Veikur

Er með einhverja leiðinlega flensu. Er rauður í augunum og síþreyttur. Svaf í minnst 14 klst í dag. Held ég fari í worldclass og sund á morgunn. Verð kannski ekki laus við flensuna en mér líður alltaf eitthvað betur eftir líkamsæfingu. Ég er búinn að setja mér markmið fyrir þessa viku: Klára Fjallkirkjuna og byrja á einhverri annarri bók.

Líkamsæfingar seinnustu viku: 3 sinnum í Worldclass, 4 sinnum í sund, kleif Esjuna og villtist í Þoku á leiðinni niður.

Ég er orðinn mjög spenntur fyrir IceMUN á þessu ári. Við í stjórninni ætlum okkur að auka fjölda þeirra sem koma að utan. Ég veit að það koma a.m.k 3-5 sem ég á að hafa reddað. 

Ég held að áætlunin fyrir næstu helgi sé að fara til Skagastrandar með SalsaIceland. Dansa Salsa og skoða Skagaströnd betur.  Ég held ég fari austur helgina eftir á, skoði Þórbergssetur og kaupi einhverrar bækur. Það er búið að mæla með 'Ofvitanum', 'Bréf með Láru' o.fl., aldrei að vita nema ég stoppi fyrir norðan og heilsi upp á frændur mína.

Er að drepast úr þreytu, verð að fara að sofa aftur...góða nótt. 

 


Ruslpóstur

Venjulega fæ ég alveg rosalega mikið af ruslpósti, hvort sem er í gegnum email eða venjulegan póst. Síðan er það spam-pósturinn sem greinilega hefur aldrei verið sett mikil hugsun út í.

 Ég fékk t.d eitt bréf sem sagði mér að ég hefði erft eftir mann sem hafi dáið fyrir nokkrum mánuðum síðan. Síðan seinna í bréfinu þá dó hann árið 2002. Þ.e 5 ár síðan. Þ.e 54 mánuðir síðan árið 2002 var, ég þekki engan sem kallar þessa tölu 'nokkra'. 


Háskóli eður ei, það er EKKI spurningin

Mér leið alveg hræðilega í morgunn og fékk áhyggjukast að ég mætti ekki stunda nám í háskólanum í haust. Ég fékk tölvupóst að ég væri ekki lengur skráður í nám í háskólanum, auk þess þá gat ég ekki skráð mig inn á námssíðuna mína þar sem ég sé í hvaða námsskeið ég er skráður í o.s.frv.

Ég vissi varla hvað stóð á mig veðrið, ég fékk einskonar áfall. Hvort ég hefði gleymt að borga námsgjöldin, hvort að reikningurinn væri kannski einhversstaðar fastur í póstkerfinu okkar. Myndi mér líða illa yfir að fá ekki að stunda nám mitt vegna skriffinnsku-mistaka, ehhh...já. Þó efa ég að stúlkurnar í nemendaskrá myndu erfa það við mig eða nokkurn annan...

Seinna um daginn fékk ég bréf frá stúdentaráði um að einungis 170 nemendur hefðu verið skráðir við háskólann í morgunn, ég bíð spenntur eftir útskýringu þeirrar ágætrar konu sem er nýfarin að sjá um þetta. "Byrjendamistök" blah. Ég varð nær snortinn af reiði, skólinn eins og er, er mitt líf, flest sem ég geri er tengt honum. Mér leið betur þegar ég fékk þær fréttir að þetta væru mistök. Mér langar ekki að fara til stjórans í sumarvinnunni og biðja um frí til að leiðrétta skriffinskumistök, hvort sem eru mín eða annarra.


Herra George Bush gegn plánetunni jörð

6-8 júní þá ætla 13 þjóðir heims sem menga mest allra eða um 70% af öllum gróðurhúsaáhrifavaldandi efnum. Þ.e ætlun ríkisstjórnar Bush að sjá til þess að mjög lítið verði að gert til að minnka framleiðslu þessara efna. Hvet ég fólk til að skrifa undir mótmæli gegn þessu.

Tengill á undirskriftarlistann: 

 

http://www.avaaz.org/en/climate_g8/tf.php

Lesturinn

Hmmm...hvað gerði ég seinnustu tvær vikur, lauk prófum, kaus, jarðaði frænda minn, fór á vesturland, fór til Vestfjarða o.s.frv.

Í dag lauk ég við fyrstu bókina í Fjallkirkjunni eftir Gunnar Gunnarss, lauk við 'V for Vendetta'. Er að lesa slatta af bókum sem stendur.

Einmitt núna er ég bara að reyna að slaka á og njóta lífsins með góða(r) bók/bækur í hönd 


Ríkisstjórnin

Frjálslyndir, framsókn og sjálfstæðisflokkurinn finnst mér lang líklegasti möguleikinn, frjálslyndir eru ekkert annað en "frjálslyndir" sjálfstæðismenn.

Samfylkingin+Sjálfstæðisflokkurinn, hmm...ef ég ætti að trúa því að hægri og vinstri væru eins og + og - þá ætti þessi stjórn að eyða þeim faktor út og búa til skrýtna miðjustjórn.  Annars finnst mér eins og það verði að fara að finna upp einhver önnur nöfn á þetta. Munurinn á þessu fólki er ekki svo mikill fyrir utan einstaka smáatriði.

Vinstri grænir+Samfylkingin+Framsókn, ehh...stóriðjustefna+náttúruverndarstefna---does not compute. Báxít+vítissódi+mjög mikið af orku=lítið af hreinu áli + mjög mikið af stórhættulegu sulli. Er ekki kominn tími til þess að einhver fari að finna leið til þess að flokka rusl á annan hátt þannig að við þurfum ekki að vera að framleiða efni sem þegar nóg er til af.  

Ég skil ekki þessa kjördæmaskiptingu alveg. En samkvæmt henni þá er skoðun eins landsbyggðamanns mikilvægari en mín, þ.e.a.s lýðræðislega séð. 2000 manns hér eru dropi í hafið og ná varla inn þingmanni á meðan að 2000 manns á Vestfjörðum ná öruggt einhverjum inn.

Ég er samt feginn að kosningarnar eru búnar, það voru engin almennileg rifildi, engar raunverulegar rökræður milli flokka.

Kosningaauglýsingar, ég var spurður hvort ég tæki eftir kosningaauglýsingunum. Auðvitað sagði ég nei enda var ég í prófum. Horfi lítið á sjónvarp yfirleitt og hafði svo sannalega ekki tíma til þess að vera að eyða í auglýsingar.  Kannski einstaka sinnum þá tók ég eftir myndum af einstaka stjórnmálamönnum með bros út á eyrum en fyrir utan það, nei.  

 


Eymundur Kristjánsson

Eymundur frændi minn dó kl 11:15 5 maí, 2007, samdi eitt lítið kvæði til að minnast hans.

 

Mundi 

Vei hinum föllnu að rísa
Dagur er risinn, frændi fallinn
blóð mitt á jörðu, blóð mitt í jörðu
frændi farinn, frændi ávallt hér
ég er hér, ég er í paradís

Kvæðið fjallar um hvernig sem fjölskylda við erum öll sem eitt. Þegar eitt af okkur deyr þá minnkar heildin. Ættarhringurinn er eins og kaka, við erum öll ein heild, þegar eitt af okkur deyr þá lagar kakan sig til að mynda aðra heild en um leið tekur hin kakan með sér gamla formið, þ.e tekur part af okkur með sér.


Stjórnmálaflokkar, viðurnefnin

Ég hef mjög svo gaman af þessum skrýtnu viðurnefnumsem fólk gefur stjórnmálafólki og flokkum. Hvað köllum við flokkanna nú til dags.

 

Framsóknarflokkurinn: Gamli( og sumir segja núverandi) bændaflokkurinn, afturhaldsflokkurinn

Samfylkingin: Afturhaldskommatittir, krataflokkurinn

Frjálslyndi flokkurinn: Þjóðernis eða rasistaflokkurinn 

Sjálfstæðisflokkurinn: Með eða sjálf bláa höndin, íhaldsmenn, arðræningjaflokkurinn, kvótakóngaflokkurinn. Hvar er Dabbi kóngur?

Íslandshreyfingin: Hægri grænir með Katrín Fjeldsted sem móður

Vinstri grænir: Kommaflokkurinn enda er  Steingrímur "Rauði" rauðhærður

 

Vinsamlegast bætið við fleiri nöfnum í athugasemdir.


Kjaranefnd/dómur

Ég bíð spenntur rétt eftir kosningar, því ég finn á mér að þeir ætli að hækka laun embættismanna rétt einu sinni. Veit ekki hver rök þeirra verða í þetta skiptið en býst við að þau hljómi einhvern veginn á þá leið að þetta sé í raun ekki launahækkun heldur leiðrétting. Síðan er náttúrlega satt, alþingi á í raun engan rétt á að leiðrétta nefndinna þar sem hún stýrir launum allra embættismanna, þ.e líka dómaranna. Er ríkisvaldið ekki skipt.

Vefsíða kjaranefndar:

http://www.kjaranefnd.is/


Prófvertíð, Mundi frændi og sumarið

Prófvertíð er í gangi, ritgerðum, verkefnamöppum o.fl. á að skila í þessari viku. Fyrsta prófið mitt er á laugardaginn og allt fínt með það.

Í dag þá var ég orðinn hálfáhyggjufullur þegar pabbi var ekki kominn heim úr vinnunni kl 20:10, þannig að ég hringdi í hann. Sagðist hann þá vera á spítala og að Mundi frændi minn, bróðir pabba hefði hnigið niður í vinnunni, kvartað yfir svima, pabbi bauðst til að aka honum heim. Þegar í bíllinn var komið þá hætti frændi minn að anda. Pabbi tók frænda minn úr bílnum, gaf honum neyðaraðstoð og hringdi í 112. Núna liggur hann á gjörgæslu eftir hjartaþræðingu, þ.e hann var með kransæðarstíflu. Skv. því sem ég heyri þá eru líkur hans 50/50. Vona ég innilega að hann komist úr þessu nánast óskaddaður. Þ.e ekki liðið ár síðan að Alla ömmusystir dó og ekki 1,5 ár síðan Hrefna amma dó. Ég get ekki annað en vonað að föðurfjölskylda mín þurfi ekki að missa enn einn á svona stuttum tíma.

Hvað ég ætla að gera í sumar: Vinna, ferðast, lesa bækur, slaka á og njóta lífsins. Hvað annað á ungt Íslenskt fólk að gera?


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Checking the world out, my way

Höfundur

Kristján Haukur Magnússon
Kristján Haukur Magnússon
Eðistræðinemandi við Háskóla Íslands. Tenór við kór sama skóla. Virkur og í stjórn MUN(Model United Nations) Eng:Physics student at the University of Iceland. Tenor at the university chorus. Active in the Model United Nations sociaty.
Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Nýjustu myndir

  • Handel
  • Sendiráð Kóreu
  • Listarborgin Osló
  • Ein á flakki
  • Ég í Helsinki

Spurt er

Hvenær ætlar kjaradómur að hækka laun ríkisstarfsmanna?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.2.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband