kosningarmálefnin + útúrdúr með stúdentapólítík

Það sem er verið að ræða í Rvík: Einhver rosaleg áhersla á staðsetningu flugvallarins & Sundabraut...mikilvægir punktar en samt ekki aðalmálefnin sem ég hef áhyggjur af

Ef kosið er X-D, yrði(?) "nískan minnkuð" af hendi ríkisstjórnarinnar gagnvart borginni, er nokkuð öruggur að það yrði hætt að tala um eyðslusemi .

Ef kosið er X-S, við hverja verður farið í stjórnarsamstarf. Myndi stjórnarsamstarf á milli D og S leiða til aðgerðaleysis eða sterks meirihlutastjórnar sem hlustar mjög lítið á minnihlutann.

Vinstri grænir, frjálslyndir og framsókn: Efa að vinstri grænir og sjálfstæðisflokkurinn fari í sömu körfu. Frjálslyndir og framsókn gætu farið hvora leið...í D eða S. Þar sem báðir eru miðjuflokkar, gæti farið eftir því hvort þetta séu hægrisinnaðir-frjálslyndir eða vinstrisinnaðir, sama með framsókn, þótt þeir virðast oft haga sér þannig að þeir komi með ef þeir fá sín aðalmálefni fram. Veit ekki hversu sterk framsóknin er núna.

 

Sem námsmaður þá eru mín málefni flest ótengd bæjarstjórn.

Eina sem ég segi að ef hækka á námsgjöld þá vill ég fá eitthvað í staðinn. T.d betri stóla. Sitja í 6 klst í þessum óþægilegu stólum á bókasafninu fer alveg með neðra bakið á mér þar sem enginn stuðningur er við það. En hvað á maður að gera, ríkisstjórnin vildi fá hærri skólagjöld. Ætli þetta skólatorg eigi að koma í staðinn fyrir hækkunina, sé ekki tilganginn. Ég fer yfirleitt bara í mitt hús(VR I, II eða III, einstaka sinnum askjan), læri þar, fer í kórinn. Síðan er bara farið heim. Deildirnar gera rosalega lítið sín á milli. Ég stari á fólk þegar það ætlast til þess að ég þekki einhvern bara vegna þess að hann/hún er í háskólanum. Ekki bara það að þetta séu 9000 manns, deildirnar tengjast nær ekkert hvor annarri og félagslíf hverar skorar fyrir sig tengjast oft lítið. Eini félagslegi atburðurinn sem ég veit um þar sem allar skorirnar koma er októberfestival. Kannski er þetta allt í lagi. Við erum þarna til að læra. En ég hef heyrt alla mína ævi að háskólafélagslífið sé betra en í grunnskóla og framhaldsskóla. Fyrir mitt leyti þá hefur það reynst rétt en það er vegna þess að ég er í kórnum, fer á MUN(Model United Nations) en tek þó aðeins of lítinn þátt í félagslífi Stiguls(félag eðlisfræði- og stærðfræðinema), en ég get bara ekki meira. Einhvern tíma verð ég að læra, ekki eins og námið bíði, stundum finnst mér að ég sé ekki að læra neitt. Síðan kemur prófundirbúningurinn, mér finnst ég ekkert undirbúinn en fræðin fljóta úr huganum yfir á blaðið. Ekki nóg með það heldur læðast inn skrýtin orð og málfar í orðaforðann minn sem ég notaði aldrei fyrr.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Checking the world out, my way

Höfundur

Kristján Haukur Magnússon
Kristján Haukur Magnússon
Eðistræðinemandi við Háskóla Íslands. Tenór við kór sama skóla. Virkur og í stjórn MUN(Model United Nations) Eng:Physics student at the University of Iceland. Tenor at the university chorus. Active in the Model United Nations sociaty.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Handel
  • Sendiráð Kóreu
  • Listarborgin Osló
  • Ein á flakki
  • Ég í Helsinki

Spurt er

Hvenær ætlar kjaradómur að hækka laun ríkisstarfsmanna?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 2310

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband