Færsluflokkur: Bloggar

Til hamingju með afmælið, Eva mín

Systir mín, Ingibjört Eva Magnúsdóttir átti afmæli í gær, þ.e.a.s 16 mars og er nú orðinn 22 ára. Óska ég henni auðvitað innilega til hamingju með það.

 

 


Skálholtsferð kórsins

Spenntur sótti ég Colin og Einar Stein, keypti nýja hátalara, mat og fór af stað. Þetta var á föstudaginn. Áætlunin var sú að fara Þrengslin. Keypti mat í staldrinu, Einar og Colin borðuðu hann í bílnum á leiðinni, ég stoppaði hjá litlu kaffistofunni og borðaði hann snögglega. Síðan hélt ég áfram. Auðvitað var rosaþoka. Ég ek þarna ekki oft og sá ekkert hvar ég var en missi af beygjunni sök þess að ég sá hvorki skilti né beygjuna sjálfa. Ek áfram og held að beygjan sé alveg að fara að koma en ekkert gerist. Ekki vildi betur til en ég keyrði heiðina. Vegurinn var mjög erfiður og heimtaði alla mína athygli. Því vindurinn var oft nálægt því að ýta bílnum af. Ekki hjálpaði þessi rosahálka heldur en þrisvar sveigðist bíllinn í aðra átt, má ég þakka ökureynslu minni og heppni að hafa komist þetta af. Síðan sá ég Hveragerði og vissi þá fyrst að ég hafði keyrt heiðina.

Félagar mínir margþökkuðu mér fyrir að keyra. Eins og ég sagði við þá, eina sem ég gerði var að keyra. Er bara feginn að þetta er búið. Vona ég innilega að lenda ekki í þessu aftur. Hafði ég heyrt að Heiðin væri lokuð og hélt að það væri eitthvað þá fyrir veginum, lögreglubílar eða eitthvað. Jæja, við komumst lífs af og alla leið til Skálholts.

Síðan komum við í Skálholt, æfðum ýmis lög og höfðum gaman af. Ekki vildi þó betur til en þreyta frá liðinni viku tók sinn toll og ég lagði mig um kvöldið. Vaknaði nokkru síðar, hafði misst af nýliðavígslunni en gat tekið þátt í hópatriðunum, tenóraatriðinu og farið í heita pottinn. Alltaf þegar ég fer á landsbyggðina þá verð ég alltaf ánægður að geta litið upp í himinninn og séð allar stjörnurnar glitra svo skýrt og fallega.


Nýtt ár

Það sem er á dagskránni fyrir árið í ár

Útskrifast úr eðlisfræðinni, klára diplóma í alþjóðlegum samskiptum, byrja á meistaranum í alþjóðlegum samskiptum. Með því að leiðarljósi að klára meistarann í því á næsta ári.

Fyrir meistarann í eðlisfræði þá var ég að pæla í Evrópu eða Ástralíu frekar en N-Ameríku. Annars kemur náttúrulega allt til greina. Byrja á því haustönn 2009.

Ég er að reyna að gera ritgerð um Ísrael-Palestínu málið, þá í sérstaku tilliti til viðmið Íslands í málinu. Það er ótrúlega mikil gagnkvæm óvirðing, hatur og vantraust sem virðist algjörlega vera að koma í veg fyrir frið. Ekki má gleyma græðgi en þar sem mér finnst græðgi vera vanvirðing við náungann þá fer það þar inn.

Ég er alveg á taugum um hversu mikið er að gera á þessari önn, ég veit ekki hvort ég ráði við það að vera í kórnum líka. Gæti svo sem tekið mér smáfrí í honum. Annars virðast stjórnarmálin þar vera í einhverjum titringi.

Hélt nýárspartý, var ágæt mæting, þá má sérstaklega þakka Christian Rebhan fyrir að toga með sér vini sína. Síðan hélt ég út með Einari S, Þóri og Sigrúnu. 


Jólafrí

Núna er ég kominn í frí...

Í dagskrá hjá mér núna er að kaupa jólagjafir. Mig vantar að vita hvað flestum langar í, annars þá hef ég nokkuð góða tilfinningu fyrir því hvað hver vill. Það næsta er að lesa, lesa og lesa fyrir næstu önn. Ég vill ná einhveru forskoti því ég er leiður á stressi. Ýmislegt spennandi bíður í raun eftir mér, jólamatur hjá Gunnu frænku. Annar jólamatur hjá Ingu frænku. Ég sakna þess frá því þegar Hrefna amma var lifandi að þá var alltaf fjölskyldumatur heima hjá henni. Hef það að sið að syngja "Með bljúgri bæn" í nær hvert sinn sem ég minnist hennar. Heimsótti gröf hennar, afa og systur minnar Sigurborgu 10.des. Því þá voru 2 ár síðan að ég talaði við ömmu mína seinnast. Megi þau öll hvíla í friði og vona ég innilega fyrir hönd allra Íslendinga að engum unglingnum detti það í hug að skemma einhverja grafsteinna. Ég neita allri ábyrgð á gjörðum mínum ef ég gríp einn ungling að gera þetta við grafstein ættingja minna eða annarra. Blessuð sé minningar þeirra liðnu.

Ég verð mjög upptekinn næstu önn. Ég veit ekki hvort ég geti haldið áfram í kórnum. Mun líta yfir áætluninna og reyna að setja hann inn. Sjáum til.

Gleðileg jól

Lag dagsins, enska útgáfan af heims um ból, Silent night

 


Hvað er hægt að ætlast...

Í nútíma fangelsiskerfi þá fær fólk frítt húsnæði, a.m.k 3 máltíðir á dag o.fl. Sumt fólk vinnur 9 tíma á dag og hefur varla efni á þessu. Við gefum ekki skólabörnum, eldra fólki, andlega né líkamlega heftu fólki þetta frítt en við gefum glæpamönnum þetta frítt.
mbl.is Vildi komast aftur í fangelsið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samt úr eldinum í öskuna

Lítum á kosti og galla þessara tveggja fíklalífa

Tölvuleikjafíkillinn:
Kostur: Jafnvel þótt að þú sért tölvuleikjafíkill þá forðast fólk þig ekki nema þú spilir það hart að þú farir ekki í bað.
Kostur og galli: Margir af þessum síspilunarleikjum eru eins og Irkið/MSN á háu stigi, þú spilar með einhverju liði og hengur með þeim og gerir hitt og þetta, sem er kannski ekki að gerast í alvörunni en getur verið jafnraunverulegt fyrir þeim sem spilar leikinn og að spila snóker, keilu, tennis o.fl. Spjall o.fl er m.a. partur af þessu. Samt ekki nema eins langt og þér finnst nauðsynlegt, sem er alveg eins og í raunveruleikanum. Netvinir eru samt ekki alveg eins og raunverulegir vinir, a.m.k ekki fyrir mér.
Galli: Sameiginlegur galli bæði tölvuleikjafíkilsins og fíknefnafíkilsins er lítil líkamshreyfing, til eru undantekningar eins og í virtual reality og með nýjustu leikjatölvunum þar sem þú þarft í alvörunni að hreyfa þig rétt til að vinna.
Galli: Lítil útivera, því miður á þetta einnig við flest fólk í dag, þar sem flestir hlutir af okkar daglegum hlutum er inni. Nei, fólk...það að sitja í kaffihúsi er ekki að vera úti.
Galli: Mikil notkun tölvuleikja/tölva getur eyðilagt í fólki sjónina og heyrnina ef hljóðgjafinn er stilltur of hátt.

Fíknefnafíkilinn
Galli: Sameiginlegur galli bæði tölvuleikjafíkilsins og fíknefnafíkilsins er lítil líkamshreyfing, til eru undantekningar þar sem sum efni gera fólk alveg ofurvirkt þangað til spennan deyr út.
Galli: Fíknefni eyðileggja oft mörg boðefni í heilanum, mynda oft aukaefni og eru rosalega ánetjandi þar sem fráhvarfseinkenni geta verið ansi slæm.
Galli: Minni verður oft á tíðum hræðilegt, húð og líkami eldist mun hraðar sökum aukaefna o.fl.

 

Ég spilaði tölvuleiki hérna áður fyrr en hef aldrei prófað fíknefni og mun aldrei gera það. Fyrir mér eru fíknefni eins og sígarettur, geta virkað svalt fyrir suma í stutta stund uns þeir deyja eða hrörna undan "aukaverkunum". Ég bara "því miður" sé enga kosti við þessa siði.


mbl.is Sonurinn flúði úr heimi fíkniefna í heim tölvuleikja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afmæli

Átti afmæli 12 nóvember, mamma mín og systir gáfur mér 3 bækur. "Ofvitann" + "Íslenskur aðall" eftir Þórberg Þórðarson og "The kite runner" eftir Khaled Hosseini. Ég hef heyrt góða hluti um þessar bækur og hlakka til að lesa þær. Einar Steinn ætlar víst líka að gefa mér einhverja góða bók. Pabbi gefur mér ábyggilega eitthvað sérstakt einnig þegar hann kemur heim. Fékk fjöldann allan af afmæliskveðjum allsstaðar úr heiminum í dag á Facebook.

Var hálfmáttlaus í dag sökum smáskorts á járni, tók 2 járnpillur og vona að mér líði betur á morgunn.  Á morgunn þá ætla ég að læra, læra og læra. Þ.e.a.s fyrir utan kórinn + IceMUN-mál. 

Sem lög dagsins eru nokkur afmælislög eftir nokkra af uppáhaldssöngvurum/karakterum vina minna og fjölskyldu, Bítlarnir, Marilyn Monroe, Andrés Önd, Tina Turner

 Bítlarnir:



Andrés Önd:


Marilyn Monroe:

 



John Lennon(Bítlarnir)

 



Tina Turner:

Tilvitnun dagsins

Er úr myndinni "Liar, liar"

boy: "But dad, my teacher tells me that it´s the inner beauty that counts"
Carrey: "Honey...that´s only what ugly and fat people tell themselves to make themselves feel better"

Endilega látið mig vita ef orðalagið er ekki rétt


Myndband fyrir Einar

Setti nokkrar myndir Einar, á vefinn. Hérna er eitt myndband...

Restina færðu eftir nokkra daga á DVD...ok 


Kórinn, salsa og borgarmenningin

Jæja, kórinn er byrjaður. Við erum byrjuð að æfa eitt verk eftir Mozart sem hljómar alveg ágætlega. Erum komin með nýjan kórstjórnanda, hann Gunnstein sem er með örlítið öðruvísi stíl en Hákon en er samt fínn. Ég mun halda nýliðadjammið á Laugardaginn, Einar Steinn hélt ágætt partý fyrir pólska kórinn um daginnm, reyndist þetta ágætis fólk og hlakka ég til að hitta það seinna í Póllandi í vor.

SalsaIceland heldur workshop/námskeið næstu helgi og ég bíð spenntur eftir að fá að teygja fæturnar smá. Búinn að vera svolítið latur að æfa og mun hafa virkilega hollt af upprifjuninni. Hægt er að tékka á dagskránni hjá þeim á www.salsaiceland.com

Það er búið að vera mikil umræða um miðbæjardjammið um helgar, ég held þó að það geri voða lítið að færa djammið eitthvert annað. Það að tala um að færa bara staðina sem eru opnir lengur en til 2 um helgar er að tala um að færa næstum því alla. Ég á heima í miðbænum, djammið fer lítið í taugarnar á mér nema þegar fólki dettur í hug að hanga á bílflautunum kl 4:30.

Samt það sem fer mest í taugarnar í mér við höfuðborgarsvæðið er öll þessi bílaumferð. Það er svo fátt um göngu/hjólabrýr í Reykjavík, þó þetta hafi farið smátt og smátt batnandi, þó ekki mikið sem má þakka fyrirverandi og núverandi borgarstjórn. Ég skil samt ekki afhverju það eru nær engar miðnætursýningar í bíóunum á sumrin, sérstaklega um helgar. Skil það í miðbænum en hvað með Kringlubíó, Háskólabíó, Smárann o.fl. Skil það betur með leikhús þar sem ekki er hægt að ætlast til allt af þessu fínu starfstéttum. Því það tekur á að standa endalaust fyrir framan fólk. Þótt það líti kannski ekki alltaf þannig út. Held ég fari á 1-2 leikrit bráðlega og mun örruglega hafa gaman af.

Já og ég er enn stúdent, þótt ég sé ekki alltaf kvartandi yfir náminu, enda getur það verið fínt ;)


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Checking the world out, my way

Höfundur

Kristján Haukur Magnússon
Kristján Haukur Magnússon
Eðistræðinemandi við Háskóla Íslands. Tenór við kór sama skóla. Virkur og í stjórn MUN(Model United Nations) Eng:Physics student at the University of Iceland. Tenor at the university chorus. Active in the Model United Nations sociaty.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Handel
  • Sendiráð Kóreu
  • Listarborgin Osló
  • Ein á flakki
  • Ég í Helsinki

Spurt er

Hvenær ætlar kjaradómur að hækka laun ríkisstarfsmanna?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 2310

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband