Stjórnmál eru yndisleg

Hvergi í heiminum hef ég farið og ekki fengið stjórnmál framan í mig.
"No spitting, littering etc. $500 fine" stóð í Singapore, hreinnustu borg sem ég hef farið í og ein sú fjölmennasta. Í London hitti ég mann sem heimtaði að tala við mig til þess eins að reyna hreinsa mig af þeim óþverra að vera annaðhvort trúaður annarri trú en hans eða vera trúleysingji sem greinilega var nokkurn veginn sami hluturinn í hans augum.
Vestfirðingur einn talaði við mig eftir að hann vissi að ég væri að læra eðlisfræði og reyndi að sannfæra mig að það væri enginn möguleiki á því að stærðfræðingar gætu reiknað út hversu mikill fiskur er í sjónum. Í Noregi þá lögðu Danir fram eina grínályktun sem hámótmælti norsku áfengisverði. Fólk hringir í mig annan hvorn dag til að selja mér tryggingar, biðja um peninga fyrir einu eða öðru, margir góðir málstaðir. Ég er samt að alvarlega að hugsa um að láta setja stopp á þetta því ég er orðinn hálfleiður á þessu. Blátt áfram hringdi 3 sinnum sömu vikuna, ég hef gefið þeim áður en ég vill ekki verða fyrir of miklu áreiti, jafnvel fyrir góðan málstað. Gallup hringdi um daginn og var greinilega að gera könnun fyrir Ikea. Hún gleymdi að spyrja mig hvort mér hefði þótt spurningaflóðið of langt/hæfilega langt/of stutt. Þetta tók 35 mínútur. Ef þeir hringja aftur þá er ég að hugsa um að spyrja hvað þeir haldi að þetta taki langan tíma. 5 mínútur, jafnvel kortér er gott en hálftími er svolítið mikið.
Í Frakklandi þá stoppaði betlari mig og frönsku vini mína og var augljóslega að halda ræðu um það hversu báglega hann væri staddur og hve lítið hann ætti og þess vegna ættum við að gefa honum peninga. Ég er nokkuð viss á því, þótt ég tali ekki frönsku þá tók hann úr vasanum sent-pening og hnapp.
Stjórnmál eru yndisleg og ég hvet alla til að ræða um þau. Mætti alveg hnippa stundum í fólk og minna það að það er eitt að tala við fólk um stjórnmál og annað að halda einræðu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Checking the world out, my way

Höfundur

Kristján Haukur Magnússon
Kristján Haukur Magnússon
Eðistræðinemandi við Háskóla Íslands. Tenór við kór sama skóla. Virkur og í stjórn MUN(Model United Nations) Eng:Physics student at the University of Iceland. Tenor at the university chorus. Active in the Model United Nations sociaty.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Handel
  • Sendiráð Kóreu
  • Listarborgin Osló
  • Ein á flakki
  • Ég í Helsinki

Spurt er

Hvenær ætlar kjaradómur að hækka laun ríkisstarfsmanna?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 2310

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband