Jólafrí

Núna er ég kominn í frí...

Í dagskrá hjá mér núna er að kaupa jólagjafir. Mig vantar að vita hvað flestum langar í, annars þá hef ég nokkuð góða tilfinningu fyrir því hvað hver vill. Það næsta er að lesa, lesa og lesa fyrir næstu önn. Ég vill ná einhveru forskoti því ég er leiður á stressi. Ýmislegt spennandi bíður í raun eftir mér, jólamatur hjá Gunnu frænku. Annar jólamatur hjá Ingu frænku. Ég sakna þess frá því þegar Hrefna amma var lifandi að þá var alltaf fjölskyldumatur heima hjá henni. Hef það að sið að syngja "Með bljúgri bæn" í nær hvert sinn sem ég minnist hennar. Heimsótti gröf hennar, afa og systur minnar Sigurborgu 10.des. Því þá voru 2 ár síðan að ég talaði við ömmu mína seinnast. Megi þau öll hvíla í friði og vona ég innilega fyrir hönd allra Íslendinga að engum unglingnum detti það í hug að skemma einhverja grafsteinna. Ég neita allri ábyrgð á gjörðum mínum ef ég gríp einn ungling að gera þetta við grafstein ættingja minna eða annarra. Blessuð sé minningar þeirra liðnu.

Ég verð mjög upptekinn næstu önn. Ég veit ekki hvort ég geti haldið áfram í kórnum. Mun líta yfir áætluninna og reyna að setja hann inn. Sjáum til.

Gleðileg jól

Lag dagsins, enska útgáfan af heims um ból, Silent night

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sex og þremur?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Checking the world out, my way

Höfundur

Kristján Haukur Magnússon
Kristján Haukur Magnússon
Eðistræðinemandi við Háskóla Íslands. Tenór við kór sama skóla. Virkur og í stjórn MUN(Model United Nations) Eng:Physics student at the University of Iceland. Tenor at the university chorus. Active in the Model United Nations sociaty.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Handel
  • Sendiráð Kóreu
  • Listarborgin Osló
  • Ein á flakki
  • Ég í Helsinki

Spurt er

Hvenær ætlar kjaradómur að hækka laun ríkisstarfsmanna?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband