Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Bandaríkin hafa ekki val sem höfuðstöðvar SÞ, verða að taka á móti Líbýu

Í New York er höfuðstöðvar Sameinuðu Þjóðanna. Þar safnast saman allar þjóðir Sameinuðu Þjóðanna, þ.á.m. er Líbýa. Ef Bandaríkin ætla að fara að neita einstaka þjóðarleiðtogum að taka þátt í ráðstefnum SÞ vegna þess að þeir(BNA) eru í fýlu út af einhverju ákveðnu máli þá er bara kominn tími til þess að færa höfuðstöðvarnar til lands sem er meira hlutlaust. Ekki það, miðað við það sem ég hef séð, þá virðist áhrif Kína, BNA, Rússlands o.fl. ná ansi langt. Ég veit að Frakkland og Bretland eru ennþá tæknilega séð P5(permanent members) en held nú að það sé nú bara sökum sögulegs samhengis og muni ábyggilega breytast með tímanum.*

Í sambandi við tjaldið, hvar í ósköpunum ætti hann að tjalda, New York er risaborg en það er mun erfiðara að vernda tjald en hús. Held að blessaður maðurinn verði bara að gjöra svo vel að bregða út frá venju. Enda er að hausta í New York og að kólna smá.

*veit einhver um dæmi að Bandaríkjamenn hafi neitað þjóðarleiðtogum að taka þátt í ráðstefnum SÞ. Þá er ég ekki að tala um að hóta að handtaka þá sökum meintra stríðsglæpa eða slíks.

 


mbl.is Vilja ekki tjaldbúann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til að nota tímann í eitthvað!?

...til að eyða tíma. Ég veit að þetta er fangelsi en fá þessir menn ekki bækur, sjónvarp, líkamsræktarsal o.fl. Ég eyði a.m.k 60% af mínum frítíma í að lesa bækur, líkamsrækt og sjónvarpið. Ég er reyndar nörd af hárri gráðu*. Hvernig eru lífsskilyrðin í þessu fangelsi, ef þeir hafa ekkert að gera þá gerist ekkert nema pirringur og læti. Ég veit að ég yrði brjálaður ef ég hefði ekkert nýtt að lesa eða horfa á. Ég get ekki eytt mínum tíma í að horfa á fótboltaleiki(geri undantekningar fyrir vini). Ég trúi satt að segja hvorki á þeirra refsingarkerfi(allt of harkalegt) né okkar(allt of vægt). Hlýtur að vera til góður meðalvegur. En ég ætti kannski ekki að segja mikið, geri aldrei neitt af mér, aldrei farið í fangelsi. 

 

*Fer reglulega í leikhús, horfi á margar heimildamyndir, les sögubækur o.fl mér til gamans, fer oft í bíó, les líka myndasögubækur, uppáhaldsspilið mitt er Trivial Pursuit, dansa Salsa og nokkra aðra samkvæmisdansa, er enn í eðlisfræðinámi og hef sungið a.m.k 11-13 ár í kór. Ég elska lífið mitt, það er æðislegt.Stunda líka bandý o.fl. þegar ég hef tíma.


mbl.is Grófu sig út í frelsið með naglaklippum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Held að enginn hafi heyrt af þessu

Hvernig og hvar auglýsti markaðsfræðingurinn þetta? Ég heyrði nákvæmlega ekkert af þessu, lágmark að setja þetta sem atburð í facebook eða eitthvað. Legg til að markaðsfræðingurinn noti menntun sína næst og auglýsi þetta með aðeins meiri fyrirvara ef hann ætlast til þess að fólk mæti. Ef enginn heyrir af þessu, þá kemur enginn. Jóhanna er með stuðning margra í samfylkingunni a.m.k að því sem maður les af í blöðum, facebook og sér í sjónvarpi.


mbl.is Enginn mætti í blysförina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svartur dagur í nafni friðar

Palestínumenn og Ísraelar eru búnir að vera meira en 60 ár í stríði, þótt að tæknilega séð þá eigi Ísrael að hafa "orðið til" fyrir 50 árum þá vitum við öll að það tekur mikinn tíma að byrja stríð. Það eitt fyrir þjóð eins og Ísrael sem er hertæknilega séð
mbl.is „Óverjandi aðgerðir“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sameinuð stöndum vér

Ég er hæstánægður með það að sjá að það er samstaða meðal allra flokka að leggjast í þetta málaferli gegn breskum yfirvöldum. Vona að það sé hægt að draga Breta til ábyrgðar fyrir að ráðast á mína þjóð.  Þó þetta leysi ekki 'kreppu'-vandamálið, þá getur þetta endurbyggt a.m.k hluta af trausti almennings á stjórnvöldum. Ef við trúum ekki á okkar stjórnvöld þá er ekki hægt að ætlast til þess af öðrum.

 


mbl.is Mál verði höfðað gegn Bretum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvítt og svart

Hvað er hægt að segja um mann sem heldur að hægt sé að losna við fátækt með því að drepa fátæka fólkið. Hvað er hægt að segja um mann sem færir eina af ríkustu þjóðum Afríku að hungurmörkum. Þetta er einn spilltasti einræðisherra sem ég veit um. Spurning hvenær ICJ(Alþjóðaglæpadómstóllinn) tekur manninn fyrir.
mbl.is Mugabe fordæmir lygar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eftir einn, ei aki neinn

Reglan á að vera sú að ef fólk hefur hleypt inn áfengi inn fyrir varir sínar þá á það einfaldlega ekki að vera að keyra. Annað er bara ábyrgðarlaust. Fullorðið fólk þekkir þessar reglur alveg og ætti að geta virt þetta við samfélag sitt og sjálfa sig að keyra ekki eftir að drekka áfengi.*

*Skilgreini fullorðna persónu sem persónu yfir 18 ára(lögráða), þótt að í sumum dæmum þá sé persónan ekki endilega orðin það fullþroskuð.


mbl.is Lögreglumynd af Lohan notuð í auglýsingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bandarískar atvinnuöryggi = hið Íslenska í framtíðinni?

Í Bandaríkjunum þá fær fólk mjög stutt frí. Fólk er oft hrætt við að taka sér frí eða verða veikt með þeirri vissu um að ef það verður veikt þá verður búið að ráða einhvern annan í staðinn þegar það er orðið heilbrigt. Ég veit ekki um aðra Íslendinga en ég vill ekki búa í landi þar sem það að taka mér t.d. fæðingarorlof eða leyfi vegna veikinda geti orsakað það að ég missi starf. Hverskonar atvinnuöryggi er það að fólk þurfi alltaf að beygja mig undir atvinnurekandann, hann hafi alltaf rétt fyrir sér. Ég vill ekki Bandarískt atvinnuöryggi hingað til lands.
mbl.is Þvingað til að hætta í veikindum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skaðabætur!?


Eins og ég lít á lögregluna þá er hún sköpuð af einstaklingum. Ef einstaklingur/ar drepur/a einhvern í gáleysi þá venjulega þá ætti að fylgja einhver meiri refsing en einhver smásekt. Þetta er mannslíf sem er verið að tala um, þá skiptir ekki máli hvaðan persónan kom. Ef einhver hangir í björgunarhring þá er það að stofna lífi fólk viljandi í hættu. Ef einhver deyr út frá því þá er þetta MORÐ, ekki manndráp.

Lögreglan á að vera þjálfuð til þess að meta aðstæður, ef hún er það ekki. Þá er það annaðhvort lögreglunni eða ríkinu að kenna. Það kann kannski stundum að vera erfitt að meta aðstæður en með miklu valdi verður að fylgja mikil ábyrgð. Alveg eins og við verðum að treysta íslensku lögreglunni til þess að gæta okkar öryggis þá verða spánverjar að treysta spænsku lögreglunni. Lögreglan á alltaf að gæta laga og ég á bágt með að trúa að spænsk lög leyfi lögreglunni að drekkja ólöglegum innflytjendum.


mbl.is Lögregla grunuð um aðild að andláti flóttamanns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fox news er ekki alvöru fréttastöð

Fox news kallar sjálfa sig hlutlausa fréttastöð. Þetta er öfgahægrisinnuð fréttastöð. Þeir leyfa engum að tala sem kemur með rök á móti þeim boðskap sem þeir trúa á. Þeir reyna ekki einu sinni að þykjast vera hlutlausir fyrir utan slagorð stöðvarinnar. Þeir ráðast yfirleitt á allt sem þeir skilgreina sem vinstri sinnað.

Þannig að stóra spurningin er ekki afhverju Obama er ekki búin að koma í þáttinn hjá þeim. Fremur ætti maður að spyrja sig, afhverju ætti hann að gera það. 


mbl.is Fox reynir að svæla Obama út úr greninu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Um bloggið

Checking the world out, my way

Höfundur

Kristján Haukur Magnússon
Kristján Haukur Magnússon
Eðistræðinemandi við Háskóla Íslands. Tenór við kór sama skóla. Virkur og í stjórn MUN(Model United Nations) Eng:Physics student at the University of Iceland. Tenor at the university chorus. Active in the Model United Nations sociaty.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Handel
  • Sendiráð Kóreu
  • Listarborgin Osló
  • Ein á flakki
  • Ég í Helsinki

Spurt er

Hvenær ætlar kjaradómur að hækka laun ríkisstarfsmanna?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband