Samt úr eldinum í öskuna

Lítum á kosti og galla þessara tveggja fíklalífa

Tölvuleikjafíkillinn:
Kostur: Jafnvel þótt að þú sért tölvuleikjafíkill þá forðast fólk þig ekki nema þú spilir það hart að þú farir ekki í bað.
Kostur og galli: Margir af þessum síspilunarleikjum eru eins og Irkið/MSN á háu stigi, þú spilar með einhverju liði og hengur með þeim og gerir hitt og þetta, sem er kannski ekki að gerast í alvörunni en getur verið jafnraunverulegt fyrir þeim sem spilar leikinn og að spila snóker, keilu, tennis o.fl. Spjall o.fl er m.a. partur af þessu. Samt ekki nema eins langt og þér finnst nauðsynlegt, sem er alveg eins og í raunveruleikanum. Netvinir eru samt ekki alveg eins og raunverulegir vinir, a.m.k ekki fyrir mér.
Galli: Sameiginlegur galli bæði tölvuleikjafíkilsins og fíknefnafíkilsins er lítil líkamshreyfing, til eru undantekningar eins og í virtual reality og með nýjustu leikjatölvunum þar sem þú þarft í alvörunni að hreyfa þig rétt til að vinna.
Galli: Lítil útivera, því miður á þetta einnig við flest fólk í dag, þar sem flestir hlutir af okkar daglegum hlutum er inni. Nei, fólk...það að sitja í kaffihúsi er ekki að vera úti.
Galli: Mikil notkun tölvuleikja/tölva getur eyðilagt í fólki sjónina og heyrnina ef hljóðgjafinn er stilltur of hátt.

Fíknefnafíkilinn
Galli: Sameiginlegur galli bæði tölvuleikjafíkilsins og fíknefnafíkilsins er lítil líkamshreyfing, til eru undantekningar þar sem sum efni gera fólk alveg ofurvirkt þangað til spennan deyr út.
Galli: Fíknefni eyðileggja oft mörg boðefni í heilanum, mynda oft aukaefni og eru rosalega ánetjandi þar sem fráhvarfseinkenni geta verið ansi slæm.
Galli: Minni verður oft á tíðum hræðilegt, húð og líkami eldist mun hraðar sökum aukaefna o.fl.

 

Ég spilaði tölvuleiki hérna áður fyrr en hef aldrei prófað fíknefni og mun aldrei gera það. Fyrir mér eru fíknefni eins og sígarettur, geta virkað svalt fyrir suma í stutta stund uns þeir deyja eða hrörna undan "aukaverkunum". Ég bara "því miður" sé enga kosti við þessa siði.


mbl.is Sonurinn flúði úr heimi fíkniefna í heim tölvuleikja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Virkar ekki gagnvart opnum tengingum

Hvað með staði þar sem tengingar eru opnar. Eins og kaffihús, skóla og stundum stór bæjarsvæði o.s.frv. Varla er hægt að draga þá staði til ábyrgðar fyrir hvað einstaka notendur eru að gera. Reyndar eru ýmsar leiðir færar til að blokkera út suma notkun en það er alltaf hægt að finna leið framhjá þessu.  Þeir lokuðu á Napster,  lokuðu á istorrent, gefa út falskar skrár á torrentsíður o.s.frv. Eins og máltækið segir: "Þar sem er vilji, er til leið". Ég stórefa að Franskir notendur láti allt yfir sig ganga, þeir eru mun færari en við hér á klakanum að mótmæla. Þótt að það sé nú ekki alltaf hlustað á "litla" náungann jafnvel þótt hann sé stundum í miklum meirihluta við þann "stóra".(Raunsæi kapitalismans) 

Þetta krefst samt þess að gera nýja samninga við notendur. Að meina fólki þjónustu sem það er búið að borga fyrir er samt ekkert nýtt. Ríkisstjórnir eru til dæmis sífellt að því ;)


mbl.is Frakkar grípa til aðgerða gegn ólöglegri dreifingu efnis á netinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aðvörun: Ekki nota almenningsklósett

Hér er ég að vísa í frétt úr Vísi sem segir að fíknefnaneytendur hér á landi séu að stinga nálum sínum í ónotaðar klósettrúlur á almenningssalernum í verslunarmiðstöðvum. Skiljandi eftir m.a. smáblóðbletti á rúllunum. Ég er ekki læknir en er nokkuð viss um að þetta veldur smithættu m.a. á lifrarbólgu, kynsjúkdómum o.fl. Á fólk hér á landi virkilega að þurfa að borga með heilsu sinni fyrir fíkn annarra. Ég vona innilega að einhverjar ráðstafanir verði gerðar.

http://www.visir.is/article/20071122/FRETTIR01/71122035  

 


Afmæli

Átti afmæli 12 nóvember, mamma mín og systir gáfur mér 3 bækur. "Ofvitann" + "Íslenskur aðall" eftir Þórberg Þórðarson og "The kite runner" eftir Khaled Hosseini. Ég hef heyrt góða hluti um þessar bækur og hlakka til að lesa þær. Einar Steinn ætlar víst líka að gefa mér einhverja góða bók. Pabbi gefur mér ábyggilega eitthvað sérstakt einnig þegar hann kemur heim. Fékk fjöldann allan af afmæliskveðjum allsstaðar úr heiminum í dag á Facebook.

Var hálfmáttlaus í dag sökum smáskorts á járni, tók 2 járnpillur og vona að mér líði betur á morgunn.  Á morgunn þá ætla ég að læra, læra og læra. Þ.e.a.s fyrir utan kórinn + IceMUN-mál. 

Sem lög dagsins eru nokkur afmælislög eftir nokkra af uppáhaldssöngvurum/karakterum vina minna og fjölskyldu, Bítlarnir, Marilyn Monroe, Andrés Önd, Tina Turner

 Bítlarnir:



Andrés Önd:


Marilyn Monroe:

 



John Lennon(Bítlarnir)

 



Tina Turner:

Tilvitnun dagsins

Er úr myndinni "Liar, liar"

boy: "But dad, my teacher tells me that it´s the inner beauty that counts"
Carrey: "Honey...that´s only what ugly and fat people tell themselves to make themselves feel better"

Endilega látið mig vita ef orðalagið er ekki rétt


Myndband fyrir Einar

Setti nokkrar myndir Einar, á vefinn. Hérna er eitt myndband...

Restina færðu eftir nokkra daga á DVD...ok 


Kórinn, salsa og borgarmenningin

Jæja, kórinn er byrjaður. Við erum byrjuð að æfa eitt verk eftir Mozart sem hljómar alveg ágætlega. Erum komin með nýjan kórstjórnanda, hann Gunnstein sem er með örlítið öðruvísi stíl en Hákon en er samt fínn. Ég mun halda nýliðadjammið á Laugardaginn, Einar Steinn hélt ágætt partý fyrir pólska kórinn um daginnm, reyndist þetta ágætis fólk og hlakka ég til að hitta það seinna í Póllandi í vor.

SalsaIceland heldur workshop/námskeið næstu helgi og ég bíð spenntur eftir að fá að teygja fæturnar smá. Búinn að vera svolítið latur að æfa og mun hafa virkilega hollt af upprifjuninni. Hægt er að tékka á dagskránni hjá þeim á www.salsaiceland.com

Það er búið að vera mikil umræða um miðbæjardjammið um helgar, ég held þó að það geri voða lítið að færa djammið eitthvert annað. Það að tala um að færa bara staðina sem eru opnir lengur en til 2 um helgar er að tala um að færa næstum því alla. Ég á heima í miðbænum, djammið fer lítið í taugarnar á mér nema þegar fólki dettur í hug að hanga á bílflautunum kl 4:30.

Samt það sem fer mest í taugarnar í mér við höfuðborgarsvæðið er öll þessi bílaumferð. Það er svo fátt um göngu/hjólabrýr í Reykjavík, þó þetta hafi farið smátt og smátt batnandi, þó ekki mikið sem má þakka fyrirverandi og núverandi borgarstjórn. Ég skil samt ekki afhverju það eru nær engar miðnætursýningar í bíóunum á sumrin, sérstaklega um helgar. Skil það í miðbænum en hvað með Kringlubíó, Háskólabíó, Smárann o.fl. Skil það betur með leikhús þar sem ekki er hægt að ætlast til allt af þessu fínu starfstéttum. Því það tekur á að standa endalaust fyrir framan fólk. Þótt það líti kannski ekki alltaf þannig út. Held ég fari á 1-2 leikrit bráðlega og mun örruglega hafa gaman af.

Já og ég er enn stúdent, þótt ég sé ekki alltaf kvartandi yfir náminu, enda getur það verið fínt ;)


Ferðast um skandinavíu

Fórum til Osló(ég og Einar Steinn), sváfum þar á Radisson, gengum í kringum höllina og slökuðum á, á barnum um kvöldið. Næsta dag tókum við lest til Stokkhólms. Þar tímdum við ekki að eyða peningum í annað hótel, þannig að við ákváðum að fljúga þaðan til Helsinki. Tókum lest til Tampere, eyddum tveim klukkustundum á barnum og héldum áfram til Jyväskylä. Þar hittum við Jaako og Elina, vinfólk okkar.

Ráfuðum um Jyväskylä, borðuðum hreindýrakjöt(mmmm...), hittum undarlegt finnskt fólk, skoðuðum ýmsar bókabúðir(myndasögu og venjulegar). Fórum út eitt kvöldið með hjónunum, fórum í bíó og fórum síðan á bari með Jaako. Það var æðislegt...barir loka þar kl 4 á virkum dögum.

Síðan var förinni heitið aftur til Helsinki, fórum á hotel Anna. Kósý hótel...löbbuðum um miðbæinn, skoðuðum búðir, fórum í bíó með Mari Karin, mexíkanskri stelpu. Fórum á þrisvar á djammið
Fever- barinn þar sem bjórinn kostaði 1 evru...ég varð svolítið þunnur daginn eftir
Vaanha-stúdentadjammið, þar var fullt af fólki og voða skemmtileg stemming
Karaoke, voða lítill bar og fengum ekki að syngja, samt skemmtilegt.

Skoðuðum líka herminjar sem undarlega fólkið sýndi okkur og kirkju í Jyväskylä. Skoðum kirkjur, listigarða og fórum m.a í stærstu bókabúð í Evrópu sem er einmitt í Helsinki. Á samt erfiðara með að trúa því með stóru Free Record Store, að hún sé stærsta diskabúð í Evrópu. Hún var bara þriðjungi stærri en skífan á laugarveginum. 

 

 


Enemies of the earth as a whole

Global warming is maby not an established fact to some people...

But might I remind some people of the world that it´s stupid to act irresponsibly with our planet.  Relying on our children to find the answers for today´s problems is not always prudent. Even though it´s not totally proven that we´re causing the climate change, that doesn´t mean we can just ignore the possibility.

I understand today´s politcian a bit too well. Today´s solution, tomorrow´s problem...I´m sorry to say, that is one of the biggest problems with politicians today. I hear alot of this line in movies ', the word "apology" get´s thrown alot these days', I´m going to add to it: 'the "word "consequence", seem´s to have only a bit of contemporary effect on today´s politician'.

What dare I ask the politicans, to you expect the world´s population to do?
ignore the problems? with the argument: they´ll probably resolve themselves with time. Yeah...the pain of emotion´s maby resides(goes away), with time...and the scar of the enviromental damage that the human kind is causing right now might heal with time (in some cases in only a few hundred years).

Maby, maby...our children will find the solution, maby not...but I suppose the today´s politican doesn´t really care what people think about them after they´re dead.

This article is written in response to another: 

https://secure.avaaz.org/en/axis_of_warming/n.php/?cl=15547889

 

 


Lög 4 seinnustu daga og fyrir daginn í dag + 1 salsalag

"Salsa" með Yuri Buenaventura - salsalagið

 

 

You light up my life með Debby Boone - 4 ágúst

 




Dancing in the moonlight með Toploader - 5 ágúst

 



Out of Space með Prodigy - 6 ágúst

 



Man of Constant sorrow - 7 ágúst

 




Stripped með Rammstein - 8 ágúst

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Checking the world out, my way

Höfundur

Kristján Haukur Magnússon
Kristján Haukur Magnússon
Eðistræðinemandi við Háskóla Íslands. Tenór við kór sama skóla. Virkur og í stjórn MUN(Model United Nations) Eng:Physics student at the University of Iceland. Tenor at the university chorus. Active in the Model United Nations sociaty.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Handel
  • Sendiráð Kóreu
  • Listarborgin Osló
  • Ein á flakki
  • Ég í Helsinki

Spurt er

Hvenær ætlar kjaradómur að hækka laun ríkisstarfsmanna?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 2177

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband