Samt úr eldinum í öskuna

Lítum á kosti og galla þessara tveggja fíklalífa

Tölvuleikjafíkillinn:
Kostur: Jafnvel þótt að þú sért tölvuleikjafíkill þá forðast fólk þig ekki nema þú spilir það hart að þú farir ekki í bað.
Kostur og galli: Margir af þessum síspilunarleikjum eru eins og Irkið/MSN á háu stigi, þú spilar með einhverju liði og hengur með þeim og gerir hitt og þetta, sem er kannski ekki að gerast í alvörunni en getur verið jafnraunverulegt fyrir þeim sem spilar leikinn og að spila snóker, keilu, tennis o.fl. Spjall o.fl er m.a. partur af þessu. Samt ekki nema eins langt og þér finnst nauðsynlegt, sem er alveg eins og í raunveruleikanum. Netvinir eru samt ekki alveg eins og raunverulegir vinir, a.m.k ekki fyrir mér.
Galli: Sameiginlegur galli bæði tölvuleikjafíkilsins og fíknefnafíkilsins er lítil líkamshreyfing, til eru undantekningar eins og í virtual reality og með nýjustu leikjatölvunum þar sem þú þarft í alvörunni að hreyfa þig rétt til að vinna.
Galli: Lítil útivera, því miður á þetta einnig við flest fólk í dag, þar sem flestir hlutir af okkar daglegum hlutum er inni. Nei, fólk...það að sitja í kaffihúsi er ekki að vera úti.
Galli: Mikil notkun tölvuleikja/tölva getur eyðilagt í fólki sjónina og heyrnina ef hljóðgjafinn er stilltur of hátt.

Fíknefnafíkilinn
Galli: Sameiginlegur galli bæði tölvuleikjafíkilsins og fíknefnafíkilsins er lítil líkamshreyfing, til eru undantekningar þar sem sum efni gera fólk alveg ofurvirkt þangað til spennan deyr út.
Galli: Fíknefni eyðileggja oft mörg boðefni í heilanum, mynda oft aukaefni og eru rosalega ánetjandi þar sem fráhvarfseinkenni geta verið ansi slæm.
Galli: Minni verður oft á tíðum hræðilegt, húð og líkami eldist mun hraðar sökum aukaefna o.fl.

 

Ég spilaði tölvuleiki hérna áður fyrr en hef aldrei prófað fíknefni og mun aldrei gera það. Fyrir mér eru fíknefni eins og sígarettur, geta virkað svalt fyrir suma í stutta stund uns þeir deyja eða hrörna undan "aukaverkunum". Ég bara "því miður" sé enga kosti við þessa siði.


mbl.is Sonurinn flúði úr heimi fíkniefna í heim tölvuleikja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Askan er þó oftast betri en eldurinn...

Bjarni Ben (IP-tala skráð) 24.11.2007 kl. 19:04

2 Smámynd: Kristján Haukur Magnússon

Enda er meiningin frá öskunni í eldinn sú að fara úr vondu yfir í verra, þannig já

Kristján Haukur Magnússon, 24.11.2007 kl. 20:09

3 identicon

Frekar einfalt, annað drepur þig, hitt ekki :)

Birna (IP-tala skráð) 4.12.2007 kl. 16:42

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sex og sextán?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Checking the world out, my way

Höfundur

Kristján Haukur Magnússon
Kristján Haukur Magnússon
Eðistræðinemandi við Háskóla Íslands. Tenór við kór sama skóla. Virkur og í stjórn MUN(Model United Nations) Eng:Physics student at the University of Iceland. Tenor at the university chorus. Active in the Model United Nations sociaty.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Handel
  • Sendiráð Kóreu
  • Listarborgin Osló
  • Ein á flakki
  • Ég í Helsinki

Spurt er

Hvenær ætlar kjaradómur að hækka laun ríkisstarfsmanna?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 2310

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband