Hjólinu mínu stolið

Jæja, ég fór á hjólinu mínu í world class og allt fínt með það. Hjólaði síðan til mömmu að Skúlagötu 64. Fór með hjólið inn en síðan þegar ég kom til baka eftir klst þá var hjólið horfið. Ég varð alveg feykilega fúll. Mér líður rosalega varnarlausum þegar eitthvað svona gerist. Því hvað á ég núna að gera? Lögreglan getur ekkert og hér sit ég með sárt ennið yfir því að einhver skuli hafa stolið frá mér. Man að ég sat einu sinni í fyrirlestri hjá diplómati frá Kenýa í Noregi og hann talaði um heim þar sem allir gátu treyst hvor öðrum. Sorglega sagan er sú að það er bara ekki hægt, jafnvel hérna á klakanum. Nóg af samviskulausu fólki, dópistum o.fl.

Ætli maður geti ekki sjálfum sér kennt um að fara með hjólið í þetta hverfi. Núna er annaðhvort að finna nýtt eða fá hitt. Efa stórlega að lögreglan sé búin að finna það. A.m.k get ég huggað mig við það að þetta var ekki dýrt hjól. En peningur er peningur og peningar vaxa ekki á trjánum. Ce'la'vie, svona er lífið og allt það. Er svolítið óhress með þetta en það lætur mig að minnst að kosti líða betur að setja þetta niður á blað.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Checking the world out, my way

Höfundur

Kristján Haukur Magnússon
Kristján Haukur Magnússon
Eðistræðinemandi við Háskóla Íslands. Tenór við kór sama skóla. Virkur og í stjórn MUN(Model United Nations) Eng:Physics student at the University of Iceland. Tenor at the university chorus. Active in the Model United Nations sociaty.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Handel
  • Sendiráð Kóreu
  • Listarborgin Osló
  • Ein á flakki
  • Ég í Helsinki

Spurt er

Hvenær ætlar kjaradómur að hækka laun ríkisstarfsmanna?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 2177

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband