Færsluflokkur: Bloggar
13.9.2007 | 01:37
Ferðast um skandinavíu
Fórum til Osló(ég og Einar Steinn), sváfum þar á Radisson, gengum í kringum höllina og slökuðum á, á barnum um kvöldið. Næsta dag tókum við lest til Stokkhólms. Þar tímdum við ekki að eyða peningum í annað hótel, þannig að við ákváðum að fljúga þaðan til Helsinki. Tókum lest til Tampere, eyddum tveim klukkustundum á barnum og héldum áfram til Jyväskylä. Þar hittum við Jaako og Elina, vinfólk okkar.
Ráfuðum um Jyväskylä, borðuðum hreindýrakjöt(mmmm...), hittum undarlegt finnskt fólk, skoðuðum ýmsar bókabúðir(myndasögu og venjulegar). Fórum út eitt kvöldið með hjónunum, fórum í bíó og fórum síðan á bari með Jaako. Það var æðislegt...barir loka þar kl 4 á virkum dögum.
Síðan var förinni heitið aftur til Helsinki, fórum á hotel Anna. Kósý hótel...löbbuðum um miðbæinn, skoðuðum búðir, fórum í bíó með Mari Karin, mexíkanskri stelpu. Fórum á þrisvar á djammið
Fever- barinn þar sem bjórinn kostaði 1 evru...ég varð svolítið þunnur daginn eftir
Vaanha-stúdentadjammið, þar var fullt af fólki og voða skemmtileg stemming
Karaoke, voða lítill bar og fengum ekki að syngja, samt skemmtilegt.
Skoðuðum líka herminjar sem undarlega fólkið sýndi okkur og kirkju í Jyväskylä. Skoðum kirkjur, listigarða og fórum m.a í stærstu bókabúð í Evrópu sem er einmitt í Helsinki. Á samt erfiðara með að trúa því með stóru Free Record Store, að hún sé stærsta diskabúð í Evrópu. Hún var bara þriðjungi stærri en skífan á laugarveginum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.8.2007 | 01:31
Lag dagsins, "Well It's True That We Love One Another" með video úr Buffy-The vampire slayer
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.8.2007 | 01:18
Stelpukurfur sem vinna við miðasölu
Ég eins og margir fór og sá Simpsons-kvikmyndina á föstudaginn. Því miður þá komst ég ekki á myndina með vini mínum. Ástæðan var sú að stelpan sem var að afgreiða í miðasölunni laug því að mér að það væri uppselt í lúxussalinn klukkan átta. Það var ekki uppselt. Ég kom heim til mín fúll en varð enn fúlli út í þessa ákveðnu persónu þegar ég fór á midi.is og sá að það var ekki uppselt. Ég keypti mér þó miða í Regnbogann þar sem ég hafði ekki tíma til þess að keyra til baka í Smárabíó.
Þetta varð samt ansi nálægt því að eyðileggja kvöldið hjá mér. Segjum það bara að ég yrði ekki leiður þótt hún missti vinnuna vegna lélegs viðmóts við viðskiptavini. Ég vona það innilega að það verði a.m.k lesið yfir henni en ég á ekki von á því.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.8.2007 | 00:58
Finnlandsferðin framundan
Brátt leggjum við af stað til Finnlands til að heimsækja vinfólk okkar, Jaako og Elina. Ég hugsa það þannig að við förum fyrst til Stokkhólms, tökum ferjuna til Helsinki og tökum þaðan lestina til Jykkälsk. Verðum þar í nokkra daga og förum líklegast síðan til Tampere. Ég vona innilega að það rættist vel úr þessari ferð.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.6.2007 | 13:53
Tónlist-ipod
Ég er að reyna að velja tónlist í ipodinn minn, finnst það frekar erfitt. Þar sem ég er vanur að vera með nánast endalaust pláss fyrir tónlist þá þarf ég að velja og hafna.
Ég er nokkuð öruggur um nokkrar hljómsveitir
Talking heads, Rammstein, Black Sabbath, Deep Purple, Pink Floyd, Kid Rock, Alice in chains, Baggalútur, Abba, AC DC, Bob Marley, Foo Fighters, Incubus, Iron Maiden, Jimi Hendrix, Johnny Cash, Korn, Mettalica, Nick Cave, Prodigy, Megas, Stuðmenn, Eric Clapton, Ozzy...síðan eru ábyggilega einhverjir sem ég er að gleyma.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.6.2007 | 09:33
Skattmann
Ég heyrði þau rök notuð gegn þessu að þá myndi sá sem skoðaði málið og sá sem ákærði vera sama valdið. Hmm...lögreglan í flest öllum málum virkar þannig. Afhverju ekki skattrannsóknastjóri. Ef þetta á að gerast þá þætti mér samt betra að hafa lögin mjög nákvæm um hvar valdið byrjar og hvar það endar. Held að það yrði nú skrýtnir þeir dagar með ákæruglaðan skattrannsóknastjóra frystandi starfsemi hinna og þessara fyrirtækja án góðs fyrirvara. Minnir þetta helst á gamla skattmann-grínið.
Skattrannsóknarstjóri vill ákæruvald | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.6.2007 | 07:04
Sumarið búið
Ég man þá gömlu daga þegar ég þurfti ekki að gera neitt á sumrin annað en að slaka á, ferðast um landið, þá sérstaklega til Akureyrar og Súðavíkur en nú er maður orðinn "gamall" og vinnur alla daga eins og þræll. Ég verð þó í fríi í dag, ætla mér í sund og Worldclass. Síðan seinnipartinn held ég haldi áfram að lesa og horfi ef til vill á Evil Dead.
Það eina sem ég gerði um helgina fyrir utan mitt venjulega stúss. Ég fór á tónleikanna með Hjálmar, KK og Megas. Æðisleg tónlist. Verð ég því miður að fresta ferðinni austur næstu helgi þar sem ég á fara í sumarbústað með kórnum. Það verður fjör.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.6.2007 | 02:17
Veikur
Er með einhverja leiðinlega flensu. Er rauður í augunum og síþreyttur. Svaf í minnst 14 klst í dag. Held ég fari í worldclass og sund á morgunn. Verð kannski ekki laus við flensuna en mér líður alltaf eitthvað betur eftir líkamsæfingu. Ég er búinn að setja mér markmið fyrir þessa viku: Klára Fjallkirkjuna og byrja á einhverri annarri bók.
Líkamsæfingar seinnustu viku: 3 sinnum í Worldclass, 4 sinnum í sund, kleif Esjuna og villtist í Þoku á leiðinni niður.
Ég er orðinn mjög spenntur fyrir IceMUN á þessu ári. Við í stjórninni ætlum okkur að auka fjölda þeirra sem koma að utan. Ég veit að það koma a.m.k 3-5 sem ég á að hafa reddað.
Ég held að áætlunin fyrir næstu helgi sé að fara til Skagastrandar með SalsaIceland. Dansa Salsa og skoða Skagaströnd betur. Ég held ég fari austur helgina eftir á, skoði Þórbergssetur og kaupi einhverrar bækur. Það er búið að mæla með 'Ofvitanum', 'Bréf með Láru' o.fl., aldrei að vita nema ég stoppi fyrir norðan og heilsi upp á frændur mína.
Er að drepast úr þreytu, verð að fara að sofa aftur...góða nótt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.6.2007 | 13:36
Ruslpóstur
Venjulega fæ ég alveg rosalega mikið af ruslpósti, hvort sem er í gegnum email eða venjulegan póst. Síðan er það spam-pósturinn sem greinilega hefur aldrei verið sett mikil hugsun út í.
Ég fékk t.d eitt bréf sem sagði mér að ég hefði erft eftir mann sem hafi dáið fyrir nokkrum mánuðum síðan. Síðan seinna í bréfinu þá dó hann árið 2002. Þ.e 5 ár síðan. Þ.e 54 mánuðir síðan árið 2002 var, ég þekki engan sem kallar þessa tölu 'nokkra'.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.6.2007 | 00:33
Háskóli eður ei, það er EKKI spurningin
Mér leið alveg hræðilega í morgunn og fékk áhyggjukast að ég mætti ekki stunda nám í háskólanum í haust. Ég fékk tölvupóst að ég væri ekki lengur skráður í nám í háskólanum, auk þess þá gat ég ekki skráð mig inn á námssíðuna mína þar sem ég sé í hvaða námsskeið ég er skráður í o.s.frv.
Ég vissi varla hvað stóð á mig veðrið, ég fékk einskonar áfall. Hvort ég hefði gleymt að borga námsgjöldin, hvort að reikningurinn væri kannski einhversstaðar fastur í póstkerfinu okkar. Myndi mér líða illa yfir að fá ekki að stunda nám mitt vegna skriffinnsku-mistaka, ehhh...já. Þó efa ég að stúlkurnar í nemendaskrá myndu erfa það við mig eða nokkurn annan...
Seinna um daginn fékk ég bréf frá stúdentaráði um að einungis 170 nemendur hefðu verið skráðir við háskólann í morgunn, ég bíð spenntur eftir útskýringu þeirrar ágætrar konu sem er nýfarin að sjá um þetta. "Byrjendamistök" blah. Ég varð nær snortinn af reiði, skólinn eins og er, er mitt líf, flest sem ég geri er tengt honum. Mér leið betur þegar ég fékk þær fréttir að þetta væru mistök. Mér langar ekki að fara til stjórans í sumarvinnunni og biðja um frí til að leiðrétta skriffinskumistök, hvort sem eru mín eða annarra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Checking the world out, my way
Tenglar
Hversdagslistinn
Síðurnar sem ég fer á hverjum degi
- Ríkissjónvarpið Þar sem ég næ fréttunum, er oft í skólanum meðan fréttir eru
- Morgunblaðið Þar sem ég les ekki sorprit eins og DV
- Geimur Geimur, 69 whatever
- Batman Eitt sinn var tilvera.is líka, en nú bara b2
Model UN
Model United Nations
- Student-symposium Happens in Prague
- SweMUN happens in Uppsala
- FinMUN Happens mainly in Helsinki
- IscoMUN Happens in Oslo
Skólinn
Ýmislegt skólatengt
- Bókasala stúdenta We sell books
- Stigull Félag eðlisfræði- og stærðfræðistúdenta
Kórinn
Heimasíður fólk í háskólakórnum
- Einar Einar tenór, ættaður úr Súðavíkinni
- Erna María Sálfræðinemi
- Harpa
- Hlín
- Linda
- Steinunn
- René Giftur og ánægður
- Sigurást Alltaf hress
- Sara Píanó og partý
- Hafdís Partýstelpa
- Gauji Alltaf Hress
- Gísli Tölvusení, kórsení, akidosení, algjör sení
- Þórir Hrafn Harðrokksgaur
- Telma Idolstjarna og tilvonandi móðir
- Jón Ólafur Rútustjóri, hagfræðinemi og...
- Jaako og Elina Finnarnir
- Anna Ósk Anna Ósk
- Bidda Bidda
- Helgi Helgi píanósnillingur
- Ásdís guðfræðinemi
- Einar Steinn Einar Steinn, félagi
- Háskólakórinn Heimasíða kórsins
Myndaalbúm
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 2310
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar