Stóru málin

Hmm... ég tók eftir listanum hjá Bandaríkjamönnum um mikilvægustu mál varðandi kosningar, endilega koma með "comment" ef það vantar eitthvað á listann eða þið hafið eitthvað um málið að segja.
Ég ætla prófa að búa til einn fyrir Íslendinga

Stórum málin hjá okkur undanfarið:
Efnahagurinn: Verðbólgan, hvernig stjórnin og stjórnarandstaðan tóku á málinu
Kárahnjúkar: Með eða á móti, -----------------------II-------------------------------------
Hvalveiðar!?: Valda þeir skaða á alþjóðavísu eða er öll athygli, góð athygli.
Lagabreytingar: Fjölmiðlafrumvarpið og hvernig stjórnin, forsetinn óg stjórnarandstaðan brugðust við. + einhver önnur lagamál sem ég man ekki einmitt þessa stundina
Varnarsamningurinn!?: Hvernig var tekið á þeim málum, voru stjórnarmenn lélegir samningsmenn eða góðir.
Innflytjendamál/atvinnumál!?: Of mikið af innfluttu vnnuafli eða er þetta bara gott fyrir efnahaginn.
Menntamál: Mennt er máttur eða erum við með of mikið af menntafólki. Ekki geta allir orðið læknar og öfugt litið þá geta ekki allir unnið við að skúra.
Spurningar eins og hvort vinstri menn myndu höndla aðstæður betur ef þeir yrðu við stjórnvöll næst. Myndi samstarf á milli samfylkingarinnar og sjálfstæðisflokksins s.s svona hægri-vinstri miðjukrataflokkasamstarf gera þjóðinni gott og auka lýðræði eða myndi ekkert gerast vegna of mismunandi skoðanna.
Mestar líkur tel ég á að sjálfstæðisflokkurinn og framsókn haldi áfram þar sem flestir tala í þessu landi um sinn flokk. Haldi bara áfram að svíkja ekki lit eins og sagt er. Hugsa sér að ég hélt að við værum öll í sama liði. Þ.e Íslendingar. Skilgreining: Íslendingur er hver sá sem er með Íslenskan ríkisborgararétt. Ég heyrði einhvern segja það að ekki geta allir orðið kennarar, ekki réttu orðin pólitískt séð að segja þetta þegar það er kennaraskortur í landinu.

Mótmælum ótímabærum jólaundirbúningi

Ég hvet alla til þess að sameinast um að mótmæla ótímabærum jólaundirbúningi með því að setja þennan borða hérna fyrir neðan á síðuna sína. Eina sem fólk þarf í rauninni að gera er að nota HTML-ham og setja eftirfarandi kóða inn.
<a href="http://atli.askja.org/jol"
target="_blank"><img border="0"
src="http://atli.askja.org/jol/banner.gif"></a>


Í tíðindum

Þessa daganna er ég að reyna að skilja almennilega þessa Fortran-forritun, skammtafræði, þéttefnisfræði, safneðlisfræði(auðveldasta fagið mitt) ásamt að bursta af stærðfræðigreiningunni minni. Í HÍ-kórnum þá erum við að syngja ýmis verk þó flest á latínu. Framtíðin virðist frekar óákveðin þessa stundina. Ætla í framhaldsnám en hvert. Eru Bandaríkin eini góði möguleikinn...hef ferðast víða en aldrei farið til BNA og er ekkert sérstakt upplaginn í að fara þangað. Trúarofstæki, fordómar á alla vegu, ofstæki, réttur til að bera byssu, ofbeldi, ofbeldi og ofbeldi. Sé ekki venjulega fólkið fyrir öskrandi ofstækisfólki í sjónvarpinu.
Ég keypti nokkrar bækur í dag handa kórvinum mínum. William Shakespeare-complete works handa Einari Steini, síðan einhverjar bækur handa Sólrúnu og Hafdísi. A.m.k 1 listræn, ein tilfinningabók og eitthvað þar á milli.
Úff, ég læri og læri samt finnst mér ég ekki læra neitt. Ég sé veginn og hvað er framundan en það sem er búið finnst mér vera í móðu og nánast ekki neitt. Hvað segi ég við sjálfan mig í svona skapi: Þolinmæði er dyggð, múr byggist á mörgum múrsteinum, mennt er máttur og aldrei gefast upp.
Skrýtið, en allt í einu þegar ég hugsaði um lítið kvæði þá hugsaði ég um Sigurborgu, litlu systur mína. Gæti mögulega verið vegna þess að kvæðið hljómar svona.

Sigga litla systir mín
Situr úti á götu
Er að dugga ánna sín
í ofurlitla fötu
Megiru hvíla í friði, Sigga litla systir mín
Tárin mín, systir mín
Öll í þína fötu
Hér sast þú eitt sinn
á þessari ofurlitlu götu

Þingkosningar BNA

Ekki er ég viss um hverjir eru að vinna þessa stundina en vona innilega að það verði demókratar. Get samt ekki beðið eftir forsetakosningunum því George Bush er hræðilegur fyrir alþjóðasamskipti Bandaríkjanna. Sjáum til, kannski verðum við heppinn.
Ég fór á kosningavöku í stúdentakjallaranum og hlustaði á Michael Corgan, Brad og aðra konu sem ég þekki ekki. Horfðum við síðan á CNN og leit út fyrir að demókratar myndu vinna einhverja menn, þó tel ég litlar líkur á að þeir nái öllum 15 en aldrei að segja aldrei.
Spilling, Írak, Efnahagurinn og ... eiga að vera stærstu málin(gerið það fyrir mig, fyllið í eyðuna). Mér þótti ótrúlegt að sjá í hversu mörgum umdæmum það voru bara repúblikanar að bjóða sig fram. Kannski skiljanlegt, þar sem líkir hópa sig oft saman.
Man að við vorum að tala um Obama sem er að hugsa um að bjóða sig fram sem forseta BNA. Þótti fólki stærsta ástæða fyrir því að hann yrði ekki kosinn væri það að nafnið bókstaflega rímar við Osama. Hmm...veit ekki. Finnst það svolítið grunnt. En oft þá byggir fólk álit sitt á öðru fólki frá fyrstum kynnum og þá getur það ekki hjálpað að fólk hugsi um Osama bin Laden í sömu andrá.

Helgarvinnan

Jamm...
Nú væri ég til í stuð, næstum eina sem ég er búin að gera þessa helgi er að sofa, læra & horfa á sjónvarpið. Svo þreyttur samt finnst mér ég ekki hafa gert nokkurn skapaðan hlut í dag.
Þeir sem áttu afmæli í síðustu viku voru kórsystur mínar Sólrún sem varð 26 ára 30 október, Hafdís sem varð 22 ára 31 október og bekkjarbróðir minn gamli hann Maggi Guðmundsson sem varð 25 ára. Óska ég þeim öllum innilega til hamingju með afmælið.
Núna er u.þ.b vika þangað til að ég verð aldarfjórðungsgamall. Úff, bara 50 ár til elliáranna, þ.e ég reikna með að Íslenska ríkið verði búið að hækka eftirlaunaaldurinn um a.m.k 5 ár í millitíðinni. Ég vona að ég þurfi ekki að lenda á elliheimilum nútímans. Í mínum augum líta þau út eins og geymslustofnanir þar sem við geymum gamalt fólk.
Ég sé varla eftir neinu sem ég hef gert mín 24 ár  og 359 daga.
Æskuminning: Sitjandi með Jón Þór frænda mínum þegar ég var 5 ára og borðandi ormamat(spagetti).
Æskuminning: Fara til Súðavíkur rétt eftir snjóflóðið og sjá rústirnar.
Æskuminning: Fara í fyrsta sinn út, þá til Svíþjóðar til að heimsækja Ingu Láru frænku með ömmu
Æskuminning: Steini kastað í mig, nálægt auganu á mér af pólska stráknum sem átti heima beint á móti, ekki er þó við hann að sakast, hann var bara smákrakki
Æskuminning: Fyrsti dagurinn í skólanum, man eftir gamalsdags bjölluni sem kennarinn kom út með og hringdi. Man sérstaklega eftir að ég var með 3 kennara og allar hétu þær Guðrún, a.m.k í minningunni minni
Æskuminning: Veiða í Súðavík með Danna og Adda...
Æskuminning: Fara út að Úlfljótsvatni með Hraunkoti

Einn dagur í skólalífi

Ég vaknaði kl 6, fór í WorldClass, var þar í 2 klst, las í hálftíma fyrir tíma og fór í tímann. Frímínúturnar fóru í verkefni og að fá mér eitthvað að drekka. Fór í tíma, las í 6 klst, reiknaði í þrjár. Fór heim, slakaði á í smá stund og leið eins og letingja. Fór í sturtu, las skilgreiningar(stærðfræði). Tók kórnóturnar, fór í kórinn. Söng í 2,5 klst. Fór á pöbquiz í stúdentakjallaranum kl 8, fór heim, las í 2 klst, talaði á msn. Fór að sofa.
En nóg af því. Hef engu yfir að kvarta vegna þess að svona vill ég hafa lífið.
Skilgreining: Ef sum x eru y og öll z eru y þá eru sumar z-tur x.
Lífið er of stutt til að eyða því í vitleysu en ég gef sjálfum mér leyfi til að skilgreina hvað er vitleysa og hvað er ekki vitleysa.

Sýnileg lögregla - JÁ TAKK

Nauðganir eru ekki það eina sem hefur aukist í miðborginni. Líkamsárásir, fíknefnasala o.fl. Eftirlit með miðborginni hefur fyrir mér verið hálfósýnilegt ef það er. Ég veit að það eru myndavélar en þær eru ekki beint andlega fyrirbyggjandi fyrir fólk að framkvæma ofbeldi. Sýnileg lögregla eða ekkert, það dugar ekki að koma bara með plaggat eða skilti,  ef lögreglan er bara til að refsa en ekki til að fyrirbyggja þá er hún næstum því tilgangslaus.

mbl.is Mannréttindanefnd lýsir yfir þungum áhyggjum vegna nauðgunarglæpa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki er þetta ljóð

Sorg er ferli
Tár sem rennur niður kinn, yfir létt kvöld þá sér maður minninguna
Engin orð, engar myndir, ekkert nema minningin...
Hvert fer ég nema aftur í tíma þegar þú varst á lífi
Allt eða ekkert, hlátur þinn í fjarska
Dagurinn þá farinn, ekkert eftir nema askan
Í rónni þá syng ég í bljúgri bæn og minnist þín
En ekkert kemur í þinn stað, minning þín læst
Ég hef ekkert að segja, kveðjur eru tilgangslausar
Halló og bless, kveldið, daginn, morgunninn eða nóttin
Allt farið, hvers virði er tungan ef ég fæ henni ekki beitt
Verðlaus og alls virði. Allt eða ekkert, ég minnist þín
Kristján Haukur Magnússon

Fartalva týndist í HR

IceMUN er búið...endaði það vel fyrir utan einn hlut
Á meðan að IceMUN var þá tók einhver fartölvu vinar míns. Gerðist þessi leiði atburður 29 okt í HR og varð frakkinn mjög leiður það sem eftir var ferðarinnar. Ég varð sjálfur í hálfgerðu uppnámi og er enn. Mér finnst ég hálfábyrgur fyrir þessu, bæði sem einn af skipuleggjendum IceMUN og vegna þess að ég bauð honum hingað. Vill ég með öllum ráðum finna fartölvuna svo ég geti komið henni í hendur hans Florians.
Mér finnst ég svo valdalaus til að hjálpa en vona að persónan finnist, vona ég innilega að þetta sé tómur misskilningur.

Sigur fyrir jafnréttisbaráttuna

Ég get ekki annað en fagnað því en að menn séu einhvers staðar látnir bera ábyrgð á orðum sínum. Sérstaklega þar sem einhver er að reyna að eyðileggja starf jafnréttindasamtaka um allan heim, með því að tala um konur á slíkan hátt. Óska ég manninum samt allt til faraheilla en vona innilega að svona orð verði ekki látin falla í framtíðinni.

mbl.is Æðsti múslímaklerkur Ástralíu sagður hafa „skemmt samfélagið“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Checking the world out, my way

Höfundur

Kristján Haukur Magnússon
Kristján Haukur Magnússon
Eðistræðinemandi við Háskóla Íslands. Tenór við kór sama skóla. Virkur og í stjórn MUN(Model United Nations) Eng:Physics student at the University of Iceland. Tenor at the university chorus. Active in the Model United Nations sociaty.
Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Nýjustu myndir

  • Handel
  • Sendiráð Kóreu
  • Listarborgin Osló
  • Ein á flakki
  • Ég í Helsinki

Spurt er

Hvenær ætlar kjaradómur að hækka laun ríkisstarfsmanna?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.2.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband