9.8.2006 | 12:30
Há skólagjöld - Nei takk
Undir reglu jafnræðis þá er ég á móti því að leyfa há skólagjöld í ríkisrekna háskóla. Þegar sífelldur þrýstingur fyrir gæði menntunar á sem minnstum ríkisfjárútlátum hvað geta skólayfirvöld annað gert en að hækka skólagjöldin, ekki er erfitt að finna rök fyrir hvað megi bæta með meiri peningum í háskólum landsins.
En hver er sanngirnin í því að fátækur og góður nemandi þurfi margra milljóna króna námslán til að mennta sig, sem m.a hann fengi ekkert endilega. Á meðan að ríkur og lélegur nemandi kemst inn. Hver er sanngirnin að sonur bankastjórans fái meira að mennta sig en sonur bakarans þótt að báðir fái kannski sömu einkunnir.
OECD segir að frekar eigi að auka gæði kennara en fjölga þeim | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.7.2006 | 20:11
Lengja kennaranám - Nei takk
Lagt til að kennaranám verði lengt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.6.2006 | 04:30
Quote og gáta...
Quote dagsins
Life is pain
Life is joy
pain = joy
Hvað er að eftirfarandi setningu: Hringlaga vatn með 1x í þvermál og er nákvæmlega 3x í ummál?
Stærðfræðigáta sem á að vera auðvelt að svara...
Bloggar | Breytt 28.6.2006 kl. 02:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.6.2006 | 01:48
Finnlandsferðalag með Háskólakórnum
Jæja, við komum heim fyrir nokkrum dögum og þetta var helvíti fínt eins og alltaf að vera með þessu fólki. M.ö.o. þetta var æði. Við byrjuðum á því að fljúga til Stokkhólmar þar sem við tókum almenningssamgöngur til hafnarinnar, þar komst maður að því hversu miklar reglurfríkafólk Svíar eru. Nei það komast bara 40 í þessa rútu. Með okkur þá hefði þetta orðið 42. Annars þá komumst við að lokum til hafnarinnar þar sem við fengum ekki beint stórar káetur en samt fínt. Manni var ruggað til svefns þegar að því kom. Margir fóru þá á fyllerí. Síðan um morgunninn þá komum við til Helsinki. Fórum í Eurohostel sem er m.a. sama hostel og ég var síðast.
Fórum á götumarkaðinn þar rétt hjá. Gengum í miðbæinn, fórum á kaffihús og stelpurnar fóru síðan í H&M eftir að ég sýndi þeim hvar það væri. Týndumst við síðan smátt og smátt á hostelið og fengum okkur mat á hostelinu. Í þetta sinn fékk ég mér lamb(síðast fékk ég nautasteikina þegar ég var þarna). Fórum í Sauna, eftir var bjórpartý og spil inni hjá Þórir & Magga. Síðan var farið að sofa.
Á eurovisonkvöldinu: Var naumt í það að ég væri skammaður fyrir að kalla Finna partýfólk þar sem enginn var úti. Fórum á Guana, vorum þar og svaka gaman. Partýið startaðist heldur betur samt þegar Finnland vann. Þegar við fórum út þá var allt troðfullt af fagnandi Finnum.
Hún Aya vinkona mín frá Japan segir alltaf að Íslendingar séu svo ógeðslegir þegar við förum í horn eða í húsasund til að pissa. Veit ekki hvað hún hefði sagt ef hún hefði séð þetta. Ef strákarnir þurftu að pissa, þá stoppuðu þeir á göngunni, tóku hann út og pissuðu, ekkert hornvesen. Stelpurnar pissuðu í hornunum. Nenntu ekkert að vera vesenast í feimni.
Síðan eftir á þá gengum við heim, tók það um hálftíma að komast heim. 2 Finnar fylgdu okkur heim. Vildi samt ekki skilja þá eftir óverðlaunaða og við gáfum þeim bjór og fórum með þeim í Sauna. Síðan var farið að sofa í kringum 7.
Seinnasta daginn var farið í Sumolina sem er sama eyjan og við fórum síðast og var ætlunin að fara í lautartúr, seinnast var Febrúar og við fórum á veitingastaðinn við höfnina(rússneskur matur).
Niðurstaða með Helsinki: Æðisleg borg þegar maður þekkir inná hana. Er ekkert allt of hrifinn af kuldanum í Febrúar(-30 til -10...kkkkkaaaalllt). En þetta var mjög fínt, mjög svipað heima fyrir utan að vindurinn er talsvert minni. Veitingahúsin sem við fórum í voru mjög góð en ég stend með pabba í því að mér finnst Íslenska lambmatseldin betri. Hvort það sé lambið er uppalið eður ei ætla ég ekki að svara fyrir.
Fórum í Vaasa á Kórhátíðina. 6 tíma ferðalag í rútu. Vildi að við hefðum stoppað í Tampera.(rangt stafsett, held ég). Sungum við þar á mörgum tónleikum og fólk virtist almennt kunna vel að meta. Hlustuðum á marga af hinum kórunum en við vorum einni Íslenski kórinn og þar með komum fyrir hönd Íslands þarna. Þetta var æðislega gaman. Hlustuðum á Bassakvartettinn frá Kanada, Evu-kvartettinn frá Búlgaríu, barnakórinn frá Slóveníu o.fl, o.fl. Nokkrir fóru á Anal Thunder og fíluðu vel. Held samt að einn kallinn hefði ekki fengið að vera í sviðsbúningi sínum(fæðingargallinn) í Eurovision. Fórum nokkrum sinnum á kínverska veitingahúsið, maturinn þar var eins og bna-menn segja "to die for". Alveg æðislegur og gáfum við þeim sérstakt plagg til viðurkenningar hvað okkur þótti maturinn góður. Við fórum náttúrlega á nokkra aðra veitingastaði t.d Fontai´s og einn pizzaveitingastað nokkrum sinnum, þá var Fontai´s með betri mat.
Á lokahátíðarkvöldinu fyrir kórhátíðina þá talaði ég m.a við sænskan kór og spurði aðalsópraninn mig hvort ég talaði skandinavísku. Horfði ég svolítið undrandi á hana en hún sagðist tala það mál og talaði um sænsku, íslensku, grænlensku, dönsku og norsku en ekki finnsku eins og þetta væru sömu málin. Held ég að hún hafi aldrei heyrt grænlensku, því ég skil ekki baun í því máli, hvorki í rit- né talmáli. Reyndi samt að tala við hana með minni lélegu dönsku, skildi hún mig alveg og ég skildi hana. Eins og Valur G segir: Þetta reddast. Öll kvöldin, sama hvar við vorum fórum við út.
Í ferjunni. Í Helsinki: Guana, karaoke-bar(sami bar og ég var síðast á), o.fl.man ekki öll nöfnin, var fullur á þessum augnablikum. Í Vaasa: Karaoke-bar, o.fl. o.fl.
Seinnasta daginn í Vaasa fórum við í Tropicana-sundgarðinn, Saunurnar voru fínar. En þar sem það er vor þá var fámennt og flestar brautirnar lokaðar. Stelpurnar þorðu ekki allar í unisex-saununa. En hakuna-matata, skiptir engu.
Var víst ekki búinn að segja að við vorum á Radison-hótelinu í Vaasa. Alveg mjög gott. Laugin Ísköld en góð Sauna.
M.a þá komst maður að því að á mörgum stöðum þá talar fólk bara sænsku og mörgum bara Finnsku. Athuga má samt að finn-sænska er ekki nákvæmlegi sami hluturinn og sænska. Því komst ég að þegar einn gamall maður talaði við mig á finnsænsku, átti mjög erfitt með að skilja hann. Kannski mögulega vegna þess að hann hélt að ég væri frá Finnlandi og hann talaði mjög hratt.
Ætli ég segi þetta blog ekki slitið. Vill samt ekki segja skv.gömlum efra-Breiðholtssið:"skítt í þig, bless". Þar sem ég á heima í miðbænum núna, svona miðbæjarsnobbaður, not.
-End of this particular blogsession.
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 01:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.5.2006 | 12:36
Enn eitt skólaárið á enda
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.5.2006 | 00:23
Hjólinu mínu stolið
Jæja, ég fór á hjólinu mínu í world class og allt fínt með það. Hjólaði síðan til mömmu að Skúlagötu 64. Fór með hjólið inn en síðan þegar ég kom til baka eftir klst þá var hjólið horfið. Ég varð alveg feykilega fúll. Mér líður rosalega varnarlausum þegar eitthvað svona gerist. Því hvað á ég núna að gera? Lögreglan getur ekkert og hér sit ég með sárt ennið yfir því að einhver skuli hafa stolið frá mér. Man að ég sat einu sinni í fyrirlestri hjá diplómati frá Kenýa í Noregi og hann talaði um heim þar sem allir gátu treyst hvor öðrum. Sorglega sagan er sú að það er bara ekki hægt, jafnvel hérna á klakanum. Nóg af samviskulausu fólki, dópistum o.fl.
Ætli maður geti ekki sjálfum sér kennt um að fara með hjólið í þetta hverfi. Núna er annaðhvort að finna nýtt eða fá hitt. Efa stórlega að lögreglan sé búin að finna það. A.m.k get ég huggað mig við það að þetta var ekki dýrt hjól. En peningur er peningur og peningar vaxa ekki á trjánum. Ce'la'vie, svona er lífið og allt það. Er svolítið óhress með þetta en það lætur mig að minnst að kosti líða betur að setja þetta niður á blað.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.5.2006 | 03:21
kosningarmálefnin + útúrdúr með stúdentapólítík
Það sem er verið að ræða í Rvík: Einhver rosaleg áhersla á staðsetningu flugvallarins & Sundabraut...mikilvægir punktar en samt ekki aðalmálefnin sem ég hef áhyggjur af
Ef kosið er X-D, yrði(?) "nískan minnkuð" af hendi ríkisstjórnarinnar gagnvart borginni, er nokkuð öruggur að það yrði hætt að tala um eyðslusemi .
Ef kosið er X-S, við hverja verður farið í stjórnarsamstarf. Myndi stjórnarsamstarf á milli D og S leiða til aðgerðaleysis eða sterks meirihlutastjórnar sem hlustar mjög lítið á minnihlutann.
Vinstri grænir, frjálslyndir og framsókn: Efa að vinstri grænir og sjálfstæðisflokkurinn fari í sömu körfu. Frjálslyndir og framsókn gætu farið hvora leið...í D eða S. Þar sem báðir eru miðjuflokkar, gæti farið eftir því hvort þetta séu hægrisinnaðir-frjálslyndir eða vinstrisinnaðir, sama með framsókn, þótt þeir virðast oft haga sér þannig að þeir komi með ef þeir fá sín aðalmálefni fram. Veit ekki hversu sterk framsóknin er núna.
Sem námsmaður þá eru mín málefni flest ótengd bæjarstjórn.
Eina sem ég segi að ef hækka á námsgjöld þá vill ég fá eitthvað í staðinn. T.d betri stóla. Sitja í 6 klst í þessum óþægilegu stólum á bókasafninu fer alveg með neðra bakið á mér þar sem enginn stuðningur er við það. En hvað á maður að gera, ríkisstjórnin vildi fá hærri skólagjöld. Ætli þetta skólatorg eigi að koma í staðinn fyrir hækkunina, sé ekki tilganginn. Ég fer yfirleitt bara í mitt hús(VR I, II eða III, einstaka sinnum askjan), læri þar, fer í kórinn. Síðan er bara farið heim. Deildirnar gera rosalega lítið sín á milli. Ég stari á fólk þegar það ætlast til þess að ég þekki einhvern bara vegna þess að hann/hún er í háskólanum. Ekki bara það að þetta séu 9000 manns, deildirnar tengjast nær ekkert hvor annarri og félagslíf hverar skorar fyrir sig tengjast oft lítið. Eini félagslegi atburðurinn sem ég veit um þar sem allar skorirnar koma er októberfestival. Kannski er þetta allt í lagi. Við erum þarna til að læra. En ég hef heyrt alla mína ævi að háskólafélagslífið sé betra en í grunnskóla og framhaldsskóla. Fyrir mitt leyti þá hefur það reynst rétt en það er vegna þess að ég er í kórnum, fer á MUN(Model United Nations) en tek þó aðeins of lítinn þátt í félagslífi Stiguls(félag eðlisfræði- og stærðfræðinema), en ég get bara ekki meira. Einhvern tíma verð ég að læra, ekki eins og námið bíði, stundum finnst mér að ég sé ekki að læra neitt. Síðan kemur prófundirbúningurinn, mér finnst ég ekkert undirbúinn en fræðin fljóta úr huganum yfir á blaðið. Ekki nóg með það heldur læðast inn skrýtin orð og málfar í orðaforðann minn sem ég notaði aldrei fyrr.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.5.2006 | 03:20
Microsoft Windows - NEI TAKK
Ég hef ekki aukatekið orð hversu mikið þetta drasl fer í taugarnar á mér, ég held að ég fari núna bara að taka ráð félaga minna í tölvunarfræðinni(ég er sjálfur í eðlisfræði) og setja upp Linux. Ég er orðinn leiður á því að talvan frjósi hjá mér. Aldrei aftur vill ég þurfa að skrifa eitt orð aftur í ritgerð eða neinnu öðru vegna þess hversu screwed up þetta stýrikerfi er.
Ég hef kannski ekki séð "The blue screen of death" eða blá skjá dauðans í langan tíma en talvan hefur frosið þó nokkuð oft hjá mér. Nú er að koma síðasta hálmstráið. Endirinn á línunni. Síðasti dropinn af þolinmæðinni hjá mér gagnvart þessu stýrikerfi. Nú er kominn tími hjá mér að setja upp Linux.
Ég er opinberlega búinn að fá nóg af MICROSOFT WINDOWS, eftirfarandi windows hafa frosið hjá mér eða feilað: XP, ME, 2000, NT, 98, 95, 3.11, 3.1. Hef séð lægri tegundir af windows en litu bara út eins og gamli file-manager úr windows 3.*
Time to say: HASTA LA VISTA, BABY við windows-ið og fá sér LINUX
Það verður því miður að bíða þangað til eftir prófin...þar sem það tekur einhvern tíma fyrir mig að setja upp Linux o.s.frv.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 03:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.5.2006 | 02:42
Háskólakórinn
Hmm...veit varla hvar á að byrja. Þetta er fólkið sem ég eyði miklum hluta af mínum tíma með, þ.e þegar ég er ekki að læra. Við syngjum(duh..við erum í kór), en við gerum svo miklu meira en það saman. Við spilum bandý 2svar í viku, förum í bíó, keilu&pool, útileigur og ýmsar aðrar ferðir saman.
Það eru 2 æfingarbúðir á ári, ein í Skálholti á vorin og hinar í Hlíðardalsskóla.
Þetta byrjar náttúrlega allt með því að leggja í hann á föstudegi, stoppa í Selfossi og fá okkur að borða, fara í Hlíðardalsskóla, syngja í 2-3 tíma, djamma í nokkrar klukkustundir(getur orðið alveg til 6). Vöknum og byrjum æfingar eitthvað í kringum 10. Æfum til 18. Við förum við alltaf í sund einhversstaðar í millitíðinni, á eftir mat o.s.frv og förum í sundrúgbý o.fl. þar sem fáar reglur gilda, aðrar en þær að hafa gaman af og helst ekki meiða neinn. Maturinn byrjar yfirleitt í kringum 7-8. Þar sem við fáum einhverja máltíð sem við eigum ekki von á, þ.e.a.s tacos, fajitas, hamborgarar eða eitthvað svoleiðis. Síðan er sungið og talað saman, haldið busun, skemmtiatriði raddanna o.fl. Síðan er djammað til morguns. Síðan er farið að sofa. Vöknum, morgunmatur, hreinsað til og haldið heim á leið til lærdómsins.
Skálholt er svipað nema þar er reynt að troða sem flestum í heitan pott. Við finnum alltaf einhverja leið til að skemmta okkur. Í kórnum þá reynum við alltaf að syngja sem best og fylgja leiðbeiningum okkar frábæra kórstjóra, Hákons Tuma, ehemm, þá meina ég dr. Hákons Tuma sem er fyrrum leikari. Maður hefur heyrt misgóðar sögur af honum en í heildina á hann litið þá er hann ágætur kallinn. Í kórnum þá er ég tenór. Við tenórarnir erum náttúrlega BESTA röddin og höldum uppá okkar tenórasamband.
Ég veit ekki hvar ég væri ef ég væri ekki í kórnum en eitt er ég öruggur með að ég sé ekki eftir að hafa farið í kórinn því þetta er eitt skemmtilegasta lið sem ég hef hitt.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 02:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.5.2006 | 01:03
Kosningar
Alltaf finnst mér sérstakt að þegar kosningar eru í nánd, í stað þess að ræða málefnin þá byrja flokkarnir að benda á hvorn annan og kenna hvor öðrum um vandamálin í þjóðfélaginu.
Samfylkingin og sjálfstæðisflokkurinn, risarnir tveir í Íslenskum stjórnmálum. Samfylkingin kennir sjálfstæðisflokknum sem er í stjórn landsins um hitt og þetta rétt fyrir bæjastjórnakosningar og sjálfstæðisflokkurinn kennir R-listanum sem er í borgarstjórn um hitt og þetta.
Hvað varð um málefnislegar umræður. Mér er alveg sama um hverjum er að kenna. Ég vill bara fá lausn á vandamálunum. Ég sakna gömlu auglýsinganna þar sem var alltaf verið að tala um hversu slæm fíknefni eru. Afhverju er engar auglýsingar í sjónvarpinu sem sýna gosdrykki og ruslfæði sem slæman hlut og grænmeti, ávexti, vatn og hreyfingu sem góðan hlut. Í stað þess að tala um heilbrigði þá er verið að tala um útlitsdýrkun og mismunun á feitu og mjóu fólki. Þegar stjórnmálamenn eru að tala um launajöfnuð eru þeir að tala um sjálfa sig miðað við stjórnmálamenn annars staðar, því "kjaradómur" virðist alltaf vera að hækka þennan sársvelta hóp sem hefur varla efni á að lifa.
Öryrkjar og gamalt fólk. Ég man þegar amma mín varð ellilífeyrisþegi eftir að hafa verið öryrki í þónokkur ár með mjög slæman astma. Hún talaði um það að hún var að fá launalækkun þ.e vegna þess að sem öryrki þá fékk hún hærri lífeyri en eftir að hún fór á eftirlaun. Gaman að sjá þetta mál rétt fyrir kosningar. Hvað gera flokkarnir tveir. Þeir benda á hvorn annan og kenna hvor öðrum um vandamálið. Amma mín sótti um vist á hjúkrunarheimili fyrir nokkrum árum, veit ekki hvort það hefði breytt einhverju ef hún hefði komist inn og efa það en hún dó núna um jólin úr lungnakrabba.
Ég efa ekki að vera stjórnmálamaður fylgi ábyrgð og það sé tímafrekt og geti verið erfitt starf. En ég hef bara aldrei séð Íslenska stjórnmálamenn taka ábyrgð gjörða sinna(kannski bakvið tjöldin), þetta er svona eins og með prestanna, ekki rekinn, bara fluttur í starfi. Síðast þegar ég athugaði þá var nóg um guðfræðinga og þetta land er fullt af hæfu fólki. Jafnvel fyrir stjórnmálalífið. Það sem mér finnst vanta inn á Íslenskt stjórnmálalíf er meiri endurnýjun. Endurnýjun er ekki endilega það hugtak að þurfi meira ungt fólk heldur líka reynt fólk frá öðrum starfsstéttum. Bændur, gjaldkerar, hjúkrunarfræðingar, guðfræðingar, byggingaverkamenn o.fl. Ekki þarf endilega stjórnmálafræðing til að vera góður stjórnmálamaður, sem við erum ábyggilega með sönnunargögn fyrir bæði hér og annarsstaðar í heiminum.
Gjörið svo vel, skammið mig fyrir skoðanir mínar og segjið mér að þær séu heimskulegar. Ekkert er heilagt. Engin skoðun er það hörð að henni megi ekki breyta ef nógu góð rök koma fyrir annarri.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 05:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Checking the world out, my way
Tenglar
Hversdagslistinn
Síðurnar sem ég fer á hverjum degi
- Ríkissjónvarpið Þar sem ég næ fréttunum, er oft í skólanum meðan fréttir eru
- Morgunblaðið Þar sem ég les ekki sorprit eins og DV
- Geimur Geimur, 69 whatever
- Batman Eitt sinn var tilvera.is líka, en nú bara b2
Model UN
Model United Nations
- Student-symposium Happens in Prague
- SweMUN happens in Uppsala
- FinMUN Happens mainly in Helsinki
- IscoMUN Happens in Oslo
Skólinn
Ýmislegt skólatengt
- Bókasala stúdenta We sell books
- Stigull Félag eðlisfræði- og stærðfræðistúdenta
Kórinn
Heimasíður fólk í háskólakórnum
- Einar Einar tenór, ættaður úr Súðavíkinni
- Erna María Sálfræðinemi
- Harpa
- Hlín
- Linda
- Steinunn
- René Giftur og ánægður
- Sigurást Alltaf hress
- Sara Píanó og partý
- Hafdís Partýstelpa
- Gauji Alltaf Hress
- Gísli Tölvusení, kórsení, akidosení, algjör sení
- Þórir Hrafn Harðrokksgaur
- Telma Idolstjarna og tilvonandi móðir
- Jón Ólafur Rútustjóri, hagfræðinemi og...
- Jaako og Elina Finnarnir
- Anna Ósk Anna Ósk
- Bidda Bidda
- Helgi Helgi píanósnillingur
- Ásdís guðfræðinemi
- Einar Steinn Einar Steinn, félagi
- Háskólakórinn Heimasíða kórsins
Myndaalbúm
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar