21.3.2007 | 04:44
Undanfarið...
Jæja, við skulum sjá...hvað gerði ég seinnasta mánuðinn: Ég fór til Kanada, Toronto. Það var æðislegt, CN turninn o.s.frv. Fyrir utan það þá hef ég verið að gera alla þessa hluti sem ég geri venjulega. Þ.e salsa-námskeiðið, kórinn, skólinn o.s.frv. Einmitt núna þá er ég að gera ritgerð um Ísrael-Palestínu vandamálið. Mér finnst þetta voðalega skrýtið vandamál og afskaplega óflókið. Vandamálið virðist aðallega felast í fjár- og öryggismálum. Trúarmálin eru líka mikilvæg en virðast samt varla vera eins mikið mál og er látið líta út fyrir í almennum fjölmiðlum. Ætli þetta merki ekki bara eins og alltaf að maður á alltaf að taka inn nýjar upplýsingar með efa og í tilliti til staðreynda. Síðan þarf ég í raun að fylla inn restina með skoðunum, þ.e.a.s hvernig ég álít hlutina vera útfrá þessum staðreyndum.
IceMUN-liðið virðist vera spennt fyrir næstu kosningar, Vera vill bjóða sig fram til formanns, Óli vill bjóða sig til formanns og síðan er fólk að hvetja mig að gera slíkt hið sama. Ég er hæstánægður með að IceMUN skuli draga að sér svona mikinn áhuga og vona ég innilega að okkur takist að gera ráðstefnuna lengri, skemmtilegri og betri. Veit ég að Varði gerði mjög gott starf á sínum tíma en hans markmið eru yfirleitt að gera ráðið sjálft(hlutverkaleikinn) eins professional og hægt er. Sem er allt gott og blessað en oft þá þarf gaman að fylgja alvöru til að draga inn fólk og láta það hafa áhuga. Vonandi endar þetta samt ekki bara í einu stóru fyllerí því mér finnst hlutverkaleikurinn mjög mikilvægur og leiðist þegar fólk tekur þessu svo ekki alvarlega.
Ég á nokkur verkefni aðallega framundan, ritgerðin um Hulduorku, fyrirlestur um hröðlun agna, samanburðarritgerð úr 3 kafla Negotiator, sögu í Creative writing, heimaverkefni í Rafsegulfræði og Tölulegri Greiningu, fyrirlestur um varmafræði fjallgöngumanna. Síðan má ég aldrei gleyma stærðfræðinni. Fyrir utan það þá þarf ég að lesa mig aðeins upp í almennu afstæðiskenningunni. Lífið er alltaf fjör. Ég verð samt feginn þegar þetta misseri er búið.
Ekki það að það taki eitthvað spennandi við. Eins og ég sé það, þá er fólk búið að planna mestallt sumarið fyrir mig. Eftir próf þá er vorferðaleg kórsins og tónleikar. Síðan vinn ég eins og þræll í mánuð. Síðan byrjar eitt sumarnámskeið um Evrópu og möguleika hennar. Síðan fer ég líklegast á Hróaskeldu, kannski Interail í tvær vikur eða eitthvað annað skemmtilegt, Ólafsvaka síðan endar þessi mánuður með verslunarmannahelginni. Eins og ég sé það þá vill fólk að ég fari til vestmanneyja með þeim...kannski að það sé góð hugmynd
Síðan stúdera ég fyrir sumarpróf...annars þá er lífið bara fínt. Eftir sumarpróf þá fer ég, Einar Steinn og finnsku hjónin Jaako og Elina til Lapplands. Ég vona innilega að þetta verði skemmtileg ferð.
Um bloggið
Checking the world out, my way
Tenglar
Hversdagslistinn
Síðurnar sem ég fer á hverjum degi
- Ríkissjónvarpið Þar sem ég næ fréttunum, er oft í skólanum meðan fréttir eru
- Morgunblaðið Þar sem ég les ekki sorprit eins og DV
- Geimur Geimur, 69 whatever
- Batman Eitt sinn var tilvera.is líka, en nú bara b2
Model UN
Model United Nations
- Student-symposium Happens in Prague
- SweMUN happens in Uppsala
- FinMUN Happens mainly in Helsinki
- IscoMUN Happens in Oslo
Skólinn
Ýmislegt skólatengt
- Bókasala stúdenta We sell books
- Stigull Félag eðlisfræði- og stærðfræðistúdenta
Kórinn
Heimasíður fólk í háskólakórnum
- Einar Einar tenór, ættaður úr Súðavíkinni
- Erna María Sálfræðinemi
- Harpa
- Hlín
- Linda
- Steinunn
- René Giftur og ánægður
- Sigurást Alltaf hress
- Sara Píanó og partý
- Hafdís Partýstelpa
- Gauji Alltaf Hress
- Gísli Tölvusení, kórsení, akidosení, algjör sení
- Þórir Hrafn Harðrokksgaur
- Telma Idolstjarna og tilvonandi móðir
- Jón Ólafur Rútustjóri, hagfræðinemi og...
- Jaako og Elina Finnarnir
- Anna Ósk Anna Ósk
- Bidda Bidda
- Helgi Helgi píanósnillingur
- Ásdís guðfræðinemi
- Einar Steinn Einar Steinn, félagi
- Háskólakórinn Heimasíða kórsins
Myndaalbúm
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 2310
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning