Færsluflokkur: Bloggar

Minning...

Alla frænka(til hægri), hvíldu í friði. Með henni er Sigrún frænka(til vinstri)

Alla frænka, ömmusystir mín dó í gær 4 september 2006 vegna veikinda, þ.e.a.s vegna þess að lungun hennar voru orðin of veik vegna reykinga og var hún búin að vera reykjandi alveg síðan hún var unglingur. Það er ekki ár liðið síðan að amma mín, Hrefna dó. En hún dó vegna þess að hún fékk illkynja æxli í lungum og ekki var hægt að skera upp vegna þess að hún var með slæman astma. Minning amma í búð dragandi kútinn með öndunargrímuna á eftir sér. Pípandi. Samt man ég eftir henni nokkrum dögum áður en hún dó í rúminu á fjórðungssjúkrahúsinu. Hún reykti líka alveg síðan hún var unglingur. En hún gat ekki gengið seinnustu daga lífs síns og var hálffúl yfir að geta ekki farið út og fengið sér sígarettu.

Veit ég ekki hvað margir af ættingjum mínum virðast falla sökum krabbameina, slæmra lungna o.s.frv. En fyrir mitt leyti þá vildi ég óska þess að þetta væri orðið jafnólöglegt og fíknefni. Jafnvel þótt að sumir vilji eflaust segja að þetta valdi svokölluðum svörtum markaði og betra sé að halda öllu fyrir opnum dyrum. Ég spyr bara hvað þarf mikið af mínu fólki og annarra að falla fyrir þessu áður en eitthvað er gert.

Veit að þetta er líklegast ofttuggið tyggjó en mér líður betur við að fá smá að skammast...


Að fjölmiðlar sjálfir hafi vald á því að halda uppi vörn

Þetta finnst mér grátbroslegt, þar sem fólkið í Ísland í dag og kastljósinu gerir yfirleitt bara það að halda uppi "málefnanlegri" uppræðu þar sem fólk talar sínu máli. Ef þið viljið viðtöl þá gjörið svo vel að leyfa Steingrími að koma í viðtal næsta kvöld til að koma með mótsvar. Hvort sem er í "Ísland í dag", "Morgunblaðinu", "Kastljósi" eða öðrum fjölmiðli.

Þetta væri það eina sanngjarna að gera í málinu núna. A.m.k til að halda hlutleysinu í fjölmiðlum á Íslandi.


mbl.is Ráðherra neitaði að mæta Steingrími í Kastljósþætti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Há skólagjöld - Nei takk

Undir reglu jafnræðis þá er ég á móti því að leyfa há skólagjöld í ríkisrekna háskóla. Þegar sífelldur þrýstingur fyrir gæði menntunar á sem minnstum ríkisfjárútlátum hvað geta skólayfirvöld annað gert en að hækka skólagjöldin, ekki er erfitt að finna rök fyrir hvað megi bæta með meiri peningum í háskólum landsins.

En hver er sanngirnin í því að fátækur og góður nemandi þurfi margra milljóna króna námslán til að mennta sig, sem m.a hann fengi ekkert endilega. Á meðan að ríkur og lélegur nemandi kemst inn.  Hver er sanngirnin að sonur bankastjórans fái meira að mennta sig en sonur bakarans þótt að báðir fái kannski sömu einkunnir.


mbl.is OECD segir að frekar eigi að auka gæði kennara en fjölga þeim
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lengja kennaranám - Nei takk

Jafnvel þótt að ég sjái þörfina á frekari námi þá er alveg hrikalegur kennaraskortur sem ég sé ekki að hafi eða muni hverfa í senn. Að lengja námið mun frekar hræða væntalega kennara í burtu frá náminu. Sem merkir að leiðbeinendum myndi frekar fjölga vegna aukins skort á nýjum kennurum. Sem myndi merkja að lengingin hefði öfug áhrif, menntunin myndi minnka.
mbl.is Lagt til að kennaranám verði lengt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Quote og gáta...

Quote dagsins 

Life is pain
Life is joy
pain = joy

Hvað er að eftirfarandi setningu: Hringlaga vatn með 1x í þvermál og er nákvæmlega 3x í ummál?
Stærðfræðigáta sem á að vera auðvelt að svara...

Svar: Munur á þvermáli og ummáli er alltaf talan pí, sem er 3,14... með endalaust marga aukastafi, þar væri því gróflega hægt að segja að það væri 3,14 x ummál, fyrir þá sem ekki vita þá er þvermál 2*radíus, þ.e munur á radíussi og ummáli er 2*pí. Þar sem formúlan 2*r*pí er meira notuð.

Enn eitt skólaárið á enda

Jæja, þá er enn eitt skólaárið á enda. Sumarfríið byrjar náttúrlega á því að ég fer til Finnlands með kórnum. Þ.e Helsinki í 5 daga, Vaasa í rest á listahátíð, þ.á.m 1000 kóramót, efa að þeir verði 100 en samt í stórum stíl. Þegar heim er komið vinn ég í mánuð í járnabindingum sem mér finnst ein leiðinlegasta og mest þreytandi vinna sem ég get hugsað mér en hún er vel borguð. Eftir það þá fer ég með mömmu og Evu til Prag og _____(spánn, portúgal eða grikkland). Síðan fer ég og heimsæki tvo vini mína, annan í Toulouse í Frakklandi og hinn í Aarhus í Danmörku. Lýk ég þessu ferðalagi með Ólafsvöku í Færeyjum. Eftir Ólafsvöku þá fer ég heim, slaka á í 2 daga og fer síðan til Akureyrar um verslunarmannahelgina eins og ég hef alltaf gert, er þó ekki viss um að ég vilji fara núna. Mér finnst þetta alltaf hálfdautt hjá þeim, síðan verð ég líka orðinn hálfþreyttur á ferðalögum þegar komið er svona langt. Væri líka gaman, rétt einu sinni að fá að prófa verslunarmannahelgina annars staðar. Ég hef t.d aldrei farið á eyjahátíðina. Eftir þetta þá nenni ég ekki meiru, þá vill ég sitja heima hjá mér, slaka á í 2-3 vikur áður en skólinn byrjar. Yrði samt ekki hissa ef einhverjir kæmu í heimsókn frá útlöndum á þessu tíma.

Hjólinu mínu stolið

Jæja, ég fór á hjólinu mínu í world class og allt fínt með það. Hjólaði síðan til mömmu að Skúlagötu 64. Fór með hjólið inn en síðan þegar ég kom til baka eftir klst þá var hjólið horfið. Ég varð alveg feykilega fúll. Mér líður rosalega varnarlausum þegar eitthvað svona gerist. Því hvað á ég núna að gera? Lögreglan getur ekkert og hér sit ég með sárt ennið yfir því að einhver skuli hafa stolið frá mér. Man að ég sat einu sinni í fyrirlestri hjá diplómati frá Kenýa í Noregi og hann talaði um heim þar sem allir gátu treyst hvor öðrum. Sorglega sagan er sú að það er bara ekki hægt, jafnvel hérna á klakanum. Nóg af samviskulausu fólki, dópistum o.fl.

Ætli maður geti ekki sjálfum sér kennt um að fara með hjólið í þetta hverfi. Núna er annaðhvort að finna nýtt eða fá hitt. Efa stórlega að lögreglan sé búin að finna það. A.m.k get ég huggað mig við það að þetta var ekki dýrt hjól. En peningur er peningur og peningar vaxa ekki á trjánum. Ce'la'vie, svona er lífið og allt það. Er svolítið óhress með þetta en það lætur mig að minnst að kosti líða betur að setja þetta niður á blað.

 


kosningarmálefnin + útúrdúr með stúdentapólítík

Það sem er verið að ræða í Rvík: Einhver rosaleg áhersla á staðsetningu flugvallarins & Sundabraut...mikilvægir punktar en samt ekki aðalmálefnin sem ég hef áhyggjur af

Ef kosið er X-D, yrði(?) "nískan minnkuð" af hendi ríkisstjórnarinnar gagnvart borginni, er nokkuð öruggur að það yrði hætt að tala um eyðslusemi .

Ef kosið er X-S, við hverja verður farið í stjórnarsamstarf. Myndi stjórnarsamstarf á milli D og S leiða til aðgerðaleysis eða sterks meirihlutastjórnar sem hlustar mjög lítið á minnihlutann.

Vinstri grænir, frjálslyndir og framsókn: Efa að vinstri grænir og sjálfstæðisflokkurinn fari í sömu körfu. Frjálslyndir og framsókn gætu farið hvora leið...í D eða S. Þar sem báðir eru miðjuflokkar, gæti farið eftir því hvort þetta séu hægrisinnaðir-frjálslyndir eða vinstrisinnaðir, sama með framsókn, þótt þeir virðast oft haga sér þannig að þeir komi með ef þeir fá sín aðalmálefni fram. Veit ekki hversu sterk framsóknin er núna.

 

Sem námsmaður þá eru mín málefni flest ótengd bæjarstjórn.

Eina sem ég segi að ef hækka á námsgjöld þá vill ég fá eitthvað í staðinn. T.d betri stóla. Sitja í 6 klst í þessum óþægilegu stólum á bókasafninu fer alveg með neðra bakið á mér þar sem enginn stuðningur er við það. En hvað á maður að gera, ríkisstjórnin vildi fá hærri skólagjöld. Ætli þetta skólatorg eigi að koma í staðinn fyrir hækkunina, sé ekki tilganginn. Ég fer yfirleitt bara í mitt hús(VR I, II eða III, einstaka sinnum askjan), læri þar, fer í kórinn. Síðan er bara farið heim. Deildirnar gera rosalega lítið sín á milli. Ég stari á fólk þegar það ætlast til þess að ég þekki einhvern bara vegna þess að hann/hún er í háskólanum. Ekki bara það að þetta séu 9000 manns, deildirnar tengjast nær ekkert hvor annarri og félagslíf hverar skorar fyrir sig tengjast oft lítið. Eini félagslegi atburðurinn sem ég veit um þar sem allar skorirnar koma er októberfestival. Kannski er þetta allt í lagi. Við erum þarna til að læra. En ég hef heyrt alla mína ævi að háskólafélagslífið sé betra en í grunnskóla og framhaldsskóla. Fyrir mitt leyti þá hefur það reynst rétt en það er vegna þess að ég er í kórnum, fer á MUN(Model United Nations) en tek þó aðeins of lítinn þátt í félagslífi Stiguls(félag eðlisfræði- og stærðfræðinema), en ég get bara ekki meira. Einhvern tíma verð ég að læra, ekki eins og námið bíði, stundum finnst mér að ég sé ekki að læra neitt. Síðan kemur prófundirbúningurinn, mér finnst ég ekkert undirbúinn en fræðin fljóta úr huganum yfir á blaðið. Ekki nóg með það heldur læðast inn skrýtin orð og málfar í orðaforðann minn sem ég notaði aldrei fyrr.


Microsoft Windows - NEI TAKK

Ég hef ekki aukatekið orð hversu mikið þetta drasl fer í taugarnar á mér, ég held að ég fari núna bara að taka ráð félaga minna í tölvunarfræðinni(ég er sjálfur í eðlisfræði) og setja upp Linux. Ég er orðinn leiður á því að talvan frjósi hjá mér. Aldrei aftur vill ég þurfa að skrifa eitt orð aftur í ritgerð eða neinnu öðru vegna þess hversu screwed up þetta stýrikerfi er.

Ég hef kannski ekki séð "The blue screen of death" eða blá skjá dauðans í langan tíma en talvan hefur frosið þó nokkuð oft hjá mér. Nú er að koma síðasta hálmstráið. Endirinn á línunni. Síðasti dropinn af þolinmæðinni hjá mér gagnvart þessu stýrikerfi. Nú er kominn tími hjá mér að setja upp Linux. 

Ég er opinberlega búinn að fá nóg af MICROSOFT WINDOWS, eftirfarandi windows hafa frosið hjá mér eða feilað: XP, ME, 2000, NT, 98, 95, 3.11, 3.1. Hef séð lægri tegundir af windows en litu bara út eins og gamli file-manager úr windows 3.*

Time to say: HASTA LA VISTA, BABY við windows-ið og fá sér LINUX

Það verður því miður að bíða þangað til eftir prófin...þar sem það tekur einhvern tíma fyrir mig að setja upp Linux o.s.frv. 


Háskólakórinn

grima79.jpg

Hmm...veit varla hvar á að byrja. Þetta er fólkið sem ég eyði miklum hluta af mínum tíma með, þ.e þegar ég er ekki að læra. Við syngjum(duh..við erum í kór), en við gerum svo miklu meira en það saman. Við spilum bandý 2svar í viku, förum í bíó, keilu&pool, útileigur og ýmsar aðrar ferðir saman.

Það eru 2 æfingarbúðir á ári, ein í Skálholti á vorin og hinar í Hlíðardalsskóla.

Þetta byrjar náttúrlega allt með því að leggja í hann á föstudegi, stoppa í Selfossi og fá okkur að borða, fara í Hlíðardalsskóla, syngja í 2-3 tíma, djamma í nokkrar klukkustundir(getur orðið alveg til 6). Vöknum og byrjum æfingar eitthvað í kringum 10. Æfum til 18. Við förum við alltaf í sund einhversstaðar í millitíðinni, á eftir mat o.s.frv og förum í sundrúgbý o.fl. þar sem fáar reglur gilda, aðrar en þær að hafa gaman af og helst ekki meiða neinn. Maturinn byrjar yfirleitt í kringum 7-8. Þar sem við fáum einhverja máltíð sem við eigum ekki von á, þ.e.a.s tacos, fajitas, hamborgarar eða eitthvað svoleiðis. Síðan er sungið og talað saman, haldið busun, skemmtiatriði raddanna o.fl. Síðan er djammað til morguns. Síðan er farið að sofa. Vöknum, morgunmatur, hreinsað til og haldið heim á leið til lærdómsins.

Skálholt er svipað nema þar er reynt að troða sem flestum í heitan pott. Við finnum alltaf einhverja leið til að skemmta okkur. Í kórnum þá reynum við alltaf að syngja sem best og fylgja leiðbeiningum okkar frábæra kórstjóra, Hákons Tuma, ehemm, þá meina ég dr. Hákons Tuma sem er fyrrum leikari. Maður hefur heyrt misgóðar sögur af honum en í heildina á hann litið þá er hann ágætur kallinn. Í kórnum þá er ég tenór. Við tenórarnir erum náttúrlega BESTA röddin og höldum uppá okkar tenórasamband. 

Ég veit ekki hvar ég væri ef ég væri ekki í kórnum en eitt er ég öruggur með að ég sé ekki eftir að hafa farið í kórinn því þetta er eitt skemmtilegasta lið sem ég hef hitt.


Fleiri myndir

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Checking the world out, my way

Höfundur

Kristján Haukur Magnússon
Kristján Haukur Magnússon
Eðistræðinemandi við Háskóla Íslands. Tenór við kór sama skóla. Virkur og í stjórn MUN(Model United Nations) Eng:Physics student at the University of Iceland. Tenor at the university chorus. Active in the Model United Nations sociaty.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Handel
  • Sendiráð Kóreu
  • Listarborgin Osló
  • Ein á flakki
  • Ég í Helsinki

Spurt er

Hvenær ætlar kjaradómur að hækka laun ríkisstarfsmanna?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband