Færsluflokkur: Ferðalög

Ferðalag til Rauðasands

Ég fór ásamt vini mínum, honum Einar Steinn til Rauðasands. Ekki að það sé mikið yfir að kvarta þar enda var ferðalagið mjög skemmtilegt en mjög góð áminning um hversu slæmir eða betur orðað HRÆÐILEGIR. Margar beygjurnar voru nálægt því að vera 180°, vegurinn hallaði oft og varð frekar brattur og nálgaðist oft 30-50°, ekki að það sé hægt að kvarta yfir 30° en 50°. Síðan vantaði vegrið eiginlega allsstaðar.

Tilgangur ferðarinnar fyrir utan það auðvitað að skemmta okkur var að fara á Svartfuglsfyrirlestur. Komum reyndar frekar seint á hann en létum það ekki á okkur fá. Svartifugl er góð bók eftir Gunnar Gunnarsson og fjallar um dómsmál þegar tvennt fólk var ásakað um að myrða maka sína. Minni ég alla á að það er nýbúið að endurútgefa bókina. En hún var illfáanleg hérna áður nema einstöku sinnum í fornbókabúð.

Við skelltum okkur síðan til Patreksfjarðar en þar var ekkert djamm, keyrðum til Bíldudals, þar var ekkert þannig að við lögðum okkur bara og fórum aftur að Rauðasand í morgunsárið eftir smá morgunmat í Patreksfirði. Fengum okkur kaffi í kaffihúsinu við Rauðasand og keyrðum síðan að Melanesi til að ganga að Sjöundá.  Það var reyndar grenjandi rigning en við létum það ekki stoppa okkur.

Læt eftir myndband þegar við vorum loksins komnir að Sjöundá.


Perth, NV-Ástralía

Eftir aðeins 22 klukkustundna flug með Singapore-airlines með nokkra klukkustundna stoppi í Singapore þá lentum við í Perth seint að kvöldi til. Ég átti rosalega erfitt fyrst með að vakna á morgnanna enda er 8 klst munur á milli Perth og Íslands.

Við byrjuðum á því að fara á hótelið en skoðuðum síðan okkur aðeins um. Pálmatré með reglulegu millibili, lestarteinar og hljólastígar um alla borg. Þeir eru með vinstri umferð líka á göngustígum sem ég átti erfitt með að venjast frá óreiðunni heima. Um leið og við fundum veitingastað þá sátumst við inn enda var ég orðinn svolítið leiður á flugvélamat. Við skoðuðum bæklinga með hvað væri í boði. Ef ég hefði verið lengur þarna þá hefði farið í þetta 2 vikna brimbrettanámskeið.

Í ferðinni þá lærði ég eitt, pabbi er öðruvísi ferðamaður en ég. Gæti mögulega verið þar sem hann hefur ferðast meir en ég. En hann vildi oft rápa í búðir sem þó eru ekki eins og þær Íslensku.

T.d þegar ég gekk inn í matvörubúðir þá seldu þeir mjólk í gallonum, ávexti í stórum fötum og miklu meira úrval af kryddi og öðrum hlutum tengt asískri matargerð. Menningin var rosalega mikið eins og heima. Svona alþjóðleg menning en þó með áströlskum keim. Hefði ég gjarnan hafa viljað vera lengur þarna en prófin nálguðust og ég hafði í raun bara tekið með mér tvær bækur sem ég last seint á kvöldin, varmafræðibókina og bókina í eðlisfræði 4.

Gangandi í Kings Park, sem virkaði á mig eins og gerviútgáfa af náttúru. En þó með gullfallegu útsýni af borginni. Fórum líka á vísindasafn sem mér þótti ágætt, skrýtið að við skulum ekki hafa svoleiðis hérna á Íslandi. Hvert kvöld þá gengum við um Northbridge sem var einskonar djammhverfi í Perth. Þó gat ég ekki fengið mér að drekka á meðan á ferðinni stóð þar sem pabbi er bindinismaður og ég get vel skemmt mér án þess að drekka. Pabbi fór á hverju kvöldi og lét nudda sig sem var tiltölulega ódýrt miðað við verðið heima. Fórum líka til Freemantle sem var algjör paradís fyrir gamalt fólk og fjölskyldufólk. Við fórum í háskólahverfið sem er nokkurn veginn við hliðin á ríkisbubbahverfinu í Perth. (Stéttakerfi!?). Gengum við þar um og fundum flóamarkaðinn sem við vorum að leita að. Hann var svipaður Kolaportinu fyrir utan að allt var nokkuð ódýrt og úrvalið öðruvísi. Mér þótti þetta mjög skemmtilegt.  Fórum í bíó, ég verð ferlega fúll þegar ég sé að flest vestræn lönd eru með stúdentafsláttakerfi fyrir allt en Íslendingar eru ekki með neitt slíkt. Poppið og kókið voru stærri og ódýrari en stærsta kókið og poppið í smárabíó en salirnir voru minni. Enda nóg af bíóum í borginni.

Eftir aðeins tveggja vikna dvöl þá yfirgáfum við þessa fjölskylduvænu borg og fórum til Singapore.


Finnlandsferðalag með Háskólakórnum

Chill and be chilled

Jæja, við komum heim fyrir nokkrum dögum og þetta var helvíti fínt eins og alltaf að vera með þessu fólki. M.ö.o. þetta var æði. Við byrjuðum á því að fljúga til Stokkhólmar þar sem við tókum almenningssamgöngur til hafnarinnar, þar komst maður að því hversu miklar reglurfríkafólk Svíar eru. Nei það komast bara 40 í þessa rútu. Með okkur þá hefði þetta orðið 42. Annars þá komumst við að lokum til hafnarinnar þar sem við fengum ekki beint stórar káetur en samt fínt. Manni var ruggað til svefns þegar að því kom. Margir fóru þá á fyllerí. Síðan um morgunninn þá komum við til Helsinki. Fórum í Eurohostel sem er m.a. sama hostel og ég var síðast.

Fórum á götumarkaðinn þar rétt hjá. Gengum í miðbæinn, fórum á kaffihús og stelpurnar fóru síðan í H&M eftir að ég sýndi þeim hvar það væri. Týndumst við síðan smátt og smátt á hostelið og fengum okkur mat á hostelinu. Í þetta sinn fékk ég mér lamb(síðast fékk ég nautasteikina þegar ég var þarna). Fórum í Sauna, eftir var bjórpartý og spil inni hjá Þórir & Magga. Síðan var farið að sofa.

Á eurovisonkvöldinu: Var naumt í það að ég væri skammaður fyrir að kalla Finna partýfólk þar sem enginn var úti. Fórum á Guana, vorum þar og svaka gaman. Partýið startaðist heldur betur samt þegar Finnland vann. Þegar við fórum út þá var allt troðfullt af fagnandi Finnum.

Hún Aya vinkona mín frá Japan segir alltaf að Íslendingar séu svo ógeðslegir þegar við förum í horn eða í húsasund til að pissa. Veit ekki hvað hún hefði sagt ef hún hefði séð þetta. Ef strákarnir þurftu að pissa, þá stoppuðu þeir á göngunni, tóku hann út og pissuðu, ekkert hornvesen. Stelpurnar pissuðu í hornunum. Nenntu ekkert að vera vesenast í feimni.

Síðan eftir á þá gengum við heim, tók það um hálftíma að komast heim. 2 Finnar fylgdu okkur heim. Vildi samt ekki skilja þá eftir óverðlaunaða og við gáfum þeim bjór og fórum með þeim í Sauna. Síðan var farið að sofa í kringum 7.

Seinnasta daginn var farið í Sumolina sem er sama eyjan og við fórum síðast og var ætlunin að fara í lautartúr, seinnast var Febrúar og við fórum á veitingastaðinn við höfnina(rússneskur matur).

Niðurstaða með Helsinki: Æðisleg borg þegar maður þekkir inná hana. Er ekkert allt of hrifinn af kuldanum í Febrúar(-30 til -10...kkkkkaaaalllt). En þetta var mjög fínt, mjög svipað heima fyrir utan að vindurinn er talsvert minni. Veitingahúsin sem við fórum í voru mjög góð en ég stend með pabba í því að mér finnst Íslenska lambmatseldin betri. Hvort það sé lambið er uppalið eður ei ætla ég ekki að svara fyrir.

Fórum í Vaasa á Kórhátíðina. 6 tíma ferðalag í rútu. Vildi að við hefðum stoppað í Tampera.(rangt stafsett, held ég). Sungum við þar á mörgum tónleikum og fólk virtist almennt kunna vel að meta. Hlustuðum á marga af hinum kórunum en við vorum einni Íslenski kórinn og þar með komum fyrir hönd Íslands þarna. Þetta var æðislega gaman. Hlustuðum á Bassakvartettinn frá Kanada, Evu-kvartettinn frá Búlgaríu, barnakórinn frá Slóveníu o.fl, o.fl. Nokkrir fóru á Anal Thunder og fíluðu vel. Held samt að einn kallinn hefði ekki fengið að vera í sviðsbúningi sínum(fæðingargallinn) í Eurovision. Fórum nokkrum sinnum á kínverska veitingahúsið, maturinn þar var eins og bna-menn segja "to die for". Alveg æðislegur og gáfum við þeim sérstakt plagg til viðurkenningar hvað okkur þótti maturinn góður. Við fórum náttúrlega á nokkra aðra veitingastaði t.d Fontai´s og einn pizzaveitingastað nokkrum sinnum, þá var Fontai´s með betri mat.

Á lokahátíðarkvöldinu fyrir kórhátíðina þá talaði ég m.a við sænskan kór og spurði aðalsópraninn mig hvort ég talaði skandinavísku. Horfði ég svolítið undrandi á hana en hún sagðist tala það mál og talaði um sænsku, íslensku, grænlensku, dönsku og norsku en ekki finnsku eins og þetta væru sömu málin. Held ég að hún hafi aldrei heyrt grænlensku, því ég skil ekki baun í því máli, hvorki í rit- né talmáli. Reyndi samt að tala við hana með minni lélegu dönsku, skildi hún mig alveg og ég skildi hana. Eins og Valur G segir: Þetta reddast. Öll kvöldin, sama hvar við vorum fórum við út.

Í ferjunni. Í Helsinki: Guana, karaoke-bar(sami bar og ég var síðast á), o.fl.man ekki öll nöfnin, var fullur á þessum augnablikum. Í Vaasa: Karaoke-bar, o.fl. o.fl.

Seinnasta daginn í Vaasa fórum við í Tropicana-sundgarðinn, Saunurnar voru fínar. En þar sem það er vor þá var fámennt og flestar brautirnar lokaðar. Stelpurnar þorðu ekki allar í unisex-saununa. En hakuna-matata, skiptir engu.

Var víst ekki búinn að segja að við vorum á Radison-hótelinu í Vaasa. Alveg mjög gott. Laugin Ísköld en góð Sauna.

M.a þá komst maður að því að á mörgum stöðum þá talar fólk bara sænsku og mörgum bara Finnsku. Athuga má samt að finn-sænska er ekki nákvæmlegi sami hluturinn og sænska. Því komst ég að þegar einn gamall maður talaði við mig á finnsænsku, átti mjög erfitt með að skilja hann. Kannski mögulega vegna þess að hann hélt að ég væri frá Finnlandi og hann talaði mjög hratt. 

Ætli ég segi þetta blog ekki slitið. Vill samt ekki segja skv.gömlum efra-Breiðholtssið:"skítt í þig, bless". Þar sem ég á heima í miðbænum núna, svona miðbæjarsnobbaður, not. 

-End of this particular blogsession. 


Fleiri myndir

Um bloggið

Checking the world out, my way

Höfundur

Kristján Haukur Magnússon
Kristján Haukur Magnússon
Eðistræðinemandi við Háskóla Íslands. Tenór við kór sama skóla. Virkur og í stjórn MUN(Model United Nations) Eng:Physics student at the University of Iceland. Tenor at the university chorus. Active in the Model United Nations sociaty.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Handel
  • Sendiráð Kóreu
  • Listarborgin Osló
  • Ein á flakki
  • Ég í Helsinki

Spurt er

Hvenær ætlar kjaradómur að hækka laun ríkisstarfsmanna?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband