Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Pólítík - að vera diplómatískur

Eitt er það að vera með skoðanir, það má tjá þær á ýmsan máta. Mugabe er rasisti og er meinilla við allt hvítt fólk. Sérstaklega er hann hrifinn að kalla aðra rasista ef þeir sjá eitthvað að hvernig hann stýrir landi sínu. Hann er algjör ídealisti, hann vildi losna við allt fátækt fólk úr landi sínu. Hvað gerir hann, eyðileggur heimili þeirra og rekur það úr borgunum. Hann nær bannar frjálsa fjölmiðlun og er því meinilla við flestalla erlenda fjölmiðla. Það ætti líka einhver að kenna honum reglu um hófsemi og að taka hlutum hægt. Ef hann ákveður eitthvað þá á það að gerast núna. Sem oftast nær hefur ekki góð áhrif á samfélagið í heild sinni. Enginn aðlögunartími.

Ég get fátt annað sagt en að ég voni innilega fyrir hönd Zimbabwe að hann hrekjist frá völdum. Ég er mest hissa á þessum ofstækissinna að hafa ekki sett herlög eða gert sjálfan sig að kóng.


mbl.is Mugabe sækist eftir endurkjöri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Give me liberty or give me death

Serbar eru með stuðning ríkja eins og Kína og Rússland. Hinsvegar er Kosovo-héraðið/landið með stuðning Bandaríkjanna. ESB er náttúrlega klofið, ég skil t.d alveg afhverju Spánn getur ekki bara leyft einhverju landi að koma með einhliða sjálfstæðisyfirlýsingu*.

Ég býst við því að ríkisstjórnin sé að bíða eftir hinum Norðurlöndunum. Allt of oft virðist ríkisstjórnin vera hrædd að styggja hinar þjóðirnar ef við tökum afstöðu. 

Hinsvegar er ég aldrei hrifinn af einhliða yfirlýsingum en ég stórefa að Serbía sé að fara að leyfa Kosovo að vera alveg sjálfstætt. Hvora leiðina sem þetta endar þá er þetta hættulegt ferli. Borgarstyrjöld núna eða sá möguleiki að Kosovo verði aldrei almennilega sjálfstætt.  Hverjir eiga að koma í veg fyrir stríð ef öryggisráðið, ESB og NATO eru föst í deilu.**

*T.d Katalónía
**Tilvitnun: "Give me liberty or give me death", svo virðist sem Kosovo hafi valið þessa leið

 


mbl.is Serbar „ógilda" sjálfstæðisyfirlýsingu Kósóvó
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Virkar ekki gagnvart opnum tengingum

Hvað með staði þar sem tengingar eru opnar. Eins og kaffihús, skóla og stundum stór bæjarsvæði o.s.frv. Varla er hægt að draga þá staði til ábyrgðar fyrir hvað einstaka notendur eru að gera. Reyndar eru ýmsar leiðir færar til að blokkera út suma notkun en það er alltaf hægt að finna leið framhjá þessu.  Þeir lokuðu á Napster,  lokuðu á istorrent, gefa út falskar skrár á torrentsíður o.s.frv. Eins og máltækið segir: "Þar sem er vilji, er til leið". Ég stórefa að Franskir notendur láti allt yfir sig ganga, þeir eru mun færari en við hér á klakanum að mótmæla. Þótt að það sé nú ekki alltaf hlustað á "litla" náungann jafnvel þótt hann sé stundum í miklum meirihluta við þann "stóra".(Raunsæi kapitalismans) 

Þetta krefst samt þess að gera nýja samninga við notendur. Að meina fólki þjónustu sem það er búið að borga fyrir er samt ekkert nýtt. Ríkisstjórnir eru til dæmis sífellt að því ;)


mbl.is Frakkar grípa til aðgerða gegn ólöglegri dreifingu efnis á netinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aðvörun: Ekki nota almenningsklósett

Hér er ég að vísa í frétt úr Vísi sem segir að fíknefnaneytendur hér á landi séu að stinga nálum sínum í ónotaðar klósettrúlur á almenningssalernum í verslunarmiðstöðvum. Skiljandi eftir m.a. smáblóðbletti á rúllunum. Ég er ekki læknir en er nokkuð viss um að þetta veldur smithættu m.a. á lifrarbólgu, kynsjúkdómum o.fl. Á fólk hér á landi virkilega að þurfa að borga með heilsu sinni fyrir fíkn annarra. Ég vona innilega að einhverjar ráðstafanir verði gerðar.

http://www.visir.is/article/20071122/FRETTIR01/71122035  

 


Enemies of the earth as a whole

Global warming is maby not an established fact to some people...

But might I remind some people of the world that it´s stupid to act irresponsibly with our planet.  Relying on our children to find the answers for today´s problems is not always prudent. Even though it´s not totally proven that we´re causing the climate change, that doesn´t mean we can just ignore the possibility.

I understand today´s politcian a bit too well. Today´s solution, tomorrow´s problem...I´m sorry to say, that is one of the biggest problems with politicians today. I hear alot of this line in movies ', the word "apology" get´s thrown alot these days', I´m going to add to it: 'the "word "consequence", seem´s to have only a bit of contemporary effect on today´s politician'.

What dare I ask the politicans, to you expect the world´s population to do?
ignore the problems? with the argument: they´ll probably resolve themselves with time. Yeah...the pain of emotion´s maby resides(goes away), with time...and the scar of the enviromental damage that the human kind is causing right now might heal with time (in some cases in only a few hundred years).

Maby, maby...our children will find the solution, maby not...but I suppose the today´s politican doesn´t really care what people think about them after they´re dead.

This article is written in response to another: 

https://secure.avaaz.org/en/axis_of_warming/n.php/?cl=15547889

 

 


Hegðunarnámskeið!?

Einn góður lögreglustjóri gaf það frá sér að hann vildi að Íslensk börn fari í hegðunarnámskeið í 1 ár eftir grunnskóla áður en það getur haldið áfram í námi. Þetta hljómar í mínum eyrum jafn fáranlega og sú gamla bábilja að ungt fólk mætti ekki fara áfram í námi án þess að hafa bréf um það að það hafi eytt nokkrum árum á góðu sveitarheimili.  Ofbeldi leiðir af sér meira ofbeldi. Það er til fullt af fólki sem lætur sér ekkert segja sér hvernig það á að hegða sér. Væri þægt á meðan það væri á þessu námskeiði og færi síðan annað.

Grunnskólinn og framhaldsskólinn hér á landi er nú þegar lengri en á flestum stöðum ytra. Á virkilega að fara að lengja hann með því að bæta þessu við. Ég vona ekki.  Er ofbeldi mikið, hvernig væri að auka sýnileika lögreglunnar. Á lögreglan ekki að vera hérna til að vernda fólk. Vera boðberi þess að ef fólk ræðst á annað þá verði því refsað.


Ríkisstjórnin

Frjálslyndir, framsókn og sjálfstæðisflokkurinn finnst mér lang líklegasti möguleikinn, frjálslyndir eru ekkert annað en "frjálslyndir" sjálfstæðismenn.

Samfylkingin+Sjálfstæðisflokkurinn, hmm...ef ég ætti að trúa því að hægri og vinstri væru eins og + og - þá ætti þessi stjórn að eyða þeim faktor út og búa til skrýtna miðjustjórn.  Annars finnst mér eins og það verði að fara að finna upp einhver önnur nöfn á þetta. Munurinn á þessu fólki er ekki svo mikill fyrir utan einstaka smáatriði.

Vinstri grænir+Samfylkingin+Framsókn, ehh...stóriðjustefna+náttúruverndarstefna---does not compute. Báxít+vítissódi+mjög mikið af orku=lítið af hreinu áli + mjög mikið af stórhættulegu sulli. Er ekki kominn tími til þess að einhver fari að finna leið til þess að flokka rusl á annan hátt þannig að við þurfum ekki að vera að framleiða efni sem þegar nóg er til af.  

Ég skil ekki þessa kjördæmaskiptingu alveg. En samkvæmt henni þá er skoðun eins landsbyggðamanns mikilvægari en mín, þ.e.a.s lýðræðislega séð. 2000 manns hér eru dropi í hafið og ná varla inn þingmanni á meðan að 2000 manns á Vestfjörðum ná öruggt einhverjum inn.

Ég er samt feginn að kosningarnar eru búnar, það voru engin almennileg rifildi, engar raunverulegar rökræður milli flokka.

Kosningaauglýsingar, ég var spurður hvort ég tæki eftir kosningaauglýsingunum. Auðvitað sagði ég nei enda var ég í prófum. Horfi lítið á sjónvarp yfirleitt og hafði svo sannalega ekki tíma til þess að vera að eyða í auglýsingar.  Kannski einstaka sinnum þá tók ég eftir myndum af einstaka stjórnmálamönnum með bros út á eyrum en fyrir utan það, nei.  

 


Stjórnmálaflokkar, viðurnefnin

Ég hef mjög svo gaman af þessum skrýtnu viðurnefnumsem fólk gefur stjórnmálafólki og flokkum. Hvað köllum við flokkanna nú til dags.

 

Framsóknarflokkurinn: Gamli( og sumir segja núverandi) bændaflokkurinn, afturhaldsflokkurinn

Samfylkingin: Afturhaldskommatittir, krataflokkurinn

Frjálslyndi flokkurinn: Þjóðernis eða rasistaflokkurinn 

Sjálfstæðisflokkurinn: Með eða sjálf bláa höndin, íhaldsmenn, arðræningjaflokkurinn, kvótakóngaflokkurinn. Hvar er Dabbi kóngur?

Íslandshreyfingin: Hægri grænir með Katrín Fjeldsted sem móður

Vinstri grænir: Kommaflokkurinn enda er  Steingrímur "Rauði" rauðhærður

 

Vinsamlegast bætið við fleiri nöfnum í athugasemdir.


Kjaranefnd/dómur

Ég bíð spenntur rétt eftir kosningar, því ég finn á mér að þeir ætli að hækka laun embættismanna rétt einu sinni. Veit ekki hver rök þeirra verða í þetta skiptið en býst við að þau hljómi einhvern veginn á þá leið að þetta sé í raun ekki launahækkun heldur leiðrétting. Síðan er náttúrlega satt, alþingi á í raun engan rétt á að leiðrétta nefndinna þar sem hún stýrir launum allra embættismanna, þ.e líka dómaranna. Er ríkisvaldið ekki skipt.

Vefsíða kjaranefndar:

http://www.kjaranefnd.is/


Neytendur, Íslendingar sameinumst

Að undanförnu þá hafa birgjar  hækkað vöruverð. Fyrir utan það að verð hefur ekkert lækkað sérstaklega mikið þá á nú að taka lækkunina í burtu frá okkur og jafnvel hækka það enn meira. Ég segi NEI TAKK. Nú er komið nóg. Ég mun hlunnfara allar vörur frá þeim birgjum sem leyfa sér að hækka vegna lækkun gengis en aldrei að lækka vegna hækkunar. Listi yfir birgjanna sem hafa hækkað vörur sínar finnst á vefsíðu neytendasamtakanna hérna: 

http://ns.is/ns/verdkannanir/?ew_news_onlyarea=content1&ew_news_onlyposition=2&cat_id=11821&ew_2_a_id=260490


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Checking the world out, my way

Höfundur

Kristján Haukur Magnússon
Kristján Haukur Magnússon
Eðistræðinemandi við Háskóla Íslands. Tenór við kór sama skóla. Virkur og í stjórn MUN(Model United Nations) Eng:Physics student at the University of Iceland. Tenor at the university chorus. Active in the Model United Nations sociaty.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Handel
  • Sendiráð Kóreu
  • Listarborgin Osló
  • Ein á flakki
  • Ég í Helsinki

Spurt er

Hvenær ætlar kjaradómur að hækka laun ríkisstarfsmanna?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband