Ferðalagið með móður minni og systur

Þar sem systir mín virtist vilja að ég skrifaði aðeins meira um ferðina mína með þeim þá skal ég gera það.
Rétt eftir að ég, Einar Steinn og Doddi fórum kringum landið á einni helgi þá komum við í kringum miðnætti til Reykjavíkur. Ég komst þó ekki heim fyrr en kl 2 því ég þurfti að aka fyrst til frænda minna sem töluðu við mig í tvær klst. Síðan kom ég heim, svaf í nokkrar klst, vaknaði, pakkaði, hringdi í mömmu og athugaði hvort hún væri tilbúinn. Eftir smástund kom hún og sótti mig. Fyrst fórum við heim til mömmu og ég fékk mér kjötsúpu, síðan til Hilla frænda til að köttur systur minnar nyti sín þar á meðan ferðalagi okkar stæði. Fórum við í Nexus og ég keypti nokkrar myndasögubækur til að lesa á flugvöllum. Gekk heim til mömmu og þaðan fórum við á flugvöllinn kl 15. Síðan fórum við til London.
Í London þá gistum við í litlu gistihúsi/hóteli í litlum bæ rétt hjá Stanstead. Var ég ekki ánægður með að þeir höfðu engan mat til sölu eða veitingar aðrar en dökkan bjór og sæt gos. Síðan um morguninn fórum við til Prag. Prag er mjög falleg borg en er með svolítið mikið af glæpastarfsemi. Þá er ég að tala um mafíu. Pabbi hringdi í mig, lét mig gera bókhald í Prag og senda honum. Ég, mamam og Eva fórum í margar smáferðir í Prag. Versluðum og slökuðum á. Eitt kvöld fór ég og Eva í bæinn. Löbbuðum um en leist ekkert sérstaklega vel á neinn bar eða skemmtistað í bænum. En settumst fyrri utan einn bar. Ég fékk bjór og Eva fékk sér kokteila. Fengum okkur líka absinthskot. Eva heimtaði að ég myndi drekka sitt líka þar sem henni þótti það of sterkt. Síðan fórum við heim, áttum erfitt með að finna leigubíl en tókum þó einn að lokum. Því miður þá svindlaði hann á okkur. Hann sagði eitt verð í byrjun, þegar systir mín neitaði að borga uppsett verð þá reif hann veskið af henni og ók í burtu. Þjófarkvikindið...og þar sem hann var í ómerktum taxa þá gat ég ekkert gert. Við hringdum snöggvast og létum stoppa debetkortið hennar. Eftir þetta þá þurfti ég að borga allt fríið, systir mín var hundfúl líka morguninn eftir og raun í áfalli. Eftir þetta leið mér líka illa og vildi næstum því bara hætta við allt hitt og fara bara heim.
Við eyddum næstu dögum eins og ég sagði áður í verslunarferðir og ferðir um borgina en síðan kvöddum við Prag.
Skrifa meira um þetta seinna, Eva mín...

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Checking the world out, my way

Höfundur

Kristján Haukur Magnússon
Kristján Haukur Magnússon
Eðistræðinemandi við Háskóla Íslands. Tenór við kór sama skóla. Virkur og í stjórn MUN(Model United Nations) Eng:Physics student at the University of Iceland. Tenor at the university chorus. Active in the Model United Nations sociaty.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Handel
  • Sendiráð Kóreu
  • Listarborgin Osló
  • Ein á flakki
  • Ég í Helsinki

Spurt er

Hvenær ætlar kjaradómur að hækka laun ríkisstarfsmanna?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband