Perth, NV-Ástralía

Eftir aðeins 22 klukkustundna flug með Singapore-airlines með nokkra klukkustundna stoppi í Singapore þá lentum við í Perth seint að kvöldi til. Ég átti rosalega erfitt fyrst með að vakna á morgnanna enda er 8 klst munur á milli Perth og Íslands.

Við byrjuðum á því að fara á hótelið en skoðuðum síðan okkur aðeins um. Pálmatré með reglulegu millibili, lestarteinar og hljólastígar um alla borg. Þeir eru með vinstri umferð líka á göngustígum sem ég átti erfitt með að venjast frá óreiðunni heima. Um leið og við fundum veitingastað þá sátumst við inn enda var ég orðinn svolítið leiður á flugvélamat. Við skoðuðum bæklinga með hvað væri í boði. Ef ég hefði verið lengur þarna þá hefði farið í þetta 2 vikna brimbrettanámskeið.

Í ferðinni þá lærði ég eitt, pabbi er öðruvísi ferðamaður en ég. Gæti mögulega verið þar sem hann hefur ferðast meir en ég. En hann vildi oft rápa í búðir sem þó eru ekki eins og þær Íslensku.

T.d þegar ég gekk inn í matvörubúðir þá seldu þeir mjólk í gallonum, ávexti í stórum fötum og miklu meira úrval af kryddi og öðrum hlutum tengt asískri matargerð. Menningin var rosalega mikið eins og heima. Svona alþjóðleg menning en þó með áströlskum keim. Hefði ég gjarnan hafa viljað vera lengur þarna en prófin nálguðust og ég hafði í raun bara tekið með mér tvær bækur sem ég last seint á kvöldin, varmafræðibókina og bókina í eðlisfræði 4.

Gangandi í Kings Park, sem virkaði á mig eins og gerviútgáfa af náttúru. En þó með gullfallegu útsýni af borginni. Fórum líka á vísindasafn sem mér þótti ágætt, skrýtið að við skulum ekki hafa svoleiðis hérna á Íslandi. Hvert kvöld þá gengum við um Northbridge sem var einskonar djammhverfi í Perth. Þó gat ég ekki fengið mér að drekka á meðan á ferðinni stóð þar sem pabbi er bindinismaður og ég get vel skemmt mér án þess að drekka. Pabbi fór á hverju kvöldi og lét nudda sig sem var tiltölulega ódýrt miðað við verðið heima. Fórum líka til Freemantle sem var algjör paradís fyrir gamalt fólk og fjölskyldufólk. Við fórum í háskólahverfið sem er nokkurn veginn við hliðin á ríkisbubbahverfinu í Perth. (Stéttakerfi!?). Gengum við þar um og fundum flóamarkaðinn sem við vorum að leita að. Hann var svipaður Kolaportinu fyrir utan að allt var nokkuð ódýrt og úrvalið öðruvísi. Mér þótti þetta mjög skemmtilegt.  Fórum í bíó, ég verð ferlega fúll þegar ég sé að flest vestræn lönd eru með stúdentafsláttakerfi fyrir allt en Íslendingar eru ekki með neitt slíkt. Poppið og kókið voru stærri og ódýrari en stærsta kókið og poppið í smárabíó en salirnir voru minni. Enda nóg af bíóum í borginni.

Eftir aðeins tveggja vikna dvöl þá yfirgáfum við þessa fjölskylduvænu borg og fórum til Singapore.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Checking the world out, my way

Höfundur

Kristján Haukur Magnússon
Kristján Haukur Magnússon
Eðistræðinemandi við Háskóla Íslands. Tenór við kór sama skóla. Virkur og í stjórn MUN(Model United Nations) Eng:Physics student at the University of Iceland. Tenor at the university chorus. Active in the Model United Nations sociaty.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Handel
  • Sendiráð Kóreu
  • Listarborgin Osló
  • Ein á flakki
  • Ég í Helsinki

Spurt er

Hvenær ætlar kjaradómur að hækka laun ríkisstarfsmanna?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband