17.12.2006 | 23:31
Sakna hversdagslífsins
Ég er orðinn langþreyttur á próf- og jólastressi, ég sakna hversdagslífsins þar sem ég og vinir mínir förum út og gerum eitthvað. Mig langar í partý, fara í keilu, bandý, sund, pool, fótbolta o.fl. Ég er ekki einu sinni búinn að fara á skauta á Ingólfstorgi. Um leið og ég er búinn í prófum, þá fer ég í sund, fer á skauta, í bíó og fer eitthvað með vinum mínum.
Ég og Einar Steinn, vinur minn vorum að tala um að hafa bloggin okkar á ensku eða hafa þau á tveim tungumálum þar sem við þekkjum báðir mikið af enskumælandi fólki sem á heima erlendis. Vorum við nokkuð sammála að það yrði erfitt að þýða Íslenskan húmór og orðatiltæki yfir á ensku þar sem þau tapa nær allri merkingu sinni. Sbr. "I stood on the duck" og "I come completly from mountains" sem enginn maður sem er ekki frá Íslandi myndi vita hvað ég væri að meina þótt ég gæti alltaf sagt, "took my breath away", sem þó er ekki sjálfstæð setning nema að ég nefni hvað lét mig standa á öndinni.
Jæja, ég ætti kannski að búa til lista yfir 10 skemmtilegustu hlutina sem ég gerði á þessu ári, ég tek fram að hlutirnir þurfa ekkert endilega að vera í þessari ákveðnu röð.
1.Kórinn
Ég veit um færri betri ákvarðanir í mínu lífi en að fara í háskólakórinn, félagslífið þar er frábært. Partý, bandý, tenór-sambandið, hitta allskyns fólk, þótt þetta sé flest allt háskólafólk þá er það samt ekki nærri því allt eins.
2.MUN-starf
FinMUN, IceMUN, IscoMUN o.s.frv voru öll ótrúlega skemmtileg MUN, að vera í sauna í Noregi og Finnlandi var alveg ótrúlega skemmtilegt.
3.Ferðalög utanlands sem ekki voru farin á vegum MUN eða Kórsins
Ástralía, Singapore, Frakkland, Spánn, Tékkland, England, Færeyjar, Danmörk...alltaf gaman að ferðast og alltaf jafn gaman að koma heim eftir ferðalagið.
4.Ferðalög innanlands
Hringurinn var tekinn í ár og það á einni helgi, þetta var eftirminnilegt því maður fékk svona eftirminnilega heildarmynd yfir landið sitt. Jafnvel þótt að við hefðum ekki keyrt í gegnum Vestfirði eða Austfirði og við keyrðum ekki um miðhálendið, þá var þetta mjög skemmtilegt.
5.Háskólinn í heild
ég mun aldrei sjá eftir öllum þeim klukkustundum sem ég hef notað í lærdóm. Sama hvort það sé landafræði, danska, kristinfræði, efnafræði eða félagsfræði. Allt gefur þetta af sér á einhvern hátt.
6.Vera með fjölskyldunni
Ég hef alltaf notið þess að vera með fjölskyldunni. Á þessu ári tók ég sérstaklega eftir því hvað það skildi mikið gat inní mér að geta ekki verið eins mikið með fjölskyldunni og ég vildi. Ég veit alveg nákvæmlega um hvað er verið að tala þegar umræðan snýst um fórnir vegna vinnunnar.
7.Vera með vinunum
Djamm, íþróttir, labba um og skoða með vinunum. Hvað gæti mögulega verið skemmtilegra en að vera með vinum sínum.
8.Bækur, kvikmyndir, tónlist
Hvort sem ég það var þegar ég las Harry Potter, Draumalandið eða Fjallkirkjuna, horfði á Barbarella, Superman, The Sun, Mýrina eða sjónvarpsþætti eins og Boston Legal, hlustaði á Prodigy, Enya, Boccieli, KK, Queen eða almenna kórtónlist...þá naut ég þess alls og sé ekki eftir að slaka aðeins á og njóta lífsins
9.Fylgjast með og ræða um stjórnmál hvort sem innanlandspólitíkina eða heimsmálin
Alltaf gaman að sitja með fólki og ræða um málin, þótt að auðvitað er skemmtilegra að tala um pólítík þegar a)ég fæ líka að tala, og b)þegar rök fá að ráða, ekki tilfinningar
10.Gera ekki neitt, sofa, íhuga og stunda líkamsæfingar
Allt er hollt í hófi, það á við allt. Ef hlutirnir eru ekki í jafnvægi þá verður lífið að óreiðu.
Bloggar | Breytt 18.12.2006 kl. 12:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
16.12.2006 | 02:25
Gjafalisti
Einar Steinn var að spyrja mig hvor ég kynni að búa til einskonar gjafalista á vefsíðu, ég býst við að hann eigi við þetta hérna að neðan. Mér datt í hug að ég gæti líka sett einskonar vallista(menu) með flokka eins og bækur, Dvd, íþróttir o.s.frv. þetta er í raun allt auðvelt í framkvæmd.
Tölvuleikir:
Gerð leiks: Uppbyggingaleikur
Fæst hvar: BT
World of Warcraft
Hlutverkaleikur
2.799 kr
Fæst hvar: BT Tölvur(Bónus Tölvur Tölvur)
Bækur:
Útgefandi: VIKING PRESS
Útgáfunúmer: 1
Útgáfuár: 2005
ISBN: 0670034509
Band: Hardcover
Útgefandi: PENGUIN BOOKS LTD.
Útgáfunúmer: 2
Útgáfuár: 1991
ISBN: 0140157352
Band: Paperback
Útgefandi: FREE PRESS
Útgáfunúmer: 1
Útgáfuár: 1992
ISBN: 0029019869
Band: Paperback
FIRST COURSE IN GENERAL RELATIVITY, A
Höfundur: SCHUTZ, BERNARD F.
Útgefandi: CAMBRIDGE UNIVERSITY PRESS
Útgáfuár: 1990
Útgáfunúmer: 1
ISBN: 0521277035
Band: Paperback
4.180 kr.
Bloggar | Breytt 19.12.2006 kl. 16:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.12.2006 | 11:31
Próf- og jólastúss
Jólastússið er búið að vera á fullu og er ég búinn að kaupa jólagjafir handa 2 vinum mínum úti og á eftir að kaupa eina handa vinkonu minni. Þá er bara eftir að kaupa gjafir handa góðvinum mínum hérlendis. Ég er sammála því, þetta er allt of mikið neyslusamfélag.
Ég get varla beðið því í kvöld þá býr mamma til kjötsúpu og fer ég þar af leiðandi í mat til hennar, tek dvd og við horfum á hana yfir súpunni. Mmmm...kjötsúpa. Uppáhaldsmaturinn minn :)
Fólk er alltaf að spyrja mig hvað mig langar í jólagjöf. Sannleikurinn er sá að ég hef allt sem ég þarf, góða vini og fjölskyldu. Hvað meira þarf maður. Ég held ég geti lifað án þess að eiga Ferrari, 600 fm hús og peningatank. Lífið er gott eins lengi og maður lætur það sem maður hefur duga. Þótt að þetta sé kannski ekki alltaf svona einfalt í Afríku þá fyrir mig er þetta nóg. Samverustundir með vinum og fjölskyldu er besta jólagjöfin sem fólkið getur gefið mér. Annað er bara bruðl
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.11.2006 | 07:48
nær engin vikmörk, dónaskapur, smámunasemi og rautt nef
Ég hef ekkert á móti því að hækka sektirnar ef það virkar en vikmörkin voru fín eins og þau voru. Svo virðist sem undanfarið að lögreglan þurfi ekki annað en að koma með tillögu að lögum, næsta dag þá byrji umræðan og eftir mánuð þá er tillagan orðin að lögum. 5 km vikmörk er of lítið og rosalega auðvelt fyrir lögregluna að misnota aðstöðu sína með því að sekta fólk sem fer 6 km yfir hámarkshraða t.d á mörgum götum borgarinnar þar sem stendur 60, 70 eða 80.
Venjulegir lögreglumenn er bara að gera starf sitt og auka þarf umferðaröryggi, sérstaklega á landsvegum. Ég nenni ekki að þurfa alltaf að vera að stara á hraðamælirinn hvort hann sé á 56 eða 66. Það á ekki að breyta miklu, augljóslega þá er samgönguráðherra ósammála mér.
Ef það er eitthvað sem fer í taugarnar á mér er þegar lögreglumönnum, flugvallarstarfsfólki o.fl leyfist að vera með stæla, ruddaskap eða yfirleitt dónaskap þegar ég hef ekki gefið neitt tilefni til. Það má vel vera að vinnudagurinn sé langur hjá þessu fólki en hann er líka langur hjá mér og ekki sé ég mikla þörf til að vera með stæla. Þannig að: gott fólk, verið kurteis hvort við annað, það kostar ekki neitt.
Jæja, á meðan lögreglan fær ekki að ganga með byssur. Ef það er einhverjum sem ég treysti ekki til að ganga með byssu þá eru það ALLIR.
Ekki til að vera smámunasamur en ég var nokkuð viss um að gjaldmælarnir í miðbænum væru gjaldfrjálsir eftir kl 18:30. Því ég tek nokkuð oft eftir fólki að sekta t.d í kringum regnbogann rétt eftir 8 á kvöldin. Má fólk endilega leiðrétta mig ef þetta er rangt hjá mér.
Í lokin þá vill ég minna fólk á að kaupa rautt nef því dagur rauða nefsins á morgunn og fer hagnaðurinn í gott málefni.
Athugið: Eftirfarandi eru bara mínar skoðanir en ekki skoðanir félagshópa sem ég er í.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.11.2006 | 07:35
Lost & found, jólin og MUN
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.11.2006 | 07:03
Ferðalög ársins
Ég segi við sjálfan mig að ég hafi ferðast nóg á árinu en samt vill ég ferðast meira.
Í febrúar fór ég í tíu daga til Finnlands á FinMUN sem var algjört æði, 8 dagar í Noregi á IscoMUn sem var alveg rosalega gaman, tvær vikur í Ástralíu og nokkrir dagar í Singapore. Helgi í Englandi, smástopp á Shetlandseyjum, tvær vikur í Tékklandi og rúm vika á Spáni og önnur slík í Frakklandi. 3 dagar á Færeyjum. Síðan má ég ekki gleyma hinni Finnlandsferðinni þar sem við stoppuðum við í Stokkhólmi, Svíþjóð í nokkrar klst áður en við tókum ferjuna til Helsinki. Var algjört æði að vera þar þegar og eftir að Finnar unnu Eurovision. Þá var það HARD ROCK halleluja. Veit ekki hvort ég ætti að telja með Danmörk þar sem ég stoppaði þar eingöngu á flugvellinum.
Leggjum þetta saman: 10+8+14+3+2+1+14+9+9+3+1+8=82 dagar eða u.þ.b 3 mánuðir af þessu ári sem ég hef ekki verið á Íslandi.
Á næsta ári þá var ég að hugsa um að fara aftur til Finnlands og fara í u.þ.b viku til Toronto, Ontorio, Kanada. Aftur til Frakklands,færeyja og skreppa svona eina helgi til Aarhus, Danmörku. Möguleiki á Kína og Japan. Rússland er líka stór möguleiki. Eistland+Litháen kannski. Líkur á Austurríki, Sviss og Belgíu. Fara til Ítalíu á Ítölskunámskeið í 2-3 vikur hljómar nice. Síðan ætti ég að fara í heimsókn til Ingu Láru frænku, helst þá vera á hóteli þar sem ég þoli ekki eiginmanninn hennar, bölvaðan ruddan.
Ég gleymi stundum að nefna roadtrip ársins sem ég, Einar Steinn og Doddi fórum. Hringurinn á einni helgi. Þetta var eins konar pílagrímsferð að Gunnarshúsi við Skriðuklaustur. Sváfum fyrstu nóttina í húsi á suðurlandi sem fjölskylda hans Dodda á. Síðan ókum við og sváfum í skógi sem ég man aldrei hvað heitir en var víst svona verslunarmannahelgisstaður fyrir nokkrum áratugum síðan. Fórum að Skriðuklaustri, skoðuðum okkur um, keypti bækur eins og Fjallkirkjuna. Fórum síðan í sund á Egilsstöðum, fengum okkur eftir á að borða í Hamborgarabúllunni. Ókum til Akureyrar þar sem ég stoppaði í mat hjá Gurru frænku og fjölskyldu í u.þ.b 2-3 klst. Brunuðum við síðan til Reykjavíkur þar sem ég átti flug næst dag til Englands.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.11.2006 | 06:24
Perth, NV-Ástralía
Eftir aðeins 22 klukkustundna flug með Singapore-airlines með nokkra klukkustundna stoppi í Singapore þá lentum við í Perth seint að kvöldi til. Ég átti rosalega erfitt fyrst með að vakna á morgnanna enda er 8 klst munur á milli Perth og Íslands.
Við byrjuðum á því að fara á hótelið en skoðuðum síðan okkur aðeins um. Pálmatré með reglulegu millibili, lestarteinar og hljólastígar um alla borg. Þeir eru með vinstri umferð líka á göngustígum sem ég átti erfitt með að venjast frá óreiðunni heima. Um leið og við fundum veitingastað þá sátumst við inn enda var ég orðinn svolítið leiður á flugvélamat. Við skoðuðum bæklinga með hvað væri í boði. Ef ég hefði verið lengur þarna þá hefði farið í þetta 2 vikna brimbrettanámskeið.
Í ferðinni þá lærði ég eitt, pabbi er öðruvísi ferðamaður en ég. Gæti mögulega verið þar sem hann hefur ferðast meir en ég. En hann vildi oft rápa í búðir sem þó eru ekki eins og þær Íslensku.
T.d þegar ég gekk inn í matvörubúðir þá seldu þeir mjólk í gallonum, ávexti í stórum fötum og miklu meira úrval af kryddi og öðrum hlutum tengt asískri matargerð. Menningin var rosalega mikið eins og heima. Svona alþjóðleg menning en þó með áströlskum keim. Hefði ég gjarnan hafa viljað vera lengur þarna en prófin nálguðust og ég hafði í raun bara tekið með mér tvær bækur sem ég last seint á kvöldin, varmafræðibókina og bókina í eðlisfræði 4.
Gangandi í Kings Park, sem virkaði á mig eins og gerviútgáfa af náttúru. En þó með gullfallegu útsýni af borginni. Fórum líka á vísindasafn sem mér þótti ágætt, skrýtið að við skulum ekki hafa svoleiðis hérna á Íslandi. Hvert kvöld þá gengum við um Northbridge sem var einskonar djammhverfi í Perth. Þó gat ég ekki fengið mér að drekka á meðan á ferðinni stóð þar sem pabbi er bindinismaður og ég get vel skemmt mér án þess að drekka. Pabbi fór á hverju kvöldi og lét nudda sig sem var tiltölulega ódýrt miðað við verðið heima. Fórum líka til Freemantle sem var algjör paradís fyrir gamalt fólk og fjölskyldufólk. Við fórum í háskólahverfið sem er nokkurn veginn við hliðin á ríkisbubbahverfinu í Perth. (Stéttakerfi!?). Gengum við þar um og fundum flóamarkaðinn sem við vorum að leita að. Hann var svipaður Kolaportinu fyrir utan að allt var nokkuð ódýrt og úrvalið öðruvísi. Mér þótti þetta mjög skemmtilegt. Fórum í bíó, ég verð ferlega fúll þegar ég sé að flest vestræn lönd eru með stúdentafsláttakerfi fyrir allt en Íslendingar eru ekki með neitt slíkt. Poppið og kókið voru stærri og ódýrari en stærsta kókið og poppið í smárabíó en salirnir voru minni. Enda nóg af bíóum í borginni.
Eftir aðeins tveggja vikna dvöl þá yfirgáfum við þessa fjölskylduvænu borg og fórum til Singapore.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.11.2006 | 04:45
Fáranleg auglýsing sem sendir röng skilaboð
Biðst ég afsökunnar á rasismanum en ég er á móti því að setja ruslfæði saman við heilbrigðan lífsstíl. Allt er gott í hófi, hvorki of mikið né of lítið. Einu sinni, jafnvel tvisvar í viku er nóg. Fyrir mér þá þótti mér þessi auglýsing út í hött og ætti að taka hana út. Ég tek fram, ég hef ekkert á móti því að þeir sýni hamborgara, franskar, kjúklingabita, pizzur í sjónvarpi/bíói eða öðrum fjölmiðlum. Brosandi fjölskyldur, einstaklingar borðandi girnilegt ruslfæði. En setja þetta saman við heilbrigðan lífsstíl, nei takk.
Bloggar | Breytt 23.11.2006 kl. 11:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.11.2006 | 04:27
Stjórnmál eru yndisleg
Bloggar | Breytt 18.12.2006 kl. 12:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.11.2006 | 17:56
Slæmar myndir, stress og tónleikar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Checking the world out, my way
Tenglar
Hversdagslistinn
Síðurnar sem ég fer á hverjum degi
- Ríkissjónvarpið Þar sem ég næ fréttunum, er oft í skólanum meðan fréttir eru
- Morgunblaðið Þar sem ég les ekki sorprit eins og DV
- Geimur Geimur, 69 whatever
- Batman Eitt sinn var tilvera.is líka, en nú bara b2
Model UN
Model United Nations
- Student-symposium Happens in Prague
- SweMUN happens in Uppsala
- FinMUN Happens mainly in Helsinki
- IscoMUN Happens in Oslo
Skólinn
Ýmislegt skólatengt
- Bókasala stúdenta We sell books
- Stigull Félag eðlisfræði- og stærðfræðistúdenta
Kórinn
Heimasíður fólk í háskólakórnum
- Einar Einar tenór, ættaður úr Súðavíkinni
- Erna María Sálfræðinemi
- Harpa
- Hlín
- Linda
- Steinunn
- René Giftur og ánægður
- Sigurást Alltaf hress
- Sara Píanó og partý
- Hafdís Partýstelpa
- Gauji Alltaf Hress
- Gísli Tölvusení, kórsení, akidosení, algjör sení
- Þórir Hrafn Harðrokksgaur
- Telma Idolstjarna og tilvonandi móðir
- Jón Ólafur Rútustjóri, hagfræðinemi og...
- Jaako og Elina Finnarnir
- Anna Ósk Anna Ósk
- Bidda Bidda
- Helgi Helgi píanósnillingur
- Ásdís guðfræðinemi
- Einar Steinn Einar Steinn, félagi
- Háskólakórinn Heimasíða kórsins
Myndaalbúm
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar