3.10.2006 | 15:53
Æfingarbúðir í kórnum
Þá eru þessar kóræfingarbúðir í Hlíðardalsskóla 2006 búnar. Djammið fyrir mitt leyti var æði. Skemmtiatriðin voru sæmileg þetta árið en hafa oft verið betri. Þeir sem drukku mest þetta skiptið...annaðhvort ég eða Jónas, þannig a.m.k þá á tenórinn þann titill. Gerði maður greinilega eitthvað öðruvísi en maður gerir ófullur a.m.k ef marka má allar myndirnar. En samt sé ég ekki eftir neinu. Ég braut ekki neitt og gerði ekkert af mér a.m.k svo að ég viti. A.m.k lít ég þannig á það sjálfur.
Vinur minn Einar Steinn er alltaf að kveða ljóð, ég er nú reyndar raunvísindanemandi en ekki málvísindanemandi og er ekkert allt of hrifinn að vera hreyta úr mér ljóðum. Enda hef ég ekki verið í Íslenskunámskeiði síðan ég var 17-18 ára. Vá, það eru u.þ.b 6,5-8 ár síðan. Where is my cane, I feel old. Verð kvarthundrað ára gamall 12 nóvember. Uss, best að vara sig að safna fyrir elliárin svo ég lendi ekki í einum af þessu geymsluplássum fyrir gamalt fólk. Við köllum þetta víst "elliheimilli". Ég man varla hvernig á að beita stuðlum&höfuðstöfum, endurtekningum og rími en hérna kemur þetta. Hér er þó eitt af mínum uppáhaldsljóðum. Ég skal kveða eitt stutt eftir þetta svo að ég sé ekki að svindla. En hér koma ljóðin.
Ljóð dagsins:
Dagur er risinn
rjóður í austri,
raular mér kvæði
þröstur á grein.
Blessuðu tónar,
blessaði dagur,
blessaða veröld
tindrandi hrein.
Sólin er risin
hátt upp á himin,
hlæjandi dagur
þerrar mín tár.
Blessað sé ljósið,
lífgjafinn mildi,
lofaður veri
himinninn blár.
Ég elska lífið,
ljósið og daginn,
lofgjörð um heiminn
fagnandi syng.
Blessað sé lífið,
blessað sé ljósið,
blessaðir morgnar
árið um kring
(Gelískt lag / Heimir Pálsson)
Ísland án stuðla
Í er fyrir ís, kaldan sem pólinn
S er fyrir skáldið, rjúkandi um jólin
L er fyrir landið, fagurt og gott
A er fyrir arfinn, íslenskan flott
N er fyrir nýsköpun, vísindi þín
D er fyrir dótið, eyðslusemi mín
Efa ekki að margir hafi búið svipað til en þetta er mín útgáfa
með kveðju
-Kristján Haukur Magnússon
Um bloggið
Checking the world out, my way
Tenglar
Hversdagslistinn
Síðurnar sem ég fer á hverjum degi
- Ríkissjónvarpið Þar sem ég næ fréttunum, er oft í skólanum meðan fréttir eru
- Morgunblaðið Þar sem ég les ekki sorprit eins og DV
- Geimur Geimur, 69 whatever
- Batman Eitt sinn var tilvera.is líka, en nú bara b2
Model UN
Model United Nations
- Student-symposium Happens in Prague
- SweMUN happens in Uppsala
- FinMUN Happens mainly in Helsinki
- IscoMUN Happens in Oslo
Skólinn
Ýmislegt skólatengt
- Bókasala stúdenta We sell books
- Stigull Félag eðlisfræði- og stærðfræðistúdenta
Kórinn
Heimasíður fólk í háskólakórnum
- Einar Einar tenór, ættaður úr Súðavíkinni
- Erna María Sálfræðinemi
- Harpa
- Hlín
- Linda
- Steinunn
- René Giftur og ánægður
- Sigurást Alltaf hress
- Sara Píanó og partý
- Hafdís Partýstelpa
- Gauji Alltaf Hress
- Gísli Tölvusení, kórsení, akidosení, algjör sení
- Þórir Hrafn Harðrokksgaur
- Telma Idolstjarna og tilvonandi móðir
- Jón Ólafur Rútustjóri, hagfræðinemi og...
- Jaako og Elina Finnarnir
- Anna Ósk Anna Ósk
- Bidda Bidda
- Helgi Helgi píanósnillingur
- Ásdís guðfræðinemi
- Einar Steinn Einar Steinn, félagi
- Háskólakórinn Heimasíða kórsins
Myndaalbúm
Spurt er
Hvenær ætlar kjaradómur að hækka laun ríkisstarfsmanna?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.