Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
24.1.2007 | 13:39
Íslendingar sameinumst, verndum rétt okkar sem neytendur
Skv.neytendasamtökunum þá er verið að reyna að eyðileggja verðskuldaðar verðlækkanir okkar Íslendinga sem neytanda á matvörur. Ég ætla mér nú að taka þennan lista með í matvörubúð og ekki kaupa það sem er á listanum. Ég er orðinn leiður á því á að þurfa í sífellu að borga okurfé til þess eins að svelta ekki.
http://www.ns.is/ns/frettir/?cat_id=6413&ew_0_a_id=258629
Ég hvet eindregið fólk að fara eftir þessum lista og sneiða framhjá þeim birgjum sem halda að þeir fái að komast upp með allt.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 12.4.2007 kl. 02:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
30.11.2006 | 07:48
nær engin vikmörk, dónaskapur, smámunasemi og rautt nef
Ég hef ekkert á móti því að hækka sektirnar ef það virkar en vikmörkin voru fín eins og þau voru. Svo virðist sem undanfarið að lögreglan þurfi ekki annað en að koma með tillögu að lögum, næsta dag þá byrji umræðan og eftir mánuð þá er tillagan orðin að lögum. 5 km vikmörk er of lítið og rosalega auðvelt fyrir lögregluna að misnota aðstöðu sína með því að sekta fólk sem fer 6 km yfir hámarkshraða t.d á mörgum götum borgarinnar þar sem stendur 60, 70 eða 80.
Venjulegir lögreglumenn er bara að gera starf sitt og auka þarf umferðaröryggi, sérstaklega á landsvegum. Ég nenni ekki að þurfa alltaf að vera að stara á hraðamælirinn hvort hann sé á 56 eða 66. Það á ekki að breyta miklu, augljóslega þá er samgönguráðherra ósammála mér.
Ef það er eitthvað sem fer í taugarnar á mér er þegar lögreglumönnum, flugvallarstarfsfólki o.fl leyfist að vera með stæla, ruddaskap eða yfirleitt dónaskap þegar ég hef ekki gefið neitt tilefni til. Það má vel vera að vinnudagurinn sé langur hjá þessu fólki en hann er líka langur hjá mér og ekki sé ég mikla þörf til að vera með stæla. Þannig að: gott fólk, verið kurteis hvort við annað, það kostar ekki neitt.
Jæja, á meðan lögreglan fær ekki að ganga með byssur. Ef það er einhverjum sem ég treysti ekki til að ganga með byssu þá eru það ALLIR.
Ekki til að vera smámunasamur en ég var nokkuð viss um að gjaldmælarnir í miðbænum væru gjaldfrjálsir eftir kl 18:30. Því ég tek nokkuð oft eftir fólki að sekta t.d í kringum regnbogann rétt eftir 8 á kvöldin. Má fólk endilega leiðrétta mig ef þetta er rangt hjá mér.
Í lokin þá vill ég minna fólk á að kaupa rautt nef því dagur rauða nefsins á morgunn og fer hagnaðurinn í gott málefni.
Athugið: Eftirfarandi eru bara mínar skoðanir en ekki skoðanir félagshópa sem ég er í.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.11.2006 | 22:24
Stóru málin
Stórum málin hjá okkur undanfarið:
8.11.2006 | 02:35
Þingkosningar BNA
22.10.2006 | 07:37
Jafnræði
Hver er munurinn á feminísta, kvenrembu, karlrembu og jafnræðissinna. Því stundum finnst mér eins og þessir hlutir véfengist fyrir fólki og því þá ekki mér. Að tala sí og æ niðrandi um hitt kynið frekar en þitt er ekki jafnræðissinni. Jafnræðissinni og alvöru feminísti ætti í raun að vera nákvæmlega sami hluturinn.
Fyrir suma þá er jafnræðisbaráttan búin. Einhversstaðar heyrði ég þessa setningu. "Stríðið er búið en baráttan heldur áfram". Ætli það sé ekki svipað hér. T.d í fjölmiðlum, þá er ég að tala um kvikmyndir, blöð o.s.frv. þá virðist sem sumar konur leyfi sér sumar að tala rosalega niðrandi um karlkynið eins og við séum einhvers konar sjúkdómur. Ef karl gerði slíkt hið sama þá er eins og einhver hafi kveikt eld. Jafnræðisreglan merkir að annaðhvort mega allir eða öllum er bannað. Það er enginn millivegur eða undantekningar.
4.5.2006 | 01:03
Kosningar
Alltaf finnst mér sérstakt að þegar kosningar eru í nánd, í stað þess að ræða málefnin þá byrja flokkarnir að benda á hvorn annan og kenna hvor öðrum um vandamálin í þjóðfélaginu.
Samfylkingin og sjálfstæðisflokkurinn, risarnir tveir í Íslenskum stjórnmálum. Samfylkingin kennir sjálfstæðisflokknum sem er í stjórn landsins um hitt og þetta rétt fyrir bæjastjórnakosningar og sjálfstæðisflokkurinn kennir R-listanum sem er í borgarstjórn um hitt og þetta.
Hvað varð um málefnislegar umræður. Mér er alveg sama um hverjum er að kenna. Ég vill bara fá lausn á vandamálunum. Ég sakna gömlu auglýsinganna þar sem var alltaf verið að tala um hversu slæm fíknefni eru. Afhverju er engar auglýsingar í sjónvarpinu sem sýna gosdrykki og ruslfæði sem slæman hlut og grænmeti, ávexti, vatn og hreyfingu sem góðan hlut. Í stað þess að tala um heilbrigði þá er verið að tala um útlitsdýrkun og mismunun á feitu og mjóu fólki. Þegar stjórnmálamenn eru að tala um launajöfnuð eru þeir að tala um sjálfa sig miðað við stjórnmálamenn annars staðar, því "kjaradómur" virðist alltaf vera að hækka þennan sársvelta hóp sem hefur varla efni á að lifa.
Öryrkjar og gamalt fólk. Ég man þegar amma mín varð ellilífeyrisþegi eftir að hafa verið öryrki í þónokkur ár með mjög slæman astma. Hún talaði um það að hún var að fá launalækkun þ.e vegna þess að sem öryrki þá fékk hún hærri lífeyri en eftir að hún fór á eftirlaun. Gaman að sjá þetta mál rétt fyrir kosningar. Hvað gera flokkarnir tveir. Þeir benda á hvorn annan og kenna hvor öðrum um vandamálið. Amma mín sótti um vist á hjúkrunarheimili fyrir nokkrum árum, veit ekki hvort það hefði breytt einhverju ef hún hefði komist inn og efa það en hún dó núna um jólin úr lungnakrabba.
Ég efa ekki að vera stjórnmálamaður fylgi ábyrgð og það sé tímafrekt og geti verið erfitt starf. En ég hef bara aldrei séð Íslenska stjórnmálamenn taka ábyrgð gjörða sinna(kannski bakvið tjöldin), þetta er svona eins og með prestanna, ekki rekinn, bara fluttur í starfi. Síðast þegar ég athugaði þá var nóg um guðfræðinga og þetta land er fullt af hæfu fólki. Jafnvel fyrir stjórnmálalífið. Það sem mér finnst vanta inn á Íslenskt stjórnmálalíf er meiri endurnýjun. Endurnýjun er ekki endilega það hugtak að þurfi meira ungt fólk heldur líka reynt fólk frá öðrum starfsstéttum. Bændur, gjaldkerar, hjúkrunarfræðingar, guðfræðingar, byggingaverkamenn o.fl. Ekki þarf endilega stjórnmálafræðing til að vera góður stjórnmálamaður, sem við erum ábyggilega með sönnunargögn fyrir bæði hér og annarsstaðar í heiminum.
Gjörið svo vel, skammið mig fyrir skoðanir mínar og segjið mér að þær séu heimskulegar. Ekkert er heilagt. Engin skoðun er það hörð að henni megi ekki breyta ef nógu góð rök koma fyrir annarri.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 05:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Checking the world out, my way
Tenglar
Hversdagslistinn
Síðurnar sem ég fer á hverjum degi
- Ríkissjónvarpið Þar sem ég næ fréttunum, er oft í skólanum meðan fréttir eru
- Morgunblaðið Þar sem ég les ekki sorprit eins og DV
- Geimur Geimur, 69 whatever
- Batman Eitt sinn var tilvera.is líka, en nú bara b2
Model UN
Model United Nations
- Student-symposium Happens in Prague
- SweMUN happens in Uppsala
- FinMUN Happens mainly in Helsinki
- IscoMUN Happens in Oslo
Skólinn
Ýmislegt skólatengt
- Bókasala stúdenta We sell books
- Stigull Félag eðlisfræði- og stærðfræðistúdenta
Kórinn
Heimasíður fólk í háskólakórnum
- Einar Einar tenór, ættaður úr Súðavíkinni
- Erna María Sálfræðinemi
- Harpa
- Hlín
- Linda
- Steinunn
- René Giftur og ánægður
- Sigurást Alltaf hress
- Sara Píanó og partý
- Hafdís Partýstelpa
- Gauji Alltaf Hress
- Gísli Tölvusení, kórsení, akidosení, algjör sení
- Þórir Hrafn Harðrokksgaur
- Telma Idolstjarna og tilvonandi móðir
- Jón Ólafur Rútustjóri, hagfræðinemi og...
- Jaako og Elina Finnarnir
- Anna Ósk Anna Ósk
- Bidda Bidda
- Helgi Helgi píanósnillingur
- Ásdís guðfræðinemi
- Einar Steinn Einar Steinn, félagi
- Háskólakórinn Heimasíða kórsins
Myndaalbúm
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 2310
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar