Ríkisstjórnin

Frjálslyndir, framsókn og sjálfstæðisflokkurinn finnst mér lang líklegasti möguleikinn, frjálslyndir eru ekkert annað en "frjálslyndir" sjálfstæðismenn.

Samfylkingin+Sjálfstæðisflokkurinn, hmm...ef ég ætti að trúa því að hægri og vinstri væru eins og + og - þá ætti þessi stjórn að eyða þeim faktor út og búa til skrýtna miðjustjórn.  Annars finnst mér eins og það verði að fara að finna upp einhver önnur nöfn á þetta. Munurinn á þessu fólki er ekki svo mikill fyrir utan einstaka smáatriði.

Vinstri grænir+Samfylkingin+Framsókn, ehh...stóriðjustefna+náttúruverndarstefna---does not compute. Báxít+vítissódi+mjög mikið af orku=lítið af hreinu áli + mjög mikið af stórhættulegu sulli. Er ekki kominn tími til þess að einhver fari að finna leið til þess að flokka rusl á annan hátt þannig að við þurfum ekki að vera að framleiða efni sem þegar nóg er til af.  

Ég skil ekki þessa kjördæmaskiptingu alveg. En samkvæmt henni þá er skoðun eins landsbyggðamanns mikilvægari en mín, þ.e.a.s lýðræðislega séð. 2000 manns hér eru dropi í hafið og ná varla inn þingmanni á meðan að 2000 manns á Vestfjörðum ná öruggt einhverjum inn.

Ég er samt feginn að kosningarnar eru búnar, það voru engin almennileg rifildi, engar raunverulegar rökræður milli flokka.

Kosningaauglýsingar, ég var spurður hvort ég tæki eftir kosningaauglýsingunum. Auðvitað sagði ég nei enda var ég í prófum. Horfi lítið á sjónvarp yfirleitt og hafði svo sannalega ekki tíma til þess að vera að eyða í auglýsingar.  Kannski einstaka sinnum þá tók ég eftir myndum af einstaka stjórnmálamönnum með bros út á eyrum en fyrir utan það, nei.  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sjö og sex?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Checking the world out, my way

Höfundur

Kristján Haukur Magnússon
Kristján Haukur Magnússon
Eðistræðinemandi við Háskóla Íslands. Tenór við kór sama skóla. Virkur og í stjórn MUN(Model United Nations) Eng:Physics student at the University of Iceland. Tenor at the university chorus. Active in the Model United Nations sociaty.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Handel
  • Sendiráð Kóreu
  • Listarborgin Osló
  • Ein á flakki
  • Ég í Helsinki

Spurt er

Hvenær ætlar kjaradómur að hækka laun ríkisstarfsmanna?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 2310

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband