Hegðunarnámskeið!?

Einn góður lögreglustjóri gaf það frá sér að hann vildi að Íslensk börn fari í hegðunarnámskeið í 1 ár eftir grunnskóla áður en það getur haldið áfram í námi. Þetta hljómar í mínum eyrum jafn fáranlega og sú gamla bábilja að ungt fólk mætti ekki fara áfram í námi án þess að hafa bréf um það að það hafi eytt nokkrum árum á góðu sveitarheimili.  Ofbeldi leiðir af sér meira ofbeldi. Það er til fullt af fólki sem lætur sér ekkert segja sér hvernig það á að hegða sér. Væri þægt á meðan það væri á þessu námskeiði og færi síðan annað.

Grunnskólinn og framhaldsskólinn hér á landi er nú þegar lengri en á flestum stöðum ytra. Á virkilega að fara að lengja hann með því að bæta þessu við. Ég vona ekki.  Er ofbeldi mikið, hvernig væri að auka sýnileika lögreglunnar. Á lögreglan ekki að vera hérna til að vernda fólk. Vera boðberi þess að ef fólk ræðst á annað þá verði því refsað.


Stelpukurfur sem vinna við miðasölu

Ég eins og margir fór og sá Simpsons-kvikmyndina á föstudaginn. Því miður þá komst ég ekki á myndina með vini mínum. Ástæðan var sú að stelpan sem var að afgreiða í miðasölunni laug því að mér að  það væri uppselt í lúxussalinn klukkan átta. Það var ekki uppselt. Ég kom heim til mín fúll en varð enn fúlli út í þessa ákveðnu persónu þegar ég fór á midi.is og sá að það var ekki uppselt. Ég keypti mér þó miða í Regnbogann þar sem ég hafði ekki tíma til þess að keyra til baka í Smárabíó.

Þetta varð samt ansi nálægt því að eyðileggja kvöldið hjá mér. Segjum það bara að ég yrði ekki leiður þótt hún missti vinnuna vegna lélegs viðmóts við viðskiptavini. Ég vona það innilega að það verði a.m.k lesið yfir henni en ég á ekki von á því.


Finnlandsferðin framundan

Brátt leggjum við af stað til Finnlands til að heimsækja vinfólk okkar, Jaako og Elina. Ég hugsa það þannig að við förum fyrst til Stokkhólms, tökum ferjuna til Helsinki og tökum þaðan lestina til Jykkälsk. Verðum þar í nokkra daga og förum líklegast síðan til Tampere.  Ég vona innilega að það rættist vel úr þessari ferð.


Ferðalag til Rauðasands

Ég fór ásamt vini mínum, honum Einar Steinn til Rauðasands. Ekki að það sé mikið yfir að kvarta þar enda var ferðalagið mjög skemmtilegt en mjög góð áminning um hversu slæmir eða betur orðað HRÆÐILEGIR. Margar beygjurnar voru nálægt því að vera 180°, vegurinn hallaði oft og varð frekar brattur og nálgaðist oft 30-50°, ekki að það sé hægt að kvarta yfir 30° en 50°. Síðan vantaði vegrið eiginlega allsstaðar.

Tilgangur ferðarinnar fyrir utan það auðvitað að skemmta okkur var að fara á Svartfuglsfyrirlestur. Komum reyndar frekar seint á hann en létum það ekki á okkur fá. Svartifugl er góð bók eftir Gunnar Gunnarsson og fjallar um dómsmál þegar tvennt fólk var ásakað um að myrða maka sína. Minni ég alla á að það er nýbúið að endurútgefa bókina. En hún var illfáanleg hérna áður nema einstöku sinnum í fornbókabúð.

Við skelltum okkur síðan til Patreksfjarðar en þar var ekkert djamm, keyrðum til Bíldudals, þar var ekkert þannig að við lögðum okkur bara og fórum aftur að Rauðasand í morgunsárið eftir smá morgunmat í Patreksfirði. Fengum okkur kaffi í kaffihúsinu við Rauðasand og keyrðum síðan að Melanesi til að ganga að Sjöundá.  Það var reyndar grenjandi rigning en við létum það ekki stoppa okkur.

Læt eftir myndband þegar við vorum loksins komnir að Sjöundá.


Tónlist-ipod

Ég er að reyna að velja tónlist í ipodinn minn, finnst það frekar erfitt. Þar sem ég er vanur að vera með nánast endalaust pláss fyrir tónlist þá þarf ég að velja og hafna.

Ég er nokkuð öruggur um nokkrar hljómsveitir

Talking heads, Rammstein, Black Sabbath, Deep Purple, Pink Floyd, Kid Rock, Alice in chains, Baggalútur, Abba, AC DC, Bob Marley, Foo Fighters, Incubus, Iron Maiden, Jimi Hendrix, Johnny Cash, Korn, Mettalica, Nick Cave, Prodigy, Megas, Stuðmenn, Eric Clapton, Ozzy...síðan eru ábyggilega einhverjir sem ég er að gleyma. 


Skattmann

Ég heyrði þau rök notuð gegn þessu að þá myndi sá sem skoðaði málið og sá sem ákærði vera sama valdið. Hmm...lögreglan í flest öllum málum virkar þannig. Afhverju ekki skattrannsóknastjóri. Ef þetta á að gerast þá þætti mér samt betra að hafa lögin mjög nákvæm um hvar valdið byrjar og hvar það endar. Held að það yrði nú skrýtnir þeir dagar með ákæruglaðan skattrannsóknastjóra frystandi starfsemi hinna og þessara fyrirtækja án góðs fyrirvara. Minnir þetta helst á gamla skattmann-grínið.

 


mbl.is Skattrannsóknarstjóri vill ákæruvald
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sumarið búið

Ég man þá gömlu daga þegar ég þurfti ekki að gera neitt á sumrin annað en að slaka á, ferðast um landið, þá sérstaklega til Akureyrar og Súðavíkur en nú er maður orðinn "gamall" og vinnur alla daga eins og þræll. Ég verð þó í fríi í dag, ætla mér í sund og Worldclass. Síðan seinnipartinn held ég haldi áfram að lesa og horfi ef til vill á Evil Dead.

Það eina sem ég gerði um helgina fyrir utan mitt venjulega stúss. Ég fór á tónleikanna með Hjálmar, KK og Megas. Æðisleg tónlist. Verð ég því miður að fresta ferðinni austur næstu helgi þar sem ég á fara í sumarbústað með kórnum. Það verður fjör.  


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Checking the world out, my way

Höfundur

Kristján Haukur Magnússon
Kristján Haukur Magnússon
Eðistræðinemandi við Háskóla Íslands. Tenór við kór sama skóla. Virkur og í stjórn MUN(Model United Nations) Eng:Physics student at the University of Iceland. Tenor at the university chorus. Active in the Model United Nations sociaty.
Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Nýjustu myndir

  • Handel
  • Sendiráð Kóreu
  • Listarborgin Osló
  • Ein á flakki
  • Ég í Helsinki

Spurt er

Hvenær ætlar kjaradómur að hækka laun ríkisstarfsmanna?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.2.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband