19.9.2006 | 04:00
Eftirfarandi var í morgunblaðinu um frænku mína -minningargreinar
Föstudaginn 15. september, 2006 - Minningargreinar
Alla Lúthersdóttir
Alla Lúthersdóttir fæddist á Akureyri 25. apríl 1944. Hún lést á lungnadeild Landspítalans í Fossvogi hinn 4. september síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Eymundur Lúther Jóhannsson, f. í Utah í Bandaríkjunum 31. desember 1893, d. 16.
Sambýlismaður Öllu var Kristjón Ómar Pálsson, f: 13.10. 1944, d. 1.6. 2004. Börn þeirra eru: Fósturdóttir 1) Lára M. Williams, f. 4.4. 1963, maki Mark Williams, f. 14.1. 1958, synir hennar eru Páll Árnason, f. 22.12. 1983, og Almar Hákon Heiðarsson. f. 7.10. 1985. 2) Sigrún Ómarsdóttir, f. 9.7. 1967, maki Sigurður B. Magnússon, f. 10.4. 1967. Synir þeirra eru Stefán Már, f. 13.11. 1996, og Rúnar Smári, f. 3.6. 2003. 3) Sigríður Alma, f. 3.10. 1972, maki Kári Viðar Rúnarsson, f. 26.11. 1975, dóttir þeirra er Bergþóra, f. 9.6. 2004. 4) Ólafur. f. 20.2. 1975, maki Stacey Williams, f. 7.5. 1980, synir hans eru Ismael Þór, f. 22.4. 1997, og Daníel Óðinn, f. 26.10. 2005.
Sambýlismaður 2 var Sigurður Jónatan Jóhannsson, f. 29.9. 1938.
Útför Öllu verður gerð frá Keflavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14.
Við ferðuðumst víða um heiminn og alltaf kom mamma til okkar í heimsókn. Hún var jú kona og elskaði að ferðast og versla í útlöndum, naut góða veðursins til fullnustu, dansaði kántrídansa og leið vel. Hún eignaðist marga vini jafnt hérlendis sem erlendis og var hrókur alls fagnaðar.
Móðir mín hjálpaði ömmudrengjunum sínum mikið ef á móti blés. Hún hjálpaði mér að koma þeim á rétta braut, enda talaði hún mikið um þá í seinni tíð og var mjög stolt af því að þeir völdu menntaveginn.
Sú minning sem er mér efst í hug er þegar ég þurfti mest á móður minna að halda. Ég bjó í Chicago og var að fara í gegnum miklar breytingar í mínu lífi. Móðir mín var komin áður en ég vissi, til að vera mér og strákunum innan handar. Þá var hún orðin 60 ára gömul og öryrki en alltaf ung í anda. Elsku móðir mín hjálpaði mér í gegnum mjög erfiðan tíma. Við ferðuðumst þvert yfir Bandaríkin. Ég keyrði flutningabíl með litla bílinn í togi, það tók okkur þrjá daga að komast á leiðarenda. Ég mun aldrei gleyma hvað hún var mér mikil hjálp. Mamma neitaði að fara heim fyrr en ég væri komin í örugga höfn. Hún kom aftur til Íslands um haustið eftir sex mánaða dvöl.
Elsku mamma, við Páll og Almar þökkum þér allt sem þú hefur gert fyrir okkur, það er alveg ómetanlegt. Þú stóðst þig eins og hetja í veikindum þínum. Við munum sakna þín alla tíð en núna eru þjáningar þínar á enda. Hvíl í friði, elsku mamma mín. Þín verður alltaf saknað og við verðum að læra að sætta okkur við það að Guð tók þig til sín allt of snemma.
mikið ertu falleg.
Við munum ávallt minnast þín
þegar ljósið skín.
Þín dóttir
Lára.
Sunnudaginn 17. september, 2006 - Minningargreinar
Alla Lúthersdóttir
Alla Lúthersdóttir fæddist á Akureyri 25. apríl 1944. Hún lést á lungnadeild Landspítalans í Fossvogi hinn 4. september síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Keflavíkurkirkju 15. september.
Ég get nú ekki sagt að ég hafi alltaf verið sammála hennar lífsstíl og oft rifumst við um óþarfa hluti sem maður hefði nú betur getað látið kyrrt liggja en eins og sagt er er gott að vera vitur eftir á.
Ég veit nú ekki hvort það á við mig og mömmu því við virtumst alltaf vera að rífast um sama hlutinn, ég held að það hafi bara verið okkar leið til að segja hvað okkur þótti vænt hvoru um annað.
Æi, mamma hvað ég á nú eftir að sakna þín, þú varst alltaf til staðar fyrir mig, ég þurfti bara hringja eitt símtal og þar varstu. En þegar ég hringdi í þig frá Flórída og fékk ekkert svar vissi ég að eitthvað var að og seinna um kvöldið fékk ég hringingu sem staðfesti það. Af hverju þú, þú sem varst svo lífsglöð og yndisleg kona? En allt tekur enda og ég er viss um að þér er ætlað stærra hlutverk annars staðar þar sem þú ert frjáls frá áhyggjum og erfiði og þó þú sért farin verður þú ávallt á lífi í mér. Ég veit þú munt ætíð fylgja mér, hvar svo sem í heiminum ég verð.
Mamma, ég elska þig meira en orð fá lýst og næst þegar ég verð spurður hver hún móðir mín sé, mun ég geta sagt fullur stolts: Það er hún Alla Lúthers, yndisleg móðir og amma.
Vertu blessuð, elsku mamma mín, ég veit þú hvílir á betri stað.
Við Ismael og Daníel elskum þig.
Þinn sonur
Ólafur.
Ég sit í íbúðinni þinni og finnst eins og þú sért þar, Bergþóra gengur um og leitar að þér, en þú ert ekki þarna, þú ert farin. Ég get ekki lýst sorginni og söknuðinum sem býr í hjartanu. Þú skilur eftir stórt skarð sem ekki er hægt að fylla í.
Elsku mamma, við vorum ekki alltaf sáttar enda báðar líkar í skapi. Þér þótti sopinn góður, þó á seinni árum væri ekki mikið gert af því enda lifðir þú fyrir barnabörnin. Þú hafðir gaman af lífinu þó það væri erfitt og ósanngjarnt á köflum og elskaðir að hafa alla í kringum þig. Þegar við komum með Bergþóru upp á sjúkrahús þá glaðvaknaðir þú til að geta spjallað við hana og hún sagði alltaf að þú værir svo fín og að þú værir að kúra. Þessar sjö vikur sem þú lást á spítalanum voru þér erfiðar en þú hélst gleðinni og húmornum og sagðir alltaf að þú færir heim á morgun eða í vikunni.
En elsku mamma mín, það kom að því að veikindin urðu þér um megn og þú varðst að kveðja, við sátum hjá þér allan sólarhringinn síðustu daga og vorum undirbúin að eitthvað myndi gerast á morgun en ekki í dag. Hvíl í friði og takk fyrir allar þær stundir sem þú áttir með okkur, við elskum þig og minningin um þig mun ylja okkur um hjartarætur.
í sál mína, og ljós á minn veg
ég áður var andlega blinduð,
nú enginn er skyggnari en ég.
Þig leit ég - þú fögnuð mér færðir
þess fullviss er sála mín,
að með þér er ljúfast að lifa,
en lífið er dauði án þín.
(Alla Lúthersdóttir)
Þín dóttir, tengdasonur og dótturdóttir
Sigríður Alma, Kári og
Bergþóra.
Nú er komið að kveðjustund, elsku mamma. Þetta er allt svo óraunverulegt, þú kvaddir okkur allt of fljótt og eftir stöndum við sem elskuðum þig svo mikið og eigum erfitt með að trúa því að þú eigir ekki eftir að birtast allt í einu í eldhúsinu okkar eins og þú varst vön að gera. Komst bara til að segja hæ eða heilsa upp á ömmustrákana þína sem þér þótti svo vænt um. Þetta á eftir að verða erfitt hjá þeim þar sem þú varst alltaf til staðar fyrir þá. Þegar Rúnar byrjaði í leikskólanum þá sóttir þú hann fyrstu mánuðina strax eftir hádegislúrinn því að þér fannst allt of langur tími fyrir hann að vera allan daginn. Og Stefán gat alltaf treyst á að þú værir komin heim til okkar til að taka á móti honum þegar skólinn var búinn.
Þú áttir fallegt heimili og hafðir gaman af því að gera fínt í kringum þig. Allt glingrið og dótið sem þú komst svo haganlega fyrir, ég er ekki frá því að þú hafir verið svolítill sígauni í þér. Þú fékkst þinn skerf af erfiðleikum og mótlæti í lífinu en alltaf gastu litið á björtu hliðarnar og haldið í góða skapið. Þetta sást best þegar þú varst fársjúk á spítalanum og við vissum að það gat brugðið til beggja vona. Þú helst alltaf í vonina og áttir þér marga drauma sem þú varst viss um að þú hefðir nægan tíma til að framkvæma. Þú hélst uppi glaðværðinni og það var mikið hlegið og fíflast svo að hjúkrunarkonum þótti stundum nóg um. En þar kom að því að þú varðst að játa þig sigraða. Þegar við vissum báðar að hverju stefndi þá gaf ég þér loforð. Og þegar minn tími kemur þá munum við verða saman aftur og hvíla hlið við hlið. Söknuðurinn og sársaukinn er næstum óbærilegur en ég veit að með tímanum mun eftir standa minningin um yndislega móður og ömmu.
Elsku besta mamma mín, takk fyrir allt.
Sigrún.
Allir sem ég þekki sakna ömmu. Enda var hún góð kona, svo góð að ég þurfti aldrei að fara til dagmömmu þegar ég var lítill því að hún passaði mig. Ég vildi óska að hún væri enn hjá mér. Guð passi ömmu mína, vonandi líður henni vel þar sem hún er núna.
Takk fyrir allt sem að þú gerðir fyrir mig, amma mín.
Stefán Már.
Um bloggið
Checking the world out, my way
Tenglar
Hversdagslistinn
Síðurnar sem ég fer á hverjum degi
- Ríkissjónvarpið Þar sem ég næ fréttunum, er oft í skólanum meðan fréttir eru
- Morgunblaðið Þar sem ég les ekki sorprit eins og DV
- Geimur Geimur, 69 whatever
- Batman Eitt sinn var tilvera.is líka, en nú bara b2
Model UN
Model United Nations
- Student-symposium Happens in Prague
- SweMUN happens in Uppsala
- FinMUN Happens mainly in Helsinki
- IscoMUN Happens in Oslo
Skólinn
Ýmislegt skólatengt
- Bókasala stúdenta We sell books
- Stigull Félag eðlisfræði- og stærðfræðistúdenta
Kórinn
Heimasíður fólk í háskólakórnum
- Einar Einar tenór, ættaður úr Súðavíkinni
- Erna María Sálfræðinemi
- Harpa
- Hlín
- Linda
- Steinunn
- René Giftur og ánægður
- Sigurást Alltaf hress
- Sara Píanó og partý
- Hafdís Partýstelpa
- Gauji Alltaf Hress
- Gísli Tölvusení, kórsení, akidosení, algjör sení
- Þórir Hrafn Harðrokksgaur
- Telma Idolstjarna og tilvonandi móðir
- Jón Ólafur Rútustjóri, hagfræðinemi og...
- Jaako og Elina Finnarnir
- Anna Ósk Anna Ósk
- Bidda Bidda
- Helgi Helgi píanósnillingur
- Ásdís guðfræðinemi
- Einar Steinn Einar Steinn, félagi
- Háskólakórinn Heimasíða kórsins
Myndaalbúm
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.