Sumarið mitt :)

Einhversstaðar í miðjum æsingnum þá gleymdi ég að skrifa hvað ég gerði í sumar.

Long story short: Eftir finnlandsferðina æðislegu þá vann ég í mánuð í járnabindingum sem var algjört helvíti en það að vinna með frændum mínum einhvern veginn gerði starfið mun bærilegra en annað. Eftir þessa vinnu þá fór ég, vinur minn Einar Steinn og Doddi í hring í kring um landið á einni helgi. Fórum fyrst á S-land, gistum þar í sumarhúsi fjölskyldu hans Dodda, man ekki nafnið, einhversstaðar 30-50 km austur af Vík í Mýrdal. Síðan eftir ókum við til Egilsstaða en gistum í tjaldi í skógi þarna rétt hjá, aftur man ég ekki nafnið en þetta var eitt sinn staður þar sem var oft útihátíð. Fórum næsta dag í Gunnarshús og síðan í sund á Egilsstöðum. Ókum síðan til Akureyrar þar sem ég heimsótti ættingja mína í 3 klst á meðan strákarnir krúsuðu um Akureyrina. Síðan ókum við heim.

Næsta dag þá pakkaði ég í flýti. Ég, mamma og Eva fórum til London og gistum þar í eina nótt. Síðan var förinni heitið til Prag, heit og fínt. Vorum þar í viku. Eftir þetta fórum við til Spánar með milliflugi í London þar sem úrvalsstarfsfólk London Heathrow tókst að láta okkur ekki fá farangurinn okkar í tæka tíð fyrir næsta flug. En hvað með það, fórum til Denia og vorum þar í tvo daga, síðan fórum við í Alicante og vorum þar í 2 vikur. Kíktum til Benidorm síðan í 1 dag en eftir þetta fór ég til Toulouse í Frakklandi í heimsókn.  Mamma og Eva voru nokkra daga í Alicante án mín en fóru síðan heim. Ég var í rúma viku í Frakklandi en ég og Florian fórum nokkrum sinnum í bæinn, skoðuðum, djömmuðum og fórum líka í 2 daga í heimsókn til pabba hans, stjúpmömmu og hálfsystur. Þetta var mjög fínt.

Eftir þetta fór ég til Færeyja, varð fyrst svolítið taugaóstyrkur, fyrst seinkaði fluginu til Parísar frá Toulouse þannig að ég hélt að ég myndi kannski missa af framhaldsfluginu til London en náði því. Síðan seinkaði fluginu til London þannig að ég hélt að ég myndi missa af rútunni til Stanstead frá Heathrow en kom á réttum tíma en hvað gerðist þá, rútunni seinkaði um hálftíma og var ég þá orðinn algjörlega öruggur um að ég væri búinn að missa af fluginu til færeyja en hvað gerðist svo en hið týpiska. Fluginu til Færeyja hafði, hvað....einmitt, seinkað. Ég varð svo feginn að hafa ekki misst af fluginu. En beið þó í nokkuð langan tíma á flugvellinum þangað til vélin tók af stað með milliflugi á Shetlandseyjum. Þar var myrkruð þoka en var þó fegin bara að losna úr 40-45 °C hitanum í Tékklandi, Spáni og Frakklandi. Síðan komst ég lokst til Færeyja þar sem Einar Steinn beið eftir mér og hafði þá beðið eftir mér í 3 klst. Drösluðumst við og tjölduðum í Þórshöfn eftir stuttan akstur frá Vágum með nýja tjaldinu frá Spáni. Mental note: kaupa nýja ábreiðu fyrir tjaldið, þ.e ekki gert fyrir norrænar aðstæður. Samt var tjaldið fínt. Skemmtum okkur þar vel með hópi af Íslendingum, Færeyingum og Norðmönnum. Síðan var ég kominn heim.

Þegar ég kom heim, þá spurði pabbi mig hvort að ég myndi nenna að ferðast meira í ár. Ég sagði, a.m.k ekki alveg strax. En ég er kannski kominn með minn skammt fyrir árið. En fór til allra norðulandanna, þ.á.m er Ísland, Færeyjar, Danmörk, Álandseyjar, Finnland,  Svíþjóð og Noregur.  Síðan má ekki gleyma Tékklandi, Bretlands, Frakklands og Spánar. Að lokum má alls ekki gleyma Singapore og Ástralíu.

Hverju er ég orðinn leiður á í sambandi við ferðalög:

Dónaskapnum í starfsfólki Evrópskra flugvalla.-Þetta er eitthvað sem ég vill láta laga
Sölumennskunni en ég ætlast ekki til þess að hún breytist.

Skemmtilegast misskilningur ferðarinnar:

Þegar ég og mamma fórum fyrsta daginn í Tékklandi á veitingastað, báðum um ostborgara og fengum grillaðan ost ofan á grilluðum osti, þ.e.a.s segja "ostborgara".

En þó get ég alltaf sagt, með öllum mínum ferðalögum þá er eitt sem mér finnst alltaf æðislegt og það er að koma heim.

Hörmulegt kvæði mixað af nokkrum af bestum þjóðlögum landsins 

Ísland er land þitt, því aldrei skal gleyma
en þér er ætlað að geyma
Íslenska tungu, hinn dýrarsta arf
Ísland 1000 ár, með titrandi tár
Því hvar er þitt frelsi, jöklar og manndáðin best
Ísland ögrum skorið, ég vill nefna þig
Sem á brjóstum borið og blessað hefur mig
Landið mitt og landið þitt, blessaðu landið
Því hvar er þitt frelsi, jöklar og manndáðin best
 

Kvæðin þrjú eru:
Ísland ögrum skorið eftir Sigvaldi Kaldalóns / Eggert Ólafsson
Ísland er land mitt eftir Magnús Þór Sigmarsson/Margrét Jónsdóttir
En ein lína notaður boðskapur úr Vatnsenda -rósu  eftir Rósu Guðmundsdóttir
Minnir að ein lína sé  vísir í þjóðsönginn en þó ekki endilega.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Checking the world out, my way

Höfundur

Kristján Haukur Magnússon
Kristján Haukur Magnússon
Eðistræðinemandi við Háskóla Íslands. Tenór við kór sama skóla. Virkur og í stjórn MUN(Model United Nations) Eng:Physics student at the University of Iceland. Tenor at the university chorus. Active in the Model United Nations sociaty.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Handel
  • Sendiráð Kóreu
  • Listarborgin Osló
  • Ein á flakki
  • Ég í Helsinki

Spurt er

Hvenær ætlar kjaradómur að hækka laun ríkisstarfsmanna?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 2136

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband