Þingkosningar BNA

Ekki er ég viss um hverjir eru að vinna þessa stundina en vona innilega að það verði demókratar. Get samt ekki beðið eftir forsetakosningunum því George Bush er hræðilegur fyrir alþjóðasamskipti Bandaríkjanna. Sjáum til, kannski verðum við heppinn.
Ég fór á kosningavöku í stúdentakjallaranum og hlustaði á Michael Corgan, Brad og aðra konu sem ég þekki ekki. Horfðum við síðan á CNN og leit út fyrir að demókratar myndu vinna einhverja menn, þó tel ég litlar líkur á að þeir nái öllum 15 en aldrei að segja aldrei.
Spilling, Írak, Efnahagurinn og ... eiga að vera stærstu málin(gerið það fyrir mig, fyllið í eyðuna). Mér þótti ótrúlegt að sjá í hversu mörgum umdæmum það voru bara repúblikanar að bjóða sig fram. Kannski skiljanlegt, þar sem líkir hópa sig oft saman.
Man að við vorum að tala um Obama sem er að hugsa um að bjóða sig fram sem forseta BNA. Þótti fólki stærsta ástæða fyrir því að hann yrði ekki kosinn væri það að nafnið bókstaflega rímar við Osama. Hmm...veit ekki. Finnst það svolítið grunnt. En oft þá byggir fólk álit sitt á öðru fólki frá fyrstum kynnum og þá getur það ekki hjálpað að fólk hugsi um Osama bin Laden í sömu andrá.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Checking the world out, my way

Höfundur

Kristján Haukur Magnússon
Kristján Haukur Magnússon
Eðistræðinemandi við Háskóla Íslands. Tenór við kór sama skóla. Virkur og í stjórn MUN(Model United Nations) Eng:Physics student at the University of Iceland. Tenor at the university chorus. Active in the Model United Nations sociaty.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Handel
  • Sendiráð Kóreu
  • Listarborgin Osló
  • Ein á flakki
  • Ég í Helsinki

Spurt er

Hvenær ætlar kjaradómur að hækka laun ríkisstarfsmanna?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 2176

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband