Úff, bara 50 ár til elliáranna, þ.e ég reikna með að Íslenska ríkið verði búið að hækka eftirlaunaaldurinn um a.m.k 5 ár í millitíðinni. Ég vona að ég þurfi ekki að lenda á elliheimilum nútímans. Í mínum augum líta þau út eins og geymslustofnanir þar sem við geymum gamalt fólk.
Ég sé varla eftir neinu sem ég hef gert mín 24 ár  og 359 daga.
Æskuminning: Sitjandi með Jón Þór frænda mínum þegar ég var 5 ára og borðandi ormamat(spagetti).
Æskuminning: Fara til Súðavíkur rétt eftir snjóflóðið og sjá rústirnar.
Æskuminning: Fara í fyrsta sinn út, þá til Svíþjóðar til að heimsækja Ingu Láru frænku með ömmu
Æskuminning: Steini kastað í mig, nálægt auganu á mér af pólska stráknum sem átti heima beint á móti, ekki er þó við hann að sakast, hann var bara smákrakki
Æskuminning: Fyrsti dagurinn í skólanum, man eftir gamalsdags bjölluni sem kennarinn kom út með og hringdi. Man sérstaklega eftir að ég var með 3 kennara og allar hétu þær Guðrún, a.m.k í minningunni minni
Æskuminning: Veiða í Súðavík með Danna og Adda...
Æskuminning: Fara út að Úlfljótsvatni með Hraunkoti

Einn dagur í skólalífi

Ég vaknaði kl 6, fór í WorldClass, var þar í 2 klst, las í hálftíma fyrir tíma og fór í tímann. Frímínúturnar fóru í verkefni og að fá mér eitthvað að drekka. Fór í tíma, las í 6 klst, reiknaði í þrjár. Fór heim, slakaði á í smá stund og leið eins og letingja. Fór í sturtu, las skilgreiningar(stærðfræði). Tók kórnóturnar, fór í kórinn. Söng í 2,5 klst. Fór á pöbquiz í stúdentakjallaranum kl 8, fór heim, las í 2 klst, talaði á msn. Fór að sofa.
En nóg af því. Hef engu yfir að kvarta vegna þess að svona vill ég hafa lífið.
Skilgreining: Ef sum x eru y og öll z eru y þá eru sumar z-tur x.
Lífið er of stutt til að eyða því í vitleysu en ég gef sjálfum mér leyfi til að skilgreina hvað er vitleysa og hvað er ekki vitleysa.

Sýnileg lögregla - JÁ TAKK

Nauðganir eru ekki það eina sem hefur aukist í miðborginni. Líkamsárásir, fíknefnasala o.fl. Eftirlit með miðborginni hefur fyrir mér verið hálfósýnilegt ef það er. Ég veit að það eru myndavélar en þær eru ekki beint andlega fyrirbyggjandi fyrir fólk að framkvæma ofbeldi. Sýnileg lögregla eða ekkert, það dugar ekki að koma bara með plaggat eða skilti,  ef lögreglan er bara til að refsa en ekki til að fyrirbyggja þá er hún næstum því tilgangslaus.

mbl.is Mannréttindanefnd lýsir yfir þungum áhyggjum vegna nauðgunarglæpa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Checking the world out, my way

Höfundur

Kristján Haukur Magnússon
Kristján Haukur Magnússon
Eðistræðinemandi við Háskóla Íslands. Tenór við kór sama skóla. Virkur og í stjórn MUN(Model United Nations) Eng:Physics student at the University of Iceland. Tenor at the university chorus. Active in the Model United Nations sociaty.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Handel
  • Sendiráð Kóreu
  • Listarborgin Osló
  • Ein á flakki
  • Ég í Helsinki

Spurt er

Hvenær ætlar kjaradómur að hækka laun ríkisstarfsmanna?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband