Virkar ekki gagnvart opnum tengingum

Hvað með staði þar sem tengingar eru opnar. Eins og kaffihús, skóla og stundum stór bæjarsvæði o.s.frv. Varla er hægt að draga þá staði til ábyrgðar fyrir hvað einstaka notendur eru að gera. Reyndar eru ýmsar leiðir færar til að blokkera út suma notkun en það er alltaf hægt að finna leið framhjá þessu.  Þeir lokuðu á Napster,  lokuðu á istorrent, gefa út falskar skrár á torrentsíður o.s.frv. Eins og máltækið segir: "Þar sem er vilji, er til leið". Ég stórefa að Franskir notendur láti allt yfir sig ganga, þeir eru mun færari en við hér á klakanum að mótmæla. Þótt að það sé nú ekki alltaf hlustað á "litla" náungann jafnvel þótt hann sé stundum í miklum meirihluta við þann "stóra".(Raunsæi kapitalismans) 

Þetta krefst samt þess að gera nýja samninga við notendur. Að meina fólki þjónustu sem það er búið að borga fyrir er samt ekkert nýtt. Ríkisstjórnir eru til dæmis sífellt að því ;)


mbl.is Frakkar grípa til aðgerða gegn ólöglegri dreifingu efnis á netinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Maður nú farinn að hallast alvarlega að því að höfundarréttur og dreifingarréttur séu alvarlega misnotuð hugtök af meintum þolendum.

Kristján (IP-tala skráð) 24.11.2007 kl. 19:16

2 Smámynd: Kristján Haukur Magnússon

Stundum veit ég ekki hver er að hagnast á þessu braski, t.d er verð á mörgum dvd-diskum hér á landi út í hött, afhverju þarf ég að borga 2999 kr fyrir eitthvað sem fólk út í Englandi fær fyrir 5-10 pund. Það er kannski ekki alltaf þannig en því miður allt of oft.

Kristján Haukur Magnússon, 24.11.2007 kl. 20:11

3 identicon

Þessi útgáfufyrirtæki ættu bara að nútímavæða sig aðeins, eins og t.d. að gefa myndir og tónlist út á netinu í góðum gæðum gegn vægu gjaldi, menn ná í myndir og tónlist því það er allt of dýrt að kaupa þetta út úr búð. Maður sem sækir sér 100 myndir í gegnum netið myndi sennilega aldrei kaupa nema hámark 10 myndir úr búð en myndi sennilega sækja mun fleiri ef það væri hægt að kaupa þær í góðum gæðum á netinu.

Gams (IP-tala skráð) 24.11.2007 kl. 21:56

4 Smámynd: Villi Asgeirsson

Kíkið á mitt blogg. Ég er um það bil að fara að gefa nýju myndina út á netinu. If you can't beat them, join them.

Villi Asgeirsson, 25.11.2007 kl. 13:19

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tveimur og nítján?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Checking the world out, my way

Höfundur

Kristján Haukur Magnússon
Kristján Haukur Magnússon
Eðistræðinemandi við Háskóla Íslands. Tenór við kór sama skóla. Virkur og í stjórn MUN(Model United Nations) Eng:Physics student at the University of Iceland. Tenor at the university chorus. Active in the Model United Nations sociaty.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Handel
  • Sendiráð Kóreu
  • Listarborgin Osló
  • Ein á flakki
  • Ég í Helsinki

Spurt er

Hvenær ætlar kjaradómur að hækka laun ríkisstarfsmanna?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 2136

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband