12.4.2007 | 02:25
Neytendur, Íslendingar sameinumst
Að undanförnu þá hafa birgjar hækkað vöruverð. Fyrir utan það að verð hefur ekkert lækkað sérstaklega mikið þá á nú að taka lækkunina í burtu frá okkur og jafnvel hækka það enn meira. Ég segi NEI TAKK. Nú er komið nóg. Ég mun hlunnfara allar vörur frá þeim birgjum sem leyfa sér að hækka vegna lækkun gengis en aldrei að lækka vegna hækkunar. Listi yfir birgjanna sem hafa hækkað vörur sínar finnst á vefsíðu neytendasamtakanna hérna:
Stjórnmál og samfélag | Breytt 6.5.2007 kl. 12:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.3.2007 | 04:46
Ísrael og Palestína-ritgerðin sem ég var að skrifa fyrir skömmu
Ég er búin að finna eitthvað sem ég þoli ekki. Þessa hluti hérna saman: trúarextremisma, rosapirring, taugaveiklun og þjóðarstolt, eflaust mætti setja eitthvað ofan í þennan lista.
Þótt að eflaust mætti lengi deila um hverjum deilan er að kenna og svolítið greinilegt er hver er að vinna deiluna þá þurfti ég að lesa blaðagreinar, mæta í fyrirlestra og horfa á videóspólur, dvd og lesa bækur um ástandið. Síðan horfði ég á myndir eins og Jesus-camp sem settu bara kirsuberið á toppinn. Reyndar vissi ég um þetta allt fyrir en það er eins og yfirhleðsla fyrir mig að þurfa að þola allan þennan þjóðernis- og trúarhroka í einum bita. Enginn vill gefa eftir, "its all mine, mine, mine"-hugsun óx mér upp fyrir kok og mér leið eins og ég væri að kafna.
Þó verður maður sýna þessu fólki skilning. Fólkið ólst upp í veröld sem er undir stöðugum þrýstingi frá öðrum menningarsvæðum. Allir eiga að aðlagast, breyta sínu svo það henti veröldinni betur. Þetta á reyndar við mestallan heiminn en það er annað mál.
Ég fékk kannski nóg af að heyra hroka sem snýst um "ég hef rétt fyrir mér og allir aðrir eru fábjánar" en jæja...
af þeirri tegund af hugsun verð ég víst að láta sjálfan mig þola hana því kosningar eru í nánd og ég er nokkuð viss um að stjórnmálamenn muni ekki láta vanta skítkastið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.3.2007 | 04:44
Undanfarið...
Jæja, við skulum sjá...hvað gerði ég seinnasta mánuðinn: Ég fór til Kanada, Toronto. Það var æðislegt, CN turninn o.s.frv. Fyrir utan það þá hef ég verið að gera alla þessa hluti sem ég geri venjulega. Þ.e salsa-námskeiðið, kórinn, skólinn o.s.frv. Einmitt núna þá er ég að gera ritgerð um Ísrael-Palestínu vandamálið. Mér finnst þetta voðalega skrýtið vandamál og afskaplega óflókið. Vandamálið virðist aðallega felast í fjár- og öryggismálum. Trúarmálin eru líka mikilvæg en virðast samt varla vera eins mikið mál og er látið líta út fyrir í almennum fjölmiðlum. Ætli þetta merki ekki bara eins og alltaf að maður á alltaf að taka inn nýjar upplýsingar með efa og í tilliti til staðreynda. Síðan þarf ég í raun að fylla inn restina með skoðunum, þ.e.a.s hvernig ég álít hlutina vera útfrá þessum staðreyndum.
IceMUN-liðið virðist vera spennt fyrir næstu kosningar, Vera vill bjóða sig fram til formanns, Óli vill bjóða sig til formanns og síðan er fólk að hvetja mig að gera slíkt hið sama. Ég er hæstánægður með að IceMUN skuli draga að sér svona mikinn áhuga og vona ég innilega að okkur takist að gera ráðstefnuna lengri, skemmtilegri og betri. Veit ég að Varði gerði mjög gott starf á sínum tíma en hans markmið eru yfirleitt að gera ráðið sjálft(hlutverkaleikinn) eins professional og hægt er. Sem er allt gott og blessað en oft þá þarf gaman að fylgja alvöru til að draga inn fólk og láta það hafa áhuga. Vonandi endar þetta samt ekki bara í einu stóru fyllerí því mér finnst hlutverkaleikurinn mjög mikilvægur og leiðist þegar fólk tekur þessu svo ekki alvarlega.
Ég á nokkur verkefni aðallega framundan, ritgerðin um Hulduorku, fyrirlestur um hröðlun agna, samanburðarritgerð úr 3 kafla Negotiator, sögu í Creative writing, heimaverkefni í Rafsegulfræði og Tölulegri Greiningu, fyrirlestur um varmafræði fjallgöngumanna. Síðan má ég aldrei gleyma stærðfræðinni. Fyrir utan það þá þarf ég að lesa mig aðeins upp í almennu afstæðiskenningunni. Lífið er alltaf fjör. Ég verð samt feginn þegar þetta misseri er búið.
Ekki það að það taki eitthvað spennandi við. Eins og ég sé það, þá er fólk búið að planna mestallt sumarið fyrir mig. Eftir próf þá er vorferðaleg kórsins og tónleikar. Síðan vinn ég eins og þræll í mánuð. Síðan byrjar eitt sumarnámskeið um Evrópu og möguleika hennar. Síðan fer ég líklegast á Hróaskeldu, kannski Interail í tvær vikur eða eitthvað annað skemmtilegt, Ólafsvaka síðan endar þessi mánuður með verslunarmannahelginni. Eins og ég sé það þá vill fólk að ég fari til vestmanneyja með þeim...kannski að það sé góð hugmynd
Síðan stúdera ég fyrir sumarpróf...annars þá er lífið bara fínt. Eftir sumarpróf þá fer ég, Einar Steinn og finnsku hjónin Jaako og Elina til Lapplands. Ég vona innilega að þetta verði skemmtileg ferð.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.2.2007 | 01:32
YMUN í Toronto, Kanada
Jæja, ég er að fara á YMUN í Toronto, Kanada. Ég á að vera í ECOSOC, s.s efnahags- og félagsráði sameinuðu þjóðanna að "representera", þ.e koma fyrir hönd Íslendinga. Þetta brýtur reyndar þá reglu í MUN-um í Evrópu að það sé bannað að koma fyrir hönd síns eigin lands en jæja, what the hell...ég er ábyggilega í betri aðstöðu en hitt fólkið í YMUN að koma fyrir hönd lands míns þar sem flestir virðast vita nákvæmlega ekki neitt um Ísland, þá á ég sérstaklega við um hinn ameríska almenning.Þótt að til séu margar undantekningar og þá enn fleiri í Kanada.
Ég þurfti að flýta för minni til staðarins. Þeir vilja að ég taki þátt í æfingu, þ.e.a.s "mock simulation" 21. Sem er allt í lagi mín vegna. Þá a.m.k fæ ég að kynnast hinum þáttakendunum að einhverju leyti. Þetta verður mín fyrsta reynsla af Kanada, þó ekki Kanadabúum en ég vona að ég hafi a.m.k gaman af þessu.
Bloggar | Breytt 21.2.2007 kl. 15:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.1.2007 | 13:39
Íslendingar sameinumst, verndum rétt okkar sem neytendur
Skv.neytendasamtökunum þá er verið að reyna að eyðileggja verðskuldaðar verðlækkanir okkar Íslendinga sem neytanda á matvörur. Ég ætla mér nú að taka þennan lista með í matvörubúð og ekki kaupa það sem er á listanum. Ég er orðinn leiður á því á að þurfa í sífellu að borga okurfé til þess eins að svelta ekki.
http://www.ns.is/ns/frettir/?cat_id=6413&ew_0_a_id=258629
Ég hvet eindregið fólk að fara eftir þessum lista og sneiða framhjá þeim birgjum sem halda að þeir fái að komast upp með allt.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 12.4.2007 kl. 02:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
22.1.2007 | 07:41
Tónlist-topp 5 hjá mér í augnablikinu
1. Bohemian Rhapsody (The Queen)
2. Bittersweet Symphony (The Verve)
3. Burning down the house (Talking heads)
4. Kindhearted woman (Robert Johnson)
5. La Bamba
Því miður þá er þetta ekki allt popp eða rokk&ról en eru öll frekar klassísk annars þá eru ýmsar hljómsveitir vinsælar hjá mér í augnablikinu þ.á.m er Prodigy, Pink Floyd, Nick Cave, hljómsveitirnar hérna fyrir ofan ásamt ýmsum öðrum. Einhver lög sem þið mælið með?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.1.2007 | 12:16
Tannpína
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.1.2007 | 13:02
MUN á Akureyri
Þær góðu fréttir að það á að fara að halda MUN á Akureyri næsta mars. MUN er skammstöfun fyrir Model United Nations eða hermilíkan af sameinuðu þjóðunum, er þessi atburður haldinn um allan heim og er orðinn 70-80 ára gamall ef ég man rétt. Einnig er líkt eftir öðrum alþjóða- og innanlandsstofnunum þótt að við séum ekki enn byrjuð á því hér á landi að líkja eftir alþingi. Ég tel mikla möguleika að það væri auðvelt að fá styrki til að halda model ICJ hérna á landi í framtíðinni og yrði það líklegast þá vinsælast meðal laganema. IceMUN var haldið í fjórða sinn seinnasta haust, ég veit ekki hvernig þetta mun ganga.
Ég hef heyrt að reynt verði að toga nemendur útfrá hinum háskólunum. Myndum við þá þurfa að taka rútur og þá væri möguleiki að rúturnar gætu tekið nemendur uppí m.a frá Bifröst. Vona ég innilega að þetta takist vel .
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.1.2007 | 16:53
American Style
Ég fór á "nýja" veitingstað American Style í miðbænum. Var liðinn langur tími síðan ég hafði borðað á American Style veitingastað. Ég áleit American Style vera góðan hamborgarastað en núna verð ég að skipta um skoðun. Ég fékk hamborgarann, rautt kjöt, ofpipraður og nálægt því að vera kaldur. Ég játa, ég er ekki kokkur og veit ekki mikið um hamborgara en ég bið aldrei um kjöt sem "rare" eða hálfhrátt. Held að besti partur máltíðarinnar hafi verið franskarnar sem þó voru ekkert sérstakar.
Í heildina litið, slæm máltíð og þung í maga, þótt þeir séu rausnarlegir á kjötið þá var það illa eldað og reynt að fela það með því að ofpipra hamborgarann og setja á hann stóran skammt af grænmeti. Ég vona innilega að þetta sé eins og ameríkanar segja einangrað tilvik, þ.e 'slys'.
Ein og hálf stjarna af fimm
21.12.2006 | 15:55
Kemst líklegast ekki á næsta FinMUN
Mér þykir það mjög leiðinlegt en einn kúrs í háskólanum krefst þess að ég sé eiginlega alltaf við. S.s engar vikulangar ferðir framundan hjá mér næsta vormisseri :( . Ég verð að játa að mér finnst þetta rosa leiðinlegt en ég verð að taka námið fram fyrir það að komast á eitt MUN. Ég sé til, ef Alina biður mig um að koma þá get ég ekki neitað. Ég er þegar byrjaður að lesa fyrir kúrsanna.
Þessi ákveðni kúrs sem stöðvar áætlanir mínar heitir: Verkleg eðlisfræði en í honum er 12 verktilraunir, ég get ekki sleppt því að taka þessum kúrs alvarlega en ef ég færi á FinMUN þá myndi ég samt vinna að skýrslunni. Sem er eiginlega aðalvinnan, sérstaklega þar sem flest öll tækin sem við notum er ég þegar orðinn vanur. En mér finnst áfanginn samt mikilvægur.
Næsta önn:
Verkleg eðlsifræði, almenna afstæðiskenningin, stærðfræðigreining 4b og töluleg greining. Mig langar að taka "líf í alheimi" líka þar sem ýmsir vinir mínir hafa valið kúrsinn. Þ.e.a.s fólkið sem ég kann best við í raunvísindadeildinni og ég kann vel við að vinna með.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Checking the world out, my way
Tenglar
Hversdagslistinn
Síðurnar sem ég fer á hverjum degi
- Ríkissjónvarpið Þar sem ég næ fréttunum, er oft í skólanum meðan fréttir eru
- Morgunblaðið Þar sem ég les ekki sorprit eins og DV
- Geimur Geimur, 69 whatever
- Batman Eitt sinn var tilvera.is líka, en nú bara b2
Model UN
Model United Nations
- Student-symposium Happens in Prague
- SweMUN happens in Uppsala
- FinMUN Happens mainly in Helsinki
- IscoMUN Happens in Oslo
Skólinn
Ýmislegt skólatengt
- Bókasala stúdenta We sell books
- Stigull Félag eðlisfræði- og stærðfræðistúdenta
Kórinn
Heimasíður fólk í háskólakórnum
- Einar Einar tenór, ættaður úr Súðavíkinni
- Erna María Sálfræðinemi
- Harpa
- Hlín
- Linda
- Steinunn
- René Giftur og ánægður
- Sigurást Alltaf hress
- Sara Píanó og partý
- Hafdís Partýstelpa
- Gauji Alltaf Hress
- Gísli Tölvusení, kórsení, akidosení, algjör sení
- Þórir Hrafn Harðrokksgaur
- Telma Idolstjarna og tilvonandi móðir
- Jón Ólafur Rútustjóri, hagfræðinemi og...
- Jaako og Elina Finnarnir
- Anna Ósk Anna Ósk
- Bidda Bidda
- Helgi Helgi píanósnillingur
- Ásdís guðfræðinemi
- Einar Steinn Einar Steinn, félagi
- Háskólakórinn Heimasíða kórsins
Myndaalbúm
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar