14.5.2007 | 01:13
Ríkisstjórnin
Frjálslyndir, framsókn og sjálfstæðisflokkurinn finnst mér lang líklegasti möguleikinn, frjálslyndir eru ekkert annað en "frjálslyndir" sjálfstæðismenn.
Samfylkingin+Sjálfstæðisflokkurinn, hmm...ef ég ætti að trúa því að hægri og vinstri væru eins og + og - þá ætti þessi stjórn að eyða þeim faktor út og búa til skrýtna miðjustjórn. Annars finnst mér eins og það verði að fara að finna upp einhver önnur nöfn á þetta. Munurinn á þessu fólki er ekki svo mikill fyrir utan einstaka smáatriði.
Vinstri grænir+Samfylkingin+Framsókn, ehh...stóriðjustefna+náttúruverndarstefna---does not compute. Báxít+vítissódi+mjög mikið af orku=lítið af hreinu áli + mjög mikið af stórhættulegu sulli. Er ekki kominn tími til þess að einhver fari að finna leið til þess að flokka rusl á annan hátt þannig að við þurfum ekki að vera að framleiða efni sem þegar nóg er til af.
Ég skil ekki þessa kjördæmaskiptingu alveg. En samkvæmt henni þá er skoðun eins landsbyggðamanns mikilvægari en mín, þ.e.a.s lýðræðislega séð. 2000 manns hér eru dropi í hafið og ná varla inn þingmanni á meðan að 2000 manns á Vestfjörðum ná öruggt einhverjum inn.
Ég er samt feginn að kosningarnar eru búnar, það voru engin almennileg rifildi, engar raunverulegar rökræður milli flokka.
Kosningaauglýsingar, ég var spurður hvort ég tæki eftir kosningaauglýsingunum. Auðvitað sagði ég nei enda var ég í prófum. Horfi lítið á sjónvarp yfirleitt og hafði svo sannalega ekki tíma til þess að vera að eyða í auglýsingar. Kannski einstaka sinnum þá tók ég eftir myndum af einstaka stjórnmálamönnum með bros út á eyrum en fyrir utan það, nei.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Checking the world out, my way
Tenglar
Hversdagslistinn
Síðurnar sem ég fer á hverjum degi
- Ríkissjónvarpið Þar sem ég næ fréttunum, er oft í skólanum meðan fréttir eru
- Morgunblaðið Þar sem ég les ekki sorprit eins og DV
- Geimur Geimur, 69 whatever
- Batman Eitt sinn var tilvera.is líka, en nú bara b2
Model UN
Model United Nations
- Student-symposium Happens in Prague
- SweMUN happens in Uppsala
- FinMUN Happens mainly in Helsinki
- IscoMUN Happens in Oslo
Skólinn
Ýmislegt skólatengt
- Bókasala stúdenta We sell books
- Stigull Félag eðlisfræði- og stærðfræðistúdenta
Kórinn
Heimasíður fólk í háskólakórnum
- Einar Einar tenór, ættaður úr Súðavíkinni
- Erna María Sálfræðinemi
- Harpa
- Hlín
- Linda
- Steinunn
- René Giftur og ánægður
- Sigurást Alltaf hress
- Sara Píanó og partý
- Hafdís Partýstelpa
- Gauji Alltaf Hress
- Gísli Tölvusení, kórsení, akidosení, algjör sení
- Þórir Hrafn Harðrokksgaur
- Telma Idolstjarna og tilvonandi móðir
- Jón Ólafur Rútustjóri, hagfræðinemi og...
- Jaako og Elina Finnarnir
- Anna Ósk Anna Ósk
- Bidda Bidda
- Helgi Helgi píanósnillingur
- Ásdís guðfræðinemi
- Einar Steinn Einar Steinn, félagi
- Háskólakórinn Heimasíða kórsins
Myndaalbúm
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 2310
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning